VÍS tapar 278 milljónum króna Hörður Ægisson skrifar 25. október 2017 16:19 Tap VÍS á þriðja fjórðungi skýrist af neikvæðri afkomu af fjárfestingarstarfsemi félagsins. vísir/anton brink Tryggingafélagið VÍS tapaði 278 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við hagnað upp á 354 milljónir á sama tímabili 2016. Það skýrist af neikvæðri afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins sem helgast einkum af óhagstæðri þróun á innlendum hlutabréfamörkuðum. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá VÍS en þar segir einnig að félagið hafi gjaldfært hjá sér 112 milljónir í kostnað vegna skipulagsbreytinga sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Fólust þær meðal annars í að framkvæmdastjórum var fækkað úr 6 í 4 og stjórnendum úr 33 í 26. Tekjur af iðgjöldum VÍS hækkuðu um tæplega 12 prósent á milli ára og námu samtals 5.350 milljónum á þriðja fjórðungi. Samsetta hlutfallið batnaði einnig á sama tíma og var 94,6 prósent borið saman við 97,2 prósent á sama tímabili fyrir ári. Sé litið til afkomu VÍS á fyrstu níu mánuðum ársins þá jókst hagnaður félagsins um liðlega 240 milljónir og var 829 milljónir. Hins vegar jókst að sama skapi tap af fjárfestingastarfsemi nokkuð á milli ára og var tæplega 500 milljónir á tímabilinu. Í tilkynningu er haft eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að þriðji fjórðungur félagsins hafi verið kaflaskiptur. „Við erum annars vegar að sjá áframhald á jákvæðri þróun í afkomu af vátryggingarekstri og samsett hlutfall upp á 95,1% það sem af er ári. Afkoman af fjárfestingastarfseminni er hins vegar óviðunandi, sem skýrist aðallega af óhagstæðri þróun á hlutabréfamarkaði. Nýlega réðumst við í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að leiðarljósi að einfalda okkar rekstur og gera okkur enn betur í stakk búin til að veita viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á. Við sjáum mikil tækifæri í stafrænum lausnum og endurspegla breytingar í skipuriti m.a. þær áherslur.“ Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira
Tryggingafélagið VÍS tapaði 278 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi samanborið við hagnað upp á 354 milljónir á sama tímabili 2016. Það skýrist af neikvæðri afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins sem helgast einkum af óhagstæðri þróun á innlendum hlutabréfamörkuðum. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá VÍS en þar segir einnig að félagið hafi gjaldfært hjá sér 112 milljónir í kostnað vegna skipulagsbreytinga sem tilkynnt var um í síðasta mánuði. Fólust þær meðal annars í að framkvæmdastjórum var fækkað úr 6 í 4 og stjórnendum úr 33 í 26. Tekjur af iðgjöldum VÍS hækkuðu um tæplega 12 prósent á milli ára og námu samtals 5.350 milljónum á þriðja fjórðungi. Samsetta hlutfallið batnaði einnig á sama tíma og var 94,6 prósent borið saman við 97,2 prósent á sama tímabili fyrir ári. Sé litið til afkomu VÍS á fyrstu níu mánuðum ársins þá jókst hagnaður félagsins um liðlega 240 milljónir og var 829 milljónir. Hins vegar jókst að sama skapi tap af fjárfestingastarfsemi nokkuð á milli ára og var tæplega 500 milljónir á tímabilinu. Í tilkynningu er haft eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að þriðji fjórðungur félagsins hafi verið kaflaskiptur. „Við erum annars vegar að sjá áframhald á jákvæðri þróun í afkomu af vátryggingarekstri og samsett hlutfall upp á 95,1% það sem af er ári. Afkoman af fjárfestingastarfseminni er hins vegar óviðunandi, sem skýrist aðallega af óhagstæðri þróun á hlutabréfamarkaði. Nýlega réðumst við í umfangsmiklar skipulagsbreytingar með það að leiðarljósi að einfalda okkar rekstur og gera okkur enn betur í stakk búin til að veita viðskiptavinum bestu þjónustu sem völ er á. Við sjáum mikil tækifæri í stafrænum lausnum og endurspegla breytingar í skipuriti m.a. þær áherslur.“
Mest lesið Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Viðskipti innlent Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Viðskipti innlent Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Viðskipti innlent Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Viðskipti innlent Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Viðskipti innlent Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Viðskipti erlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Jónas Már til Réttar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Sjá meira