Rekstrarhagnaður N1 minnkar um rúmlega 4 prósent á milli ára Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 16:42 Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni hjá N1 á þriðja ársfjórðungi. VÍSIR/VILHELM Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8 prósent á fjórðungnum sem skýrist einkum af hagstæðari þróun á heimsmarkaðsverði með olíu. Í afkomutilkynningu N1 kemur fram að selt magn af bensíni og gasolíu hafi aukist um 0,4 prósent á tímabilinu en á sama tíma jókst hins vegar umferð á þjóðvegum landsins um átta prósent á milli ára. Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni á fjórðungnum en sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur sölusamdrátturinn 2,5 prósentum. Launa- og starfsmannakostnaður nam 1.109 milljónum og hækkaði um 7,4 prósent á milli ára sem skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum ásamt fjölgun stöðugilda. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður um 55 milljónir á fjórðungnum, eða 14 prósent, sem kemur til vegna kostnaðar við kaup N1 á Festi. Það sem af er ári nemur EBITDA hagnaður N1 samtals 2.699 milljónum króna borið saman við 2.950 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður olíufélagsins var tæplega 1.630 milljónir og dregst saman um 14,4 prósent miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Eigið fé N1 var 13.461 milljónir í lok þriðja fjórðungs og eiginfjárhlutfall félagsins 46,4 prósent. Fyrr í þessum mánuði var endanlega gengið frá kaupsamningi vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Samkvæmt spá stjórnenda N1, eins og áður hefur komið fram, verður EBITDA félagsins á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir árinu 2017 að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Áætluð EBITDA sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári, án kostnaðar N1 við kaup á Festi, er á bilinu 6.840 til 6.940 milljónir en ekki hefur verið tekið tillit til samlegðar í framangreindum tölum. Áætluð samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru á bilinu 500 til 600 milljónir króna. Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Rekstrarhagnaður olíufélagsins N1 fyrir afskriftir (EBITDA) nam 1.409 milljónum á þriðja ársfjórðungi og dróst saman um 4,3 prósent frá sama tímabili árið áður. Framlegð af vörusölu jókst um 2,8 prósent á fjórðungnum sem skýrist einkum af hagstæðari þróun á heimsmarkaðsverði með olíu. Í afkomutilkynningu N1 kemur fram að selt magn af bensíni og gasolíu hafi aukist um 0,4 prósent á tímabilinu en á sama tíma jókst hins vegar umferð á þjóðvegum landsins um átta prósent á milli ára. Tæplega tíu prósenta samdráttur var í sölu á bensíni á fjórðungnum en sé litið til fyrstu níu mánaða ársins nemur sölusamdrátturinn 2,5 prósentum. Launa- og starfsmannakostnaður nam 1.109 milljónum og hækkaði um 7,4 prósent á milli ára sem skýrist einkum af samningsbundnum launahækkunum ásamt fjölgun stöðugilda. Þá hækkaði annar rekstrarkostnaður um 55 milljónir á fjórðungnum, eða 14 prósent, sem kemur til vegna kostnaðar við kaup N1 á Festi. Það sem af er ári nemur EBITDA hagnaður N1 samtals 2.699 milljónum króna borið saman við 2.950 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Hagnaður olíufélagsins var tæplega 1.630 milljónir og dregst saman um 14,4 prósent miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2016. Eigið fé N1 var 13.461 milljónir í lok þriðja fjórðungs og eiginfjárhlutfall félagsins 46,4 prósent. Fyrr í þessum mánuði var endanlega gengið frá kaupsamningi vegna kaupa N1 á öllu hlutafé Festar, næst stærsta smásölufélags landsins, sem rekur meðal annars verslanir undir merkjum Krónunnar og Elko. Samkvæmt samkomulaginu er heildarvirði Festar tæplega 38 milljarðar króna. Samkvæmt spá stjórnenda N1, eins og áður hefur komið fram, verður EBITDA félagsins á bilinu 3.500 til 3.600 milljónir árinu 2017 að undanskildum kostnaði við kaup á Festi. Áætluð EBITDA sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári, án kostnaðar N1 við kaup á Festi, er á bilinu 6.840 til 6.940 milljónir en ekki hefur verið tekið tillit til samlegðar í framangreindum tölum. Áætluð samlegðaráhrif af sameiningu N1 og Festi eru á bilinu 500 til 600 milljónir króna.
Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira