Sex þúsund félagslegar íbúðir og hækkun vaxta- og barnabóta Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2017 20:00 Samfylkingin hefur meðal annars á stefnuskránni fyrir komandi kosningar að byggðar verði um sex þúsund leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða á næstu árum. Þá verði greiddur réttlátur arður af auðlindum í stað skatta á almenning og blásið til stórsóknar í menntamálum. Samfylkingin býður fram stefnuskrá í fimm megin liðum undir kjörorðinu „látum hjartað ráða,“ sem sett var inn á heimasíðu flokksins í gær. Samfylkingin vill auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta og auka húsnæðisstuðning. Og færa skattbyrðina frá lágtekju- og millitekjufólk yfir á þá sem hana geta borið eins og segir í stefnuyfirlýsingu. „Þetta er svolítið eins og í spretthlaupi, á síðustu metrunum í 200 metra hlaupinu, þá eru línurnar að verða ansi skýrar. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuði, stendur fyrir góðu velferðarkerfi, góðu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi,“ segir Helga Vala Helgadóttir oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. En síðan þurfi stjórnvöld að taka á sig rögg í löggæslumálum. „Og sem styður við það sem Samfylkingin hefur verið að boða að undanförnu. Það er að segja stórsókn gegn ofbeldi. Við verðum að efla lögregluna,“ segir Helga Vala. Þá segir hún flokkinn huga bæði að málum húseigenda og leigjenda. „Við viljum fara í byggingu á sex þúsund nýjum íbúðum í samvinnu við þau fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Og koma þannig með stofnframlag frá stjórnvöldum.“ Þá þurfi að tvöfalda húsnæðisbætur til leigjenda. „Og sömuleiðis vaxtabætur af því að helmingur fólks er dottinn út úr þessum kerfum. Það er ekki bara vegna þess að tekjurnar hafi hækkað svona mikið, heldur vegna þess að framlagið er töluvert lægra en það var. Það er pólitísk ákvörðun tveggja fráfarandi stjórna.“ Og hvað ætlar þú að telja mörg prósent upp úr kjörkössunum? „Við erum auðvitað í stórsókn, þetta lítur mjög vel út. Þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir Helga Vala Helgadóttir. Kosningar 2017 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Samfylkingin hefur meðal annars á stefnuskránni fyrir komandi kosningar að byggðar verði um sex þúsund leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða á næstu árum. Þá verði greiddur réttlátur arður af auðlindum í stað skatta á almenning og blásið til stórsóknar í menntamálum. Samfylkingin býður fram stefnuskrá í fimm megin liðum undir kjörorðinu „látum hjartað ráða,“ sem sett var inn á heimasíðu flokksins í gær. Samfylkingin vill auka stuðning við barnafjölskyldur með tvöföldun barnabóta og auka húsnæðisstuðning. Og færa skattbyrðina frá lágtekju- og millitekjufólk yfir á þá sem hana geta borið eins og segir í stefnuyfirlýsingu. „Þetta er svolítið eins og í spretthlaupi, á síðustu metrunum í 200 metra hlaupinu, þá eru línurnar að verða ansi skýrar. Samfylkingin stendur fyrir jöfnuði, stendur fyrir góðu velferðarkerfi, góðu heilbrigðiskerfi, góðu menntakerfi,“ segir Helga Vala Helgadóttir oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. En síðan þurfi stjórnvöld að taka á sig rögg í löggæslumálum. „Og sem styður við það sem Samfylkingin hefur verið að boða að undanförnu. Það er að segja stórsókn gegn ofbeldi. Við verðum að efla lögregluna,“ segir Helga Vala. Þá segir hún flokkinn huga bæði að málum húseigenda og leigjenda. „Við viljum fara í byggingu á sex þúsund nýjum íbúðum í samvinnu við þau fyrirtæki sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Og koma þannig með stofnframlag frá stjórnvöldum.“ Þá þurfi að tvöfalda húsnæðisbætur til leigjenda. „Og sömuleiðis vaxtabætur af því að helmingur fólks er dottinn út úr þessum kerfum. Það er ekki bara vegna þess að tekjurnar hafi hækkað svona mikið, heldur vegna þess að framlagið er töluvert lægra en það var. Það er pólitísk ákvörðun tveggja fráfarandi stjórna.“ Og hvað ætlar þú að telja mörg prósent upp úr kjörkössunum? „Við erum auðvitað í stórsókn, þetta lítur mjög vel út. Þannig að ég er bara mjög bjartsýn,“ segir Helga Vala Helgadóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira