Ólafía Þórunn valin í Evrópuúrvalið í golfi fyrst Íslendinga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 11:53 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í íslenskri golfsögu en besti kylfingur þjóðarinnar hefur nú verið valin í Evrópuúrvalið í golfi. Ólafía Þórunn er ein af níu kylfingum frá Evrópu sem munu keppa í Drottningabikarnum (The Queens) í ár þar sem úrvalslið evrópskra kylfinga keppir við þrjú önnur úrvalslið kylfinga sem koma frá Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu. Keppnin fer fram hjá Miyoshi golfklúbbnum í Nagoya í Japan frá 1. til 3. desember næstkomandi. Siður-Kórea vann þessa keppni í fyrra en Japan vann þegar hún fór fram í fyrsta sinn árið 2015. Evrópska liðið hefur endaði í þriðja sæti bæði árin. Keppnin er með svipuðu fyrirkomulagi og Ryderbikarinn. Í Drottningabikarnum er keppt í átta fjórleikjum fyrsta daginn og í níu tvímenningum annan daginn. Tvö bestu liðin spila til úrslita á þriðja deginum en hin tvö keppa um þriðja sætið.Delighted to announce the LET team for The Queens presented by Kowa staged at Miyoshi CC, Dec 1 - 3. Full release: https://t.co/Tx1wgPgNPhpic.twitter.com/O1iRocqLs3 — Ladies European Tour (@LETgolf) October 25, 2017 Fyrirliði Evrópúrvalsins er Gwladys Nocera frá Frakklandi en auk hennar og Ólafíu eru í liðinu þær Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson og Holly Clyburn frá Englandi, Joanna Klatten frá Frakklandi og Carly Booth frá Skotlandi. Þetta er mikill heiður fyrir okkar konu sem hefur verið að skrifa nýja kafla í íslenska golfsögu undanfarna mánuði. Engin annar íslenskur kylfingur hefur komist í svona úrvalslið áður. Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir heldur áfram að brjóta blað í íslenskri golfsögu en besti kylfingur þjóðarinnar hefur nú verið valin í Evrópuúrvalið í golfi. Ólafía Þórunn er ein af níu kylfingum frá Evrópu sem munu keppa í Drottningabikarnum (The Queens) í ár þar sem úrvalslið evrópskra kylfinga keppir við þrjú önnur úrvalslið kylfinga sem koma frá Japan, Suður-Kóreu og Ástralíu. Keppnin fer fram hjá Miyoshi golfklúbbnum í Nagoya í Japan frá 1. til 3. desember næstkomandi. Siður-Kórea vann þessa keppni í fyrra en Japan vann þegar hún fór fram í fyrsta sinn árið 2015. Evrópska liðið hefur endaði í þriðja sæti bæði árin. Keppnin er með svipuðu fyrirkomulagi og Ryderbikarinn. Í Drottningabikarnum er keppt í átta fjórleikjum fyrsta daginn og í níu tvímenningum annan daginn. Tvö bestu liðin spila til úrslita á þriðja deginum en hin tvö keppa um þriðja sætið.Delighted to announce the LET team for The Queens presented by Kowa staged at Miyoshi CC, Dec 1 - 3. Full release: https://t.co/Tx1wgPgNPhpic.twitter.com/O1iRocqLs3 — Ladies European Tour (@LETgolf) October 25, 2017 Fyrirliði Evrópúrvalsins er Gwladys Nocera frá Frakklandi en auk hennar og Ólafíu eru í liðinu þær Melissa Reid, Florentyna Parker, Annabel Dimmock, Felicity Johnson og Holly Clyburn frá Englandi, Joanna Klatten frá Frakklandi og Carly Booth frá Skotlandi. Þetta er mikill heiður fyrir okkar konu sem hefur verið að skrifa nýja kafla í íslenska golfsögu undanfarna mánuði. Engin annar íslenskur kylfingur hefur komist í svona úrvalslið áður.
Golf Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira