Vinstri draumurinn við að breytast í martröð Jakob Bjarnar skrifar 25. október 2017 13:45 Eitt og annað og samanlagt bendir til þess að hægri stjórn muni taka við völdum, eftir djúpstæða stjórnarkreppu. Vinstri menn hafa verið kampakátir það sem af er kosningabaráttunnar. Þetta byggir á því að Vg hefur siglt seglum þöndum í flestum skoðanakönnunum það sem af er. Og Samfylkingin hefur verið að bæta verulega við sig frá í síðustu kosningum. Vinstri sinnaðir áhugamenn um kosningar hafa nánast hallað sér aftur í sætinu og föndrað að máta ýmsa möguleika í stöðunni að loknum kosningum sem snúa þá að hinni svokölluðu VSogP stjórn, Vg, Samfylkingar og Pírata; þá hugsanlega með þátttöku Framsóknar eða jafnvel Viðreisnar. Nú hins vegar eru þeir hinir sömu að vakna af værum draumi. Haninn á haugnum, sem er að vekja vinstri menn af þessum rósrauðu draumförum, er rifinn og tættur en fjallbrattur; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn. Fylgi sem er að mælast við hann er miklu hærra en nokkur hafði séð fyrir og samanlagt fylgi Miðflokksins og Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum er nánast hið sama og var þegar flokkurinn vann stórsigur í kosningum 2013 en þá hlaut flokkurinn 24,4 prósenta fylgi. Í kjölfarið var mynduð ríkisstjórn Sigmundar Davíðs – Framsókn og Sjálfstæðisflokkur með mikinn þingmeirihluta en hvor flokkur var með 19 menn á þingi.Kosningaspá Gunnars SmáraGleðin sem ríkt hefur í herbúðum vinstri manna er að snúast uppí kristaltæra skelfingu. Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður, sérfróður um skoðanakannanir, birti í gær kosningaspá sem hann byggir á könnunum MMR, og gerir þar ráð fyrir því að þróunin verði með með sama hætti og verið hefur að kjördegi. „Að hálfu leyti milli síðustu tveggja kannana og að hálfu leyti milli þeirrar nýjustu og þeirra sem gerð var fyrir tveimur vikum. Þessi aðferð gerir því ráð fyrir að hægfljótandi breytingar haldi áfram en líka skemmri gosin.“ Gunnar Smári segir að þessi spá, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, segi í það minnsta til um hvernig þróunin hefur verið í kosningabaráttunni síðustu undafarinn hálfan mánuð. Sjálfstæðisflokkur 25,5% (–3,5%) VG 20,0% (+4,1%) Miðflokkurinn 13,6% (+13,6%) Samfylkingin 12,0% (+6,3%) Framsókn 9,7% (–1,8%) Píratar 7,2% (–7,3%) Viðreisn 5,1% (–5,4%) Flokkur fólksins 3,6% (+0,1%) Björt framtíð 1,3% (–5,9%)Klassísk hægri stjórn í kortunumGunnar Smári heldur áfram og segir skiptir þingheimi upp milli flokka: Sjálfstæðisflokkur 18 (-3) VG 14 (+4) Miðflokkurinn 9 (+7) Samfylking 8 (+5) Framsókn 6 (0) Píratar 5 (-5) Viðreisn 3 (-4) Björt framtíð 0 (–4).Kolbeinn og Guðmundur Andri. Frambjóðendur á vinstri vængnum eru að verða áhyggjufullir.„Úr þessu kæmi tveggja flokka stjórn VG og Sjálfstæðisflokks með minnsta meirihluta, 32 þingmenn. Engin vinstristjórn nema ólíkleg fjögurra flokka stjórn VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar með 33 þingmenn. Líklegri væri klassísk hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar með 33 þingmenn, 36 þingmenn ef Viðreisn er kippt með. Vegna kosningasigurs Miðflokksins gæti Sigmundur Davíð krafist forsætis í hægri stjórn. Við erum kannski stödd inn í nýjum Davíðs tíma, Sigmundar Davíðsárunum sem ná frá 2013 til 2030,“ segir Gunnar Smári.Áhyggjufullir frambjóðendurLjóst er að í hans huga hefur draumurinn um sterka vinstri stjórn breyst í martröð. Það fer um hinn nýja frambjóðanda Samfylkingarinnar, Guðmund Andra Thorsson, sem skipar efsta sæti í Kraganum tjáir sig á Facebook. „Spekingar telja sig sjá hættu á Panamastjórn sem lækkar framlög til opinberrar þjónustu, hækkar skatta á almenning en lækkar þá á auðmenn, stendur fyrir skerðingum á ellilaunum en slær ryki í augu almennings með peningasjónhverfingum. Ískyggilegt.“ Kolbeini Óttarssyni Proppé, sem skiptar 2. sætið á lista Vg í Reykjavík suður, er brugðið og segir á sínum Facebook-vegg: „Já, þetta er nefnilega raunveruleg hætta.“Hver fer með Bjarna og Sigmundi í stjórn?Egill Helgason stjórnmálaskýrandi veltir því fyrir sér hvort hægri stjórn sé að skjóta upp kollinum? Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi fjölmiðla- og stjórnmálamaður er hins vegar handgenginn Sigmundi og honum líst ágætlega á þróun mála: „Hér kemur léttur samkvæmisleikur, sem mun gleðja stóran hluta þjóðarinnar og fara óstjórnlega í taugarnar á öðrum: Ef við gefum okkur að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni mynda ríkisstjórn að loknum kosningunum. Þá er spurningin: Með hvaða flokki til viðbótar?“ Vísir bar þessar vendingar og kenningar undir Eirík Bergmann prófessor og hann er efins þó hann sem stjórnmálafræðingur kunni vel að meta samkvæmisleikinn sem felst í því að rýna í skoðanakannanir. „Það er gaman að þessu. Og, það er alveg möguleiki að D, B, M og C nái meirihluta. En, ég sé ekki að Viðreisn fari með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í ríkisstjórn. Snertiflöturinn þar á milli er mér hulinn.“Galopnar kosningarÞannig að, þó sumir séu hreinlega farnir að máta Sigmund Davíð við forsætisráðherrastólinn, er sú niðurstaða ólíkleg í huga prófessorsins. „Já, ég sé ekki að hann muni hafa stöðu til þess. Augljósustu kostirnir og þeir einu sem mælast með umtalsvert fylgi eru Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.“En, þetta fylgi sem er að sýna sig í könnunum við Sigmund Davíð, kemur það þér á óvart?Eiríkur Bergmann skemmtir sér konunglega vegna samkvæmisleikja í aðdraganda kosninga, sem hann segir galopnar.„Nei, fylgið við Sigmund kemur ekki á óvart. Hann er öflugur stjórnmálamaður sem margir fylgja – bara ekki nógu margir til að líklegt sé að dugi í stól forsætisráðherra að þessu sinni. En auðvitað, svo allir fyrirvarar séu settir, þá er þetta heldur ekkert útilokað scenario - ekki frekar en svo margt annað. Þetta eru galopnar kosningar.“Hin gömlu kynni gleymast eiBaldur Þórhallsson prófessor og stjórnmálafræðingur segir það svo að samkvæmt nýjustu könnunum gæti alveg komið uppúr kjörkössunum meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og svo hugsanlega Flokks fólksins. Hann telur hins vegar að það gæti reynst erfiðleikum bundið að skrúfa saman slíka stjórn. „Einfaldlega vegna þess að við vitum hvað hefur á gengið og hvað formönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur veist erfitt að vinna með formanni Miðflokksins,“ segir Baldur og bendir á að stjórn Sigmundar Davíðs hafi sprungið í loft upp og forystumenn Framsóknarflokks töldu að Sigmundur þyrfti að víkja. Þau sár eru ekki gróin. Og Framsóknarflokkurinn klofnaði, nánast í gær. Baldur segir að Sigmundur Davíð hafi að einhverju leyti dæmst til útlegðar, af sjálfum sér og fyrrum samherjum. „En, maður veit ekki hvað gæti gerst eftir kannski margra vikna stjórnarkreppu. Ef til vill gætu þessi flokkar náð saman en ég tel mjög litlar líkur á því að Sigmundur myndi leiða þá ríkisstjórn. Bæði sé ég ekki að formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks myndu sætta sig við það; að fenginni reynslu af samstarfi við Sigmund myndu flokkarnir ekki vera fáanlegir til þess.“Ýmislegt gert fyrir völdinBaldur telur ljóst að innan raða Miðflokks hljóti að vera fólk sem er í talsambandi við bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Og ýmsir myndu vilja láta á slíkt reyna. „Þó Sigmundi hafi tekist vel að afla fylgis flækist hann fyrir þegar kemur að hugsanlegri stjórnarmyndun flokksins.“ Miðflokkurinn er, líkt og Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur, það sem við skilgreinum sem valdaflokkur. Þeir er leggja allt upp úr því að vera við stjórn og þeim líður ekki vel í stjórnarandstöðu. Menn sáu til að mynda það í því að Sigmundur Davíð taldi vart vert að mæta á þingið sem slíkur. Þetta hlýtur einfaldlega að þýða það að menn séu reiðubúnir að mála yfir gamlar væringar ef stjórnarseta er inni í myndinni.Kjörþokki Sigmundar DavíðsBaldur segir svo vera, en kemur honum það mikla fylgi sem mælist við Sigmund Davíð á óvart, þá í ljósi þess sem á undan er gengið?Baldur segir að fylgið við Sigmund Davíð eigi ekki að þurfa að koma á óvart.„Hann hafði alltaf mikinn stuðning í grasrót Framsóknarflokksins. Hann sýndi það í kosningabaráttunni 2013, hvernig hann höfðar til kjósenda með miklum loforðum og hann getur náð eyrum almennings. Og maður heyrir alveg í umræðunni að á sama tíma og almenningur ber lítið traust til stjórnmála, og þrátt fyrir allt sem á undan er gengið með Sigmund, heyrir maður samt þessa rödd að Sigmundur standi við það sem hann segist ætla að gera. Hann flýtur á því núna.“Hvað gerir Katrín?Þannig er eitt og annað sem bendir til þess að nokkuð sem flestir hefðu fyrirfram talið ekki svo mikið sem inni í myndinni fyrir nokkrum vikum – hægri stjórn – sé raunhæfur möguleiki. Þá hljóta augu að beinast að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vg. Í fréttaskýringu sem Vísir birti fyrir rúmum mánuði, en þá voru veikleikar flokkanna til umfjöllunar, taldi Eiríkur Bergmann að ríkisstjórnarfælni Vg gæti reynst þeim erfið. Þá var staðan sú að samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup vildi meirihluti aðspurðra sjá Vg í ríkisstjórn. „Vg hefur fengið fjöldann allan af tilboðum, nánast allan hringinn í íslensku flokkakerfinu um þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi. En, hafa einhvern veginn heykst á því. Ég held að þessi varfærni Vg hafi hjálpað þeim við fylgisöflun en það er ekki víst að ríkisstjórnarfælni veiti þeim endalaust sterka stöðu,“ segði Eiríkur.Katrín vill ekki í stjórn nema hún standi sterkum fótumBaldur segist hafa velt þessu fyrir sér. Hann telur þetta ekki að öllu leyti sanngjarnt upplegg að um ákvarðafælni sé að ræða. Með nokkrum einföldunum megi segja að málflutningur Katrínar hafi einkum snúist um tvennt: „Í fyrsta lagi að verja verulegum fjármunum í uppbyggingu velferðarkerfis á Íslandi; heilsu- og menntakerfis. Í öðru lagi hefur hún talað mjög skýrt fyrir sterkri og stöðugri stjórn. Hún vill ekki fara í stjórn sem er fallvölt. Með þannig stjórn muni hún ekki ná að koma sínum helstu stefnumálum til framkvæmda.“ Baldur segir þetta mjög skýrt af hálfu Katrínar. „Og ég hugsa að eftir síðustu kosningar hafi verið rétt mat að 5 flokka mið-vinstri stjórn hefði reynst alltof fallvölt. Við sjáum það á þeim ágreiningi sem hefur verið innan Pírata á síðustu mánuðum, þegar BF slítur stjórnarsamstarfinu, sjáum ágreininginn innan Framsókn, Sigmundur er búinn að kljúfa flokkinn.Þó mjög mæði á Katrínu Jakobsdóttur í kosningabaráttunni er eiginlega fyrirliggjandi að við taka ekki síður strangir tímar að kosningum loknum.visir/ernirKatrín er enginn nýgræðingur í pólitík. Hún áttaði sig á þessar stöðu eftir síðustu kosningar. Hún náði ekki því fram sem hún vildi í auknum útgjöldum til menna- og velferðarmála. Viðreisn og Framsókn voru ekki tilbúin að fallast á kröfur Vg í þeim efnum. Hver höndin hefði verið upp á móti annarri í slíkri ríkistjórn. Þessir flokkar gátu ekki einu sinni starfað vel saman í stjórnarandstöðu, Píratar og Framsóknarflokkurinn.“Djúp stjórnarkreppa í kortunumBaldur vill flokka þetta sem raunsæi fremur en fælni. Katrín hafi einfaldlega ekki náð sínu fram í því landslagi sem myndaðist eftir síðustu kosningar. „Hún vill ekki að það sama gerist fyrir Vg og Samfylkinguna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki 2007 til 2009. Hún gæti líka verið brennd af stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna þar sem átökin voru gríðarleg en einkum innan síns eigin þingflokks. Að ég tel og hún vill ekki mynda aftur svona stjórn þar sem óstöðugleiki ríkir. Þess vegna talar hún stöðugt um sterka ríkisstjórn.“ Nú blasir það við að sú staða er er að koma upp á nýjan leik. Sem svo eykur líkur á því að það verði mynduð hér hægri stjórn. Í ljósi sögunnar eru menn þar tilbúnir til að gefa meira eftir til að vera við völd. „Já, flest ber að sama brunni, þeim að við séum að stefna í djúpstæða stjórnarkreppu.“Ríkisstjórn Sigmundar DavíðsStjórnarkreppa eykur svo enn líkur á hægri stjórn. Sú varð raunin síðast og vísuðu menn þá til ábyrgðar sinnar sem stjórnmálamanna, að þeim bæri að mynda stjórn.Þó það sé ólíklegt er sá möguleiki vel fyrir hendi að næsti forsætisráðherra þjóðarinnar verði Sigmundur Davíð.visir/ernirVið ljúkum þessu hringsóli á að bjóða uppá stjórn þá sem Gunnar Smári sér fyrir sér. Bitur tónninn leynir sér vart: „Jæja, bara til að gleðja ykkur. Næsta ríkisstjórn, gjörið svo vel:Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra (hættir í pólitík eftir eitt ár, Halldór Benjamín Þorbergsson verður formaður Sjálfstæðisflokksins og mun innlima flóttakindur Viðreisnar úr samtökum atvinnulífsins, ráðherrana, aftur inn flokkinn, en Viðreisn mun leysast upp), Lilja Alfreðsdóttir fjármálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigríður Andersen innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir samgönguráðherra, Þorsteinn Víglundsson umhverfisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir félagsmálaráðherra, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir menntamálaráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson heilbrigðisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, iðnaðar- og ferðamálaráðherra (hættir eftir tvö ár, Lilja tekur við, sameinar Framsókn og Miðflokkinn og verður varaformaður Sigmundar). Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Vinstri menn hafa verið kampakátir það sem af er kosningabaráttunnar. Þetta byggir á því að Vg hefur siglt seglum þöndum í flestum skoðanakönnunum það sem af er. Og Samfylkingin hefur verið að bæta verulega við sig frá í síðustu kosningum. Vinstri sinnaðir áhugamenn um kosningar hafa nánast hallað sér aftur í sætinu og föndrað að máta ýmsa möguleika í stöðunni að loknum kosningum sem snúa þá að hinni svokölluðu VSogP stjórn, Vg, Samfylkingar og Pírata; þá hugsanlega með þátttöku Framsóknar eða jafnvel Viðreisnar. Nú hins vegar eru þeir hinir sömu að vakna af værum draumi. Haninn á haugnum, sem er að vekja vinstri menn af þessum rósrauðu draumförum, er rifinn og tættur en fjallbrattur; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn. Fylgi sem er að mælast við hann er miklu hærra en nokkur hafði séð fyrir og samanlagt fylgi Miðflokksins og Framsóknarflokksins í skoðanakönnunum er nánast hið sama og var þegar flokkurinn vann stórsigur í kosningum 2013 en þá hlaut flokkurinn 24,4 prósenta fylgi. Í kjölfarið var mynduð ríkisstjórn Sigmundar Davíðs – Framsókn og Sjálfstæðisflokkur með mikinn þingmeirihluta en hvor flokkur var með 19 menn á þingi.Kosningaspá Gunnars SmáraGleðin sem ríkt hefur í herbúðum vinstri manna er að snúast uppí kristaltæra skelfingu. Gunnar Smári Egilsson fjölmiðlamaður, sérfróður um skoðanakannanir, birti í gær kosningaspá sem hann byggir á könnunum MMR, og gerir þar ráð fyrir því að þróunin verði með með sama hætti og verið hefur að kjördegi. „Að hálfu leyti milli síðustu tveggja kannana og að hálfu leyti milli þeirrar nýjustu og þeirra sem gerð var fyrir tveimur vikum. Þessi aðferð gerir því ráð fyrir að hægfljótandi breytingar haldi áfram en líka skemmri gosin.“ Gunnar Smári segir að þessi spá, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, segi í það minnsta til um hvernig þróunin hefur verið í kosningabaráttunni síðustu undafarinn hálfan mánuð. Sjálfstæðisflokkur 25,5% (–3,5%) VG 20,0% (+4,1%) Miðflokkurinn 13,6% (+13,6%) Samfylkingin 12,0% (+6,3%) Framsókn 9,7% (–1,8%) Píratar 7,2% (–7,3%) Viðreisn 5,1% (–5,4%) Flokkur fólksins 3,6% (+0,1%) Björt framtíð 1,3% (–5,9%)Klassísk hægri stjórn í kortunumGunnar Smári heldur áfram og segir skiptir þingheimi upp milli flokka: Sjálfstæðisflokkur 18 (-3) VG 14 (+4) Miðflokkurinn 9 (+7) Samfylking 8 (+5) Framsókn 6 (0) Píratar 5 (-5) Viðreisn 3 (-4) Björt framtíð 0 (–4).Kolbeinn og Guðmundur Andri. Frambjóðendur á vinstri vængnum eru að verða áhyggjufullir.„Úr þessu kæmi tveggja flokka stjórn VG og Sjálfstæðisflokks með minnsta meirihluta, 32 þingmenn. Engin vinstristjórn nema ólíkleg fjögurra flokka stjórn VG, Samfylkingar, Pírata og Framsóknar með 33 þingmenn. Líklegri væri klassísk hægri stjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar með 33 þingmenn, 36 þingmenn ef Viðreisn er kippt með. Vegna kosningasigurs Miðflokksins gæti Sigmundur Davíð krafist forsætis í hægri stjórn. Við erum kannski stödd inn í nýjum Davíðs tíma, Sigmundar Davíðsárunum sem ná frá 2013 til 2030,“ segir Gunnar Smári.Áhyggjufullir frambjóðendurLjóst er að í hans huga hefur draumurinn um sterka vinstri stjórn breyst í martröð. Það fer um hinn nýja frambjóðanda Samfylkingarinnar, Guðmund Andra Thorsson, sem skipar efsta sæti í Kraganum tjáir sig á Facebook. „Spekingar telja sig sjá hættu á Panamastjórn sem lækkar framlög til opinberrar þjónustu, hækkar skatta á almenning en lækkar þá á auðmenn, stendur fyrir skerðingum á ellilaunum en slær ryki í augu almennings með peningasjónhverfingum. Ískyggilegt.“ Kolbeini Óttarssyni Proppé, sem skiptar 2. sætið á lista Vg í Reykjavík suður, er brugðið og segir á sínum Facebook-vegg: „Já, þetta er nefnilega raunveruleg hætta.“Hver fer með Bjarna og Sigmundi í stjórn?Egill Helgason stjórnmálaskýrandi veltir því fyrir sér hvort hægri stjórn sé að skjóta upp kollinum? Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi fjölmiðla- og stjórnmálamaður er hins vegar handgenginn Sigmundi og honum líst ágætlega á þróun mála: „Hér kemur léttur samkvæmisleikur, sem mun gleðja stóran hluta þjóðarinnar og fara óstjórnlega í taugarnar á öðrum: Ef við gefum okkur að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson muni mynda ríkisstjórn að loknum kosningunum. Þá er spurningin: Með hvaða flokki til viðbótar?“ Vísir bar þessar vendingar og kenningar undir Eirík Bergmann prófessor og hann er efins þó hann sem stjórnmálafræðingur kunni vel að meta samkvæmisleikinn sem felst í því að rýna í skoðanakannanir. „Það er gaman að þessu. Og, það er alveg möguleiki að D, B, M og C nái meirihluta. En, ég sé ekki að Viðreisn fari með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni í ríkisstjórn. Snertiflöturinn þar á milli er mér hulinn.“Galopnar kosningarÞannig að, þó sumir séu hreinlega farnir að máta Sigmund Davíð við forsætisráðherrastólinn, er sú niðurstaða ólíkleg í huga prófessorsins. „Já, ég sé ekki að hann muni hafa stöðu til þess. Augljósustu kostirnir og þeir einu sem mælast með umtalsvert fylgi eru Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.“En, þetta fylgi sem er að sýna sig í könnunum við Sigmund Davíð, kemur það þér á óvart?Eiríkur Bergmann skemmtir sér konunglega vegna samkvæmisleikja í aðdraganda kosninga, sem hann segir galopnar.„Nei, fylgið við Sigmund kemur ekki á óvart. Hann er öflugur stjórnmálamaður sem margir fylgja – bara ekki nógu margir til að líklegt sé að dugi í stól forsætisráðherra að þessu sinni. En auðvitað, svo allir fyrirvarar séu settir, þá er þetta heldur ekkert útilokað scenario - ekki frekar en svo margt annað. Þetta eru galopnar kosningar.“Hin gömlu kynni gleymast eiBaldur Þórhallsson prófessor og stjórnmálafræðingur segir það svo að samkvæmt nýjustu könnunum gæti alveg komið uppúr kjörkössunum meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks, Framsóknarflokks og svo hugsanlega Flokks fólksins. Hann telur hins vegar að það gæti reynst erfiðleikum bundið að skrúfa saman slíka stjórn. „Einfaldlega vegna þess að við vitum hvað hefur á gengið og hvað formönnum Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hefur veist erfitt að vinna með formanni Miðflokksins,“ segir Baldur og bendir á að stjórn Sigmundar Davíðs hafi sprungið í loft upp og forystumenn Framsóknarflokks töldu að Sigmundur þyrfti að víkja. Þau sár eru ekki gróin. Og Framsóknarflokkurinn klofnaði, nánast í gær. Baldur segir að Sigmundur Davíð hafi að einhverju leyti dæmst til útlegðar, af sjálfum sér og fyrrum samherjum. „En, maður veit ekki hvað gæti gerst eftir kannski margra vikna stjórnarkreppu. Ef til vill gætu þessi flokkar náð saman en ég tel mjög litlar líkur á því að Sigmundur myndi leiða þá ríkisstjórn. Bæði sé ég ekki að formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks myndu sætta sig við það; að fenginni reynslu af samstarfi við Sigmund myndu flokkarnir ekki vera fáanlegir til þess.“Ýmislegt gert fyrir völdinBaldur telur ljóst að innan raða Miðflokks hljóti að vera fólk sem er í talsambandi við bæði Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk. Og ýmsir myndu vilja láta á slíkt reyna. „Þó Sigmundi hafi tekist vel að afla fylgis flækist hann fyrir þegar kemur að hugsanlegri stjórnarmyndun flokksins.“ Miðflokkurinn er, líkt og Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkur, það sem við skilgreinum sem valdaflokkur. Þeir er leggja allt upp úr því að vera við stjórn og þeim líður ekki vel í stjórnarandstöðu. Menn sáu til að mynda það í því að Sigmundur Davíð taldi vart vert að mæta á þingið sem slíkur. Þetta hlýtur einfaldlega að þýða það að menn séu reiðubúnir að mála yfir gamlar væringar ef stjórnarseta er inni í myndinni.Kjörþokki Sigmundar DavíðsBaldur segir svo vera, en kemur honum það mikla fylgi sem mælist við Sigmund Davíð á óvart, þá í ljósi þess sem á undan er gengið?Baldur segir að fylgið við Sigmund Davíð eigi ekki að þurfa að koma á óvart.„Hann hafði alltaf mikinn stuðning í grasrót Framsóknarflokksins. Hann sýndi það í kosningabaráttunni 2013, hvernig hann höfðar til kjósenda með miklum loforðum og hann getur náð eyrum almennings. Og maður heyrir alveg í umræðunni að á sama tíma og almenningur ber lítið traust til stjórnmála, og þrátt fyrir allt sem á undan er gengið með Sigmund, heyrir maður samt þessa rödd að Sigmundur standi við það sem hann segist ætla að gera. Hann flýtur á því núna.“Hvað gerir Katrín?Þannig er eitt og annað sem bendir til þess að nokkuð sem flestir hefðu fyrirfram talið ekki svo mikið sem inni í myndinni fyrir nokkrum vikum – hægri stjórn – sé raunhæfur möguleiki. Þá hljóta augu að beinast að Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vg. Í fréttaskýringu sem Vísir birti fyrir rúmum mánuði, en þá voru veikleikar flokkanna til umfjöllunar, taldi Eiríkur Bergmann að ríkisstjórnarfælni Vg gæti reynst þeim erfið. Þá var staðan sú að samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup vildi meirihluti aðspurðra sjá Vg í ríkisstjórn. „Vg hefur fengið fjöldann allan af tilboðum, nánast allan hringinn í íslensku flokkakerfinu um þátttöku í ríkisstjórnarsamstarfi. En, hafa einhvern veginn heykst á því. Ég held að þessi varfærni Vg hafi hjálpað þeim við fylgisöflun en það er ekki víst að ríkisstjórnarfælni veiti þeim endalaust sterka stöðu,“ segði Eiríkur.Katrín vill ekki í stjórn nema hún standi sterkum fótumBaldur segist hafa velt þessu fyrir sér. Hann telur þetta ekki að öllu leyti sanngjarnt upplegg að um ákvarðafælni sé að ræða. Með nokkrum einföldunum megi segja að málflutningur Katrínar hafi einkum snúist um tvennt: „Í fyrsta lagi að verja verulegum fjármunum í uppbyggingu velferðarkerfis á Íslandi; heilsu- og menntakerfis. Í öðru lagi hefur hún talað mjög skýrt fyrir sterkri og stöðugri stjórn. Hún vill ekki fara í stjórn sem er fallvölt. Með þannig stjórn muni hún ekki ná að koma sínum helstu stefnumálum til framkvæmda.“ Baldur segir þetta mjög skýrt af hálfu Katrínar. „Og ég hugsa að eftir síðustu kosningar hafi verið rétt mat að 5 flokka mið-vinstri stjórn hefði reynst alltof fallvölt. Við sjáum það á þeim ágreiningi sem hefur verið innan Pírata á síðustu mánuðum, þegar BF slítur stjórnarsamstarfinu, sjáum ágreininginn innan Framsókn, Sigmundur er búinn að kljúfa flokkinn.Þó mjög mæði á Katrínu Jakobsdóttur í kosningabaráttunni er eiginlega fyrirliggjandi að við taka ekki síður strangir tímar að kosningum loknum.visir/ernirKatrín er enginn nýgræðingur í pólitík. Hún áttaði sig á þessar stöðu eftir síðustu kosningar. Hún náði ekki því fram sem hún vildi í auknum útgjöldum til menna- og velferðarmála. Viðreisn og Framsókn voru ekki tilbúin að fallast á kröfur Vg í þeim efnum. Hver höndin hefði verið upp á móti annarri í slíkri ríkistjórn. Þessir flokkar gátu ekki einu sinni starfað vel saman í stjórnarandstöðu, Píratar og Framsóknarflokkurinn.“Djúp stjórnarkreppa í kortunumBaldur vill flokka þetta sem raunsæi fremur en fælni. Katrín hafi einfaldlega ekki náð sínu fram í því landslagi sem myndaðist eftir síðustu kosningar. „Hún vill ekki að það sama gerist fyrir Vg og Samfylkinguna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki 2007 til 2009. Hún gæti líka verið brennd af stjórnarsamstarfi við Samfylkinguna þar sem átökin voru gríðarleg en einkum innan síns eigin þingflokks. Að ég tel og hún vill ekki mynda aftur svona stjórn þar sem óstöðugleiki ríkir. Þess vegna talar hún stöðugt um sterka ríkisstjórn.“ Nú blasir það við að sú staða er er að koma upp á nýjan leik. Sem svo eykur líkur á því að það verði mynduð hér hægri stjórn. Í ljósi sögunnar eru menn þar tilbúnir til að gefa meira eftir til að vera við völd. „Já, flest ber að sama brunni, þeim að við séum að stefna í djúpstæða stjórnarkreppu.“Ríkisstjórn Sigmundar DavíðsStjórnarkreppa eykur svo enn líkur á hægri stjórn. Sú varð raunin síðast og vísuðu menn þá til ábyrgðar sinnar sem stjórnmálamanna, að þeim bæri að mynda stjórn.Þó það sé ólíklegt er sá möguleiki vel fyrir hendi að næsti forsætisráðherra þjóðarinnar verði Sigmundur Davíð.visir/ernirVið ljúkum þessu hringsóli á að bjóða uppá stjórn þá sem Gunnar Smári sér fyrir sér. Bitur tónninn leynir sér vart: „Jæja, bara til að gleðja ykkur. Næsta ríkisstjórn, gjörið svo vel:Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis- og menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra (hættir í pólitík eftir eitt ár, Halldór Benjamín Þorbergsson verður formaður Sjálfstæðisflokksins og mun innlima flóttakindur Viðreisnar úr samtökum atvinnulífsins, ráðherrana, aftur inn flokkinn, en Viðreisn mun leysast upp), Lilja Alfreðsdóttir fjármálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigríður Andersen innanríkisráðherra, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir samgönguráðherra, Þorsteinn Víglundsson umhverfisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir félagsmálaráðherra, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir menntamálaráðherra, Gunnar Bragi Sveinsson heilbrigðisráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, iðnaðar- og ferðamálaráðherra (hættir eftir tvö ár, Lilja tekur við, sameinar Framsókn og Miðflokkinn og verður varaformaður Sigmundar).
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00