Orð og efndir 26. október 2017 07:00 Það verður seint sagt að stjórnmál séu mannbætandi starfsvettvangur. Segja má að þeir sem gefi kost á sér í stjórnmál fórni venjulegu lífi og stígi inn á svið harmleiks þar sem flestar aðalpersónurnar særast illa eða drepast, fæstir segja satt, hálfbakaður sannleikur er normið og þeir sem eru heiðarlegir, réttsýnir og góðir vinna of sjaldan. Við hin sem störfum ekki á vettvangi stjórnmálanna eigum að vera þakklát fyrir að einhver gefi kost á sér til að gæta hagsmuna okkar og fórna um leið sjálfum sér ofan í forað þjóðfélagsumræðunnar. Þeir sem fylgjast náið með stjórnmálum á hliðarlínunni sjá frá fyrstu hendi álagið sem er á stjórnmálamönnum. Þeir eru undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almenningsálitsins, fæstir þeirra segja hvað þeim raunverulega finnst í umdeildum málum og sama hvað þeir segja, það er alltaf einhver tilbúinn til að snúa því á haus í pólitískum tilgangi. Óháð stefnu er einn eiginleiki sem stjórnmálamenn, sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu, verða að tileinka sér. Það er að efna loforð. Stjórnmálamenn sem segja eitt en gera annað glata trausti. Flestir kjósendur vilja að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og það sé stöðugleiki í málflutningi þeirra. Í þessu felst ekki sú skoðun að stjórnmálamenn megi ekki skipta um skoðun. Það er þvert á móti heiðarlegt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og breyta um stefnu þegar ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir um tiltekið mál. Það er hins vegar eitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og skipta um skoðun í ákveðnu máli en annað að sveiflast eins og laufið í vindinum. Það eina sem er verra en stjórnmálamaður sem hagar seglum eftir vindi er stjórnmálamaður sem gengur á bak orða sinna. Einhver stærstu kosningasvik síðari tíma í íslenskum stjórnmálum áttu sér stað eftir alþingiskosningarnar 2009. Fyrir þær kosningar hafði þáverandi formaður VG gefið skýr loforð um bæði Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu en sveik bæði þessi loforð um leið og hann var kominn í ríkisstjórn. Það var ömurleg framkoma gagnvart þeim kjósendum sem treystu honum og veittu honum brautargengi í kosningunum. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins viðraði þá hugmynd á fundi í Hörpu að gera þetta samhliða sveitarstjórnarkosningunum 2014. Þetta var aldrei efnt vegna „pólitísks ómöguleika“ sem enginn treystir sér til að skilgreina. Að vísu var ekki haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til að hefja umsóknarferlið og því sérstakt að ljúka því þannig en loforð var gefið og það loforð var svikið. Það er kannski ágætt veganesti fyrir þá stjórnmálamenn sem koma að myndun næstu ríkisstjórnar að skoða hvað þeir sögðu í kosningabaráttunni, safna því saman og geyma það útprentað á skrifborðinu. Á næsta kjörtímabili ættu þeir svo að lesa það reglulega yfir og reyna að muna af hverju þeir völdu sér stjórnmálin sem starfsvettvang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það verður seint sagt að stjórnmál séu mannbætandi starfsvettvangur. Segja má að þeir sem gefi kost á sér í stjórnmál fórni venjulegu lífi og stígi inn á svið harmleiks þar sem flestar aðalpersónurnar særast illa eða drepast, fæstir segja satt, hálfbakaður sannleikur er normið og þeir sem eru heiðarlegir, réttsýnir og góðir vinna of sjaldan. Við hin sem störfum ekki á vettvangi stjórnmálanna eigum að vera þakklát fyrir að einhver gefi kost á sér til að gæta hagsmuna okkar og fórna um leið sjálfum sér ofan í forað þjóðfélagsumræðunnar. Þeir sem fylgjast náið með stjórnmálum á hliðarlínunni sjá frá fyrstu hendi álagið sem er á stjórnmálamönnum. Þeir eru undir stöðugri smásjá fjölmiðla og almenningsálitsins, fæstir þeirra segja hvað þeim raunverulega finnst í umdeildum málum og sama hvað þeir segja, það er alltaf einhver tilbúinn til að snúa því á haus í pólitískum tilgangi. Óháð stefnu er einn eiginleiki sem stjórnmálamenn, sem vilja komast til áhrifa í samfélaginu, verða að tileinka sér. Það er að efna loforð. Stjórnmálamenn sem segja eitt en gera annað glata trausti. Flestir kjósendur vilja að stjórnmálamenn séu heiðarlegir og það sé stöðugleiki í málflutningi þeirra. Í þessu felst ekki sú skoðun að stjórnmálamenn megi ekki skipta um skoðun. Það er þvert á móti heiðarlegt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og breyta um stefnu þegar ný gögn eða upplýsingar liggja fyrir um tiltekið mál. Það er hins vegar eitt að viðurkenna að maður hafi rangt fyrir sér og skipta um skoðun í ákveðnu máli en annað að sveiflast eins og laufið í vindinum. Það eina sem er verra en stjórnmálamaður sem hagar seglum eftir vindi er stjórnmálamaður sem gengur á bak orða sinna. Einhver stærstu kosningasvik síðari tíma í íslenskum stjórnmálum áttu sér stað eftir alþingiskosningarnar 2009. Fyrir þær kosningar hafði þáverandi formaður VG gefið skýr loforð um bæði Icesave og aðildarumsókn að Evrópusambandinu en sveik bæði þessi loforð um leið og hann var kominn í ríkisstjórn. Það var ömurleg framkoma gagnvart þeim kjósendum sem treystu honum og veittu honum brautargengi í kosningunum. Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofuðu formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þáverandi formaður Framsóknarflokksins viðraði þá hugmynd á fundi í Hörpu að gera þetta samhliða sveitarstjórnarkosningunum 2014. Þetta var aldrei efnt vegna „pólitísks ómöguleika“ sem enginn treystir sér til að skilgreina. Að vísu var ekki haldin þjóðaratkvæðagreiðsla til að hefja umsóknarferlið og því sérstakt að ljúka því þannig en loforð var gefið og það loforð var svikið. Það er kannski ágætt veganesti fyrir þá stjórnmálamenn sem koma að myndun næstu ríkisstjórnar að skoða hvað þeir sögðu í kosningabaráttunni, safna því saman og geyma það útprentað á skrifborðinu. Á næsta kjörtímabili ættu þeir svo að lesa það reglulega yfir og reyna að muna af hverju þeir völdu sér stjórnmálin sem starfsvettvang.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun