Nýjar forsendur hjá peningastefnunefnd Seðlabankans? Stefán Helgi Jónsson og Skúli Hrafn Harðarson skrifar 25. október 2017 07:00 Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% á fundi sínum þann 4. október síðastliðinn. Óhætt er að segja að ákvörðun bankans hafi komið markaðsaðilum verulega óvart. Allir greiningaraðilar á markaði spáðu óbreyttum stýrivöxtum fyrir fundinn þar sem rök þeirra voru meðal annars að raunvextir hefðu lækkað á milli funda sem og að ríkisstjórnarslitin hefðu aukið óvissu um aðhald ríkisfjármála á næstunni. Að okkar mati eru þónokkur tíðindi í fundargerð Seðlabankans sem birt var þann 18. október síðastliðinn og ber þar helst að nefna nýtt mat peningastefnunefndar á þeim raunvöxtum sem þarf til að halda verðbólgu við markmið. Fram kemur í fundargerðinni að hagvöxtur verði áfram töluvert mikill en aðlögun að sjálfbærum hagvexti virðist að mati nefndarinnar vera hraðari en áður var talið. Þetta stöðumat nefndarinnar er áhugvert í ljósi síðustu vaxtalækkunar. Hér er með öðrum orðum verið að segja að spennan verði áfram mikil en muni lækka eitthvað á næstu misserum í átt að jafnvægi. Hagkerfið er því að keyra umfram framleiðslugetu sem þýðir að öðru óbreyttu að raunvextir ættu að vera hærri samanborið við hagkerfi í jafnvægi. Mikið hefur verið rætt og ritað um jafnvægisraunvexti á Íslandi. Seðlabankinn er með 3% jafnvægisraunvexti í sinni efnahagspá en ljóst má vera á aðgerðum peningastefnunefndar að hún er ekki á sama máli. Fyrir vaxtalækkunina í október voru raunvextir bankans miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar 2,1% og höfðu lækkað frá því í ágúst þegar þeir voru 2,3%. Í júní voru samsvarandi vextir 2,7% og hafa því lækkað um tæplega 1% á nokkrum mánuðum.En hvað hefur breyst á þessum nokkrum mánuðum? Tölur Hagstofunnar um hagvöxt á fyrri hluta ársins voru birtar í september. Niðurstaðan var 4,3% vöxtur en Seðlabankinn hafði spáð í ágúst að hagvöxtur yrði 5,6% á fyrri hluta ársins. Munar þar mestu um framlag utanríkisviðskipta en þjóðarútgjöld voru í góðu samræmi við spána eða 5,2% í stað 5,4%. Spennan í hagkerfinu er því enn mikil og vel umfram framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma litið. Peningastefnunefnd er þó á sama tíma að lækka raunvexti niður fyrir 2% og í því felast mikil tíðindi. Álykta mætti út frá síðustu vaxtalækkun að jafnvægisraunvextir séu nær 1% að teknu tilliti til framleiðsluspennunnar í hagkerfinu. Það verður því mjög fróðlegt að sjá næstu spá Seðlabankans varðandi hagvöxt og mat hans á framleiðsluspennu sem birt verður samfara næstu vaxtaákvörðun þann 15. nóvember næstkomandi. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Hrafn Harðarson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% á fundi sínum þann 4. október síðastliðinn. Óhætt er að segja að ákvörðun bankans hafi komið markaðsaðilum verulega óvart. Allir greiningaraðilar á markaði spáðu óbreyttum stýrivöxtum fyrir fundinn þar sem rök þeirra voru meðal annars að raunvextir hefðu lækkað á milli funda sem og að ríkisstjórnarslitin hefðu aukið óvissu um aðhald ríkisfjármála á næstunni. Að okkar mati eru þónokkur tíðindi í fundargerð Seðlabankans sem birt var þann 18. október síðastliðinn og ber þar helst að nefna nýtt mat peningastefnunefndar á þeim raunvöxtum sem þarf til að halda verðbólgu við markmið. Fram kemur í fundargerðinni að hagvöxtur verði áfram töluvert mikill en aðlögun að sjálfbærum hagvexti virðist að mati nefndarinnar vera hraðari en áður var talið. Þetta stöðumat nefndarinnar er áhugvert í ljósi síðustu vaxtalækkunar. Hér er með öðrum orðum verið að segja að spennan verði áfram mikil en muni lækka eitthvað á næstu misserum í átt að jafnvægi. Hagkerfið er því að keyra umfram framleiðslugetu sem þýðir að öðru óbreyttu að raunvextir ættu að vera hærri samanborið við hagkerfi í jafnvægi. Mikið hefur verið rætt og ritað um jafnvægisraunvexti á Íslandi. Seðlabankinn er með 3% jafnvægisraunvexti í sinni efnahagspá en ljóst má vera á aðgerðum peningastefnunefndar að hún er ekki á sama máli. Fyrir vaxtalækkunina í október voru raunvextir bankans miðað við meðaltal mismunandi mælikvarða á verðbólgu og verðbólguvæntingar 2,1% og höfðu lækkað frá því í ágúst þegar þeir voru 2,3%. Í júní voru samsvarandi vextir 2,7% og hafa því lækkað um tæplega 1% á nokkrum mánuðum.En hvað hefur breyst á þessum nokkrum mánuðum? Tölur Hagstofunnar um hagvöxt á fyrri hluta ársins voru birtar í september. Niðurstaðan var 4,3% vöxtur en Seðlabankinn hafði spáð í ágúst að hagvöxtur yrði 5,6% á fyrri hluta ársins. Munar þar mestu um framlag utanríkisviðskipta en þjóðarútgjöld voru í góðu samræmi við spána eða 5,2% í stað 5,4%. Spennan í hagkerfinu er því enn mikil og vel umfram framleiðslugetu hagkerfisins til lengri tíma litið. Peningastefnunefnd er þó á sama tíma að lækka raunvexti niður fyrir 2% og í því felast mikil tíðindi. Álykta mætti út frá síðustu vaxtalækkun að jafnvægisraunvextir séu nær 1% að teknu tilliti til framleiðsluspennunnar í hagkerfinu. Það verður því mjög fróðlegt að sjá næstu spá Seðlabankans varðandi hagvöxt og mat hans á framleiðsluspennu sem birt verður samfara næstu vaxtaákvörðun þann 15. nóvember næstkomandi. Höfundar eru sjóðstjórar hjá Júpiter rekstrarfélagi.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun