Gylfi hvorki reykir né drekkur og er hin fullkomna fyrirmynd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson og Birkir Bjarnason fagna marki á EM í Frakklandi sumarið 2016. Vísir/EPA Það er áfram mikill áhugi á að fjalla um íslenska knattspyrnuævintýrið ekki síst þar sem íslensku strákarnir fylgdu því eftir að komast í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Áhugsamir blaðamenn eru flestir að reyna að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð geti náð svona árangri í stærstu liðsíþrótt í heimi. Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusamband Íslands, er í viðtali hjá vefsíðunni thesefootballtimes.co þar sem hann fer um víðan völl.Iceland and the journey to Russia 2018: an inside perspective with the nation's Technical Director, Arnar Bill. https://t.co/o3rH78LRntpic.twitter.com/p3OwonWhXt — These Football Times (@thesefootytimes) October 24, 2017 Arnar Bill ræðir meðal annars áhrifin af því að hafa týpu eins og Gylfa Þór Sigurðsson sem stærstu stjörnuna í íslenska landsliðinu. „Hann er afar mikilvægur. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hafa komist á hæsta stigið. Hann er án vafa fyrirmynd fyrir aðra leikmenn í liðinu. Hann hleypur mest allra og setur gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ segir Arnar Bill og bætir við: „Hann hvorki reykir né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir alla. Hann er líka kurteis. Það heyrist kannski meira í fyrirliðanum okkar Aroni Einari Gunnarssyni en það má segja að það séu fimm til sex fyrirliðar inn á vellinum í þessu liði. Þetta er það sterk liðsheild,“ segir Arnar Bill. Arnar Bill ber líka saman starfsmannafjöldann hjá KSÍ við þann hjá öðrum samböndum í Evrópu. KSÍ er með sautján starfsmenn í fullu starfi en þeir eru sem dæmi 60 hjá knattspyrnusambandi Möltu. Arnar Bill ræðir einnig áhrifin frá Lars Lagerback. „Lars var frábær. Hann var engin einræðisherra. Hann bar allt undir Heimir. Þeir voru saman í þessu. Það er svo gaman að við héldum áfram að vinna leiki eftir EM. Lars hefur alltaf litið á aðstoðarmenn sína sem jafningja og Heimir var engin undantekning,“ sagði Arnar Bill í viðtalinu. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira
Það er áfram mikill áhugi á að fjalla um íslenska knattspyrnuævintýrið ekki síst þar sem íslensku strákarnir fylgdu því eftir að komast í átta liða úrslitin á EM í Frakklandi með því að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn. Áhugsamir blaðamenn eru flestir að reyna að komast að því hvernig 330 þúsund manna þjóð geti náð svona árangri í stærstu liðsíþrótt í heimi. Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri Knattspyrnusamband Íslands, er í viðtali hjá vefsíðunni thesefootballtimes.co þar sem hann fer um víðan völl.Iceland and the journey to Russia 2018: an inside perspective with the nation's Technical Director, Arnar Bill. https://t.co/o3rH78LRntpic.twitter.com/p3OwonWhXt — These Football Times (@thesefootytimes) October 24, 2017 Arnar Bill ræðir meðal annars áhrifin af því að hafa týpu eins og Gylfa Þór Sigurðsson sem stærstu stjörnuna í íslenska landsliðinu. „Hann er afar mikilvægur. Hann er einn af fáum leikmönnum sem hafa komist á hæsta stigið. Hann er án vafa fyrirmynd fyrir aðra leikmenn í liðinu. Hann hleypur mest allra og setur gott fordæmi fyrir yngri leikmenn,“ segir Arnar Bill og bætir við: „Hann hvorki reykir né drekkur og er frábær fyrirmynd fyrir alla. Hann er líka kurteis. Það heyrist kannski meira í fyrirliðanum okkar Aroni Einari Gunnarssyni en það má segja að það séu fimm til sex fyrirliðar inn á vellinum í þessu liði. Þetta er það sterk liðsheild,“ segir Arnar Bill. Arnar Bill ber líka saman starfsmannafjöldann hjá KSÍ við þann hjá öðrum samböndum í Evrópu. KSÍ er með sautján starfsmenn í fullu starfi en þeir eru sem dæmi 60 hjá knattspyrnusambandi Möltu. Arnar Bill ræðir einnig áhrifin frá Lars Lagerback. „Lars var frábær. Hann var engin einræðisherra. Hann bar allt undir Heimir. Þeir voru saman í þessu. Það er svo gaman að við héldum áfram að vinna leiki eftir EM. Lars hefur alltaf litið á aðstoðarmenn sína sem jafningja og Heimir var engin undantekning,“ sagði Arnar Bill í viðtalinu. Það má lesa allt viðtalið með því að smella hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi Sjá meira