Körfubolti

Finnski nýliðinn fékk hrós frá hetjunni sinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lauri Markkanen skoraði 19 stig í tapinu fyrir Cleveland Cavaliers í nótt.
Lauri Markkanen skoraði 19 stig í tapinu fyrir Cleveland Cavaliers í nótt. vísir/getty
Lauri Markkanen fékk hrós frá hetjunni sinni, LeBron James, eftir leik Chicago Bulls og Cleveland Cavaliers í nótt. Cleveland vann leikinn 119-112.

Markkanen var sjóðheitur í fyrri hálfleik og skoraði þá 17 af 19 stigum sínum. Finnski nýliðinn tók einnig átta fráköst í leiknum og hitti úr sjö af 12 skotum sínum, þar af fimm af átta fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann varð einnig fyrsti nýliðinn í sögu NBA til að skora 10 þriggja stiga körfur í fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni.

„Ég horfði oft á hann þegar hann var í Arizona háskólanum. Hann er með mikið sjálfstraust og hitti vel. Hann verður bara betri. Það besta er að hann fær tækifæri. Hann er góður leikmaður,“ sagði James um Markkanen. Sá fyrrnefndi átti afar góðan leik í nótt og var með 34 stig og 13 stoðsendingar.

Markkanen, sem gerði Íslendingum lífið leitt á EM í körfubolta, hefur byrjað sitt fyrsta tímabil í NBA vel.

Finninn er með 16,3 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í fyrstu þremur leikjum Chicago í vetur. Þá er Markkanen með 45,5% nýtingu í þriggja stiga skotum.

Þrátt fyrir góða byrjun hjá Markkanen hefur það ekki dugað Chicago til að vinna leik. Liðið hefur tapað öllum þremur leikjum sínum og það stefnir í erfiðan vetur í Chicago.

NBA

Tengdar fréttir

Körfuboltaprinsar Íslands, Slóveníu og Finnlands

Ísland á eftir tvo leiki á EM í Helsinki og í þeim leikjum fá Íslendingar að kynnast líklegum framtíðarstjörnum í NBA-deildinni. Fréttablaðið fékk Finn Frey Stefánsson til að segja frá þeim og bera saman við Tryggva Snæ Hlinason.

NBA: LeBron James blómstraði í stöðu leikstjórnanda í nótt | Myndbönd

LeBron James fékk að vera leikstjórnandi síns liðs í nótt þegar Cleveland Cavaliers vann Chicago Bulls í NBA-deildinni í körfubolta. Boston Celtics er aðeins að rétta úr kútnum eftir töp í fyrstu tveimur leikjunum og Los Angeles Clippers hefur unnið fyrstu þrjú leiki tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×