Orð og efndir 26. október 2017 07:00 Það verður seint sagt að stjórnmál séu mannbætandi starfsvettvangur. Segja má að þeir sem gefi kost á sér í stjórnmál fórni venjulegu lífi og stígi inn á svið harmleiks þar sem flestar aðalpersónurnar særast illa eða drepast, fæstir segja satt, hálfbakaður sannleikur er normið og þeir sem eru heiðarlegir, réttsýnir og góðir vinna of sjaldan. Við hin sem störfum ekki á vettvangi stjórnmálanna eigum að vera þakklát fyrir að einhver gefi kost á sér til að gæta hagsmuna okkar og fórna um leið sjálfum sér ofan í forað þjóðfélagsumræðunnar. Þeir sem fylgjast náið með stjórnmálum á hliðarlínunni sjá frá fyrstu hendi álagið sem er á stjórnmálamönnum. Þeir eru undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almenningsálitsins, fæstir þeirra segja hvað þeim raunverulega finnst í umdeildum málum og sama hvað þeir segja, það er alltaf einhver tilbúinn til að snúa því á haus í pólitískum tilgangi. Óháð stefnu er einn eiginleiki sem stjórnmálamenn, sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu, verða að tileinka sér. Það er að efna loforð. Stjórnmálamenn sem segja eitt en gera annað glata trausti. Flestir kjósendur vilja að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og það sé stöðugleiki í málflutningi þeirra. Í þessu felst ekki sú skoðun að stjórnmálamenn megi ekki skipta um skoðun. Það er þvert á móti heiðarlegt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og breyta um stefnu þegar ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir um tiltekið mál. Það er hins vegar eitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og skipta um skoðun í ákveðnu máli en annað að sveiflast eins og laufið í vindinum. Það eina sem er verra en stjórnmálamaður sem hagar seglum eftir vindi er stjórnmálamaður sem gengur á bak orða sinna. Einhver stærstu kosningasvik síðari tíma í íslenskum stjórnmálum áttu sér stað eftir alþingiskosningarnar 2009. Fyrir þær kosningar hafði þáverandi formaður VG gefið skýr loforð um bæði Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu en sveik bæði þessi loforð um leið og hann var kominn í ríkisstjórn. Það var ömurleg framkoma gagnvart þeim kjósendum sem treystu honum og veittu honum brautargengi í kosningunum. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins viðraði þá hugmynd á fundi í Hörpu að gera þetta samhliða sveitarstjórnarkosningunum 2014. Þetta var aldrei efnt vegna „pólitísks ómöguleika“ sem enginn treystir sér til að skilgreina. Að vísu var ekki haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til að hefja umsóknarferlið og því sérstakt að ljúka því þannig en loforð var gefið og það loforð var svikið. Það er kannski ágætt veganesti fyrir þá stjórnmálamenn sem koma að myndun næstu ríkisstjórnar að skoða hvað þeir sögðu í kosningabaráttunni, safna því saman og geyma það útprentað á skrifborðinu. Á næsta kjörtímabili ættu þeir svo að lesa það reglulega yfir og reyna að muna af hverju þeir völdu sér stjórnmálin sem starfsvettvang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það verður seint sagt að stjórnmál séu mannbætandi starfsvettvangur. Segja má að þeir sem gefi kost á sér í stjórnmál fórni venjulegu lífi og stígi inn á svið harmleiks þar sem flestar aðalpersónurnar særast illa eða drepast, fæstir segja satt, hálfbakaður sannleikur er normið og þeir sem eru heiðarlegir, réttsýnir og góðir vinna of sjaldan. Við hin sem störfum ekki á vettvangi stjórnmálanna eigum að vera þakklát fyrir að einhver gefi kost á sér til að gæta hagsmuna okkar og fórna um leið sjálfum sér ofan í forað þjóðfélagsumræðunnar. Þeir sem fylgjast náið með stjórnmálum á hliðarlínunni sjá frá fyrstu hendi álagið sem er á stjórnmálamönnum. Þeir eru undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almenningsálitsins, fæstir þeirra segja hvað þeim raunverulega finnst í umdeildum málum og sama hvað þeir segja, það er alltaf einhver tilbúinn til að snúa því á haus í pólitískum tilgangi. Óháð stefnu er einn eiginleiki sem stjórnmálamenn, sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu, verða að tileinka sér. Það er að efna loforð. Stjórnmálamenn sem segja eitt en gera annað glata trausti. Flestir kjósendur vilja að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og það sé stöðugleiki í málflutningi þeirra. Í þessu felst ekki sú skoðun að stjórnmálamenn megi ekki skipta um skoðun. Það er þvert á móti heiðarlegt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og breyta um stefnu þegar ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir um tiltekið mál. Það er hins vegar eitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og skipta um skoðun í ákveðnu máli en annað að sveiflast eins og laufið í vindinum. Það eina sem er verra en stjórnmálamaður sem hagar seglum eftir vindi er stjórnmálamaður sem gengur á bak orða sinna. Einhver stærstu kosningasvik síðari tíma í íslenskum stjórnmálum áttu sér stað eftir alþingiskosningarnar 2009. Fyrir þær kosningar hafði þáverandi formaður VG gefið skýr loforð um bæði Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu en sveik bæði þessi loforð um leið og hann var kominn í ríkisstjórn. Það var ömurleg framkoma gagnvart þeim kjósendum sem treystu honum og veittu honum brautargengi í kosningunum. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins viðraði þá hugmynd á fundi í Hörpu að gera þetta samhliða sveitarstjórnarkosningunum 2014. Þetta var aldrei efnt vegna „pólitísks ómöguleika“ sem enginn treystir sér til að skilgreina. Að vísu var ekki haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til að hefja umsóknarferlið og því sérstakt að ljúka því þannig en loforð var gefið og það loforð var svikið. Það er kannski ágætt veganesti fyrir þá stjórnmálamenn sem koma að myndun næstu ríkisstjórnar að skoða hvað þeir sögðu í kosningabaráttunni, safna því saman og geyma það útprentað á skrifborðinu. Á næsta kjörtímabili ættu þeir svo að lesa það reglulega yfir og reyna að muna af hverju þeir völdu sér stjórnmálin sem starfsvettvang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar