Vestmannaeyjabær tekur við ferjusiglingum milli lands og Eyja næsta sumar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. október 2017 18:30 Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri ferjusiglinga milli lands og Eyja þegar nýr Herjólfur verður tekinn í gagnið í júní á næsta ári. Samningur þess efnis verður undirritaður á næstu dögum. Þá verða samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum efldar í vetur með tíðari ferðum ferjunnar Baldurs um Breiðafjörð og fjölgun flugferða til Bíldudals vegna tafa á lagningu vegar um Teigsskóg. Vestmannaeyjabær hefur um langa hríð gagnrýnt rekstur Herjólfs vegna siglinga milli lands og Eyja, en Eimskip sjá um reksturinn með samningi við Vegagerðina. Sá samningur rennur út þegar nýr Herjólfur verður tekinn í notkun á næsta ári. Íbúar í Vestmannaeyjum hafa löngum þurft að taka á sig niðurfellingu ferða vegna veðurs eða bilanna og býst bæjarstjórinn við enn frekari frátöfum í vetur en til stóð að Herjólfur færi í stóra viðgerð í nóvember sem hefur verið frestað þar sem varahlutir stóðust ekki gæðakröfur. „Óöryggi í samgöngum er eitthvað sem er verulega skaðlegt og þetta er bara svipað fyrir Vestmannaeyjabæ eins og ef Grindvíkingar myndu búa við það að Grindavíkurvegur gæti farið í sundur á hvaða stundu sem er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Elliði segir að bent hafi verið á að bæta þurfi flugsamgöngur milli lands og Eyja en samgönguráðherra segir ekki þörf á því. Nýlega hafi flugfélagið Ernir fjölgað ferðum sínum til Eyja.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm„Það er reiknað með óbreyttri stöðu varðandi Herjólf, þannig að það er ekki verið að skerða samgöngur með nokkrum hætti til Eyja og í raun ber að fagna þessum auknu flugsamgöngum,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Nýr Herjólfur mun taka við ferjusiglingum milli lands og Eyja í júní á næsta ári og gerir Samgönguráðherra ráð fyrir miklum breytingum á þjónustunni. „Hitt sem svo við erum að skoða núna í þeim möguleika að klára samninginn við Vestmannaeyjabæ um að bærinn taki að sér rekstur þessarar nýju ferju,“ segir Jón.Er það frágengið? „Það er núna bara í loka vinnslu, búið að vera unnið að því síðustu vikur,“ segir Jón. Það þýðir að Eimskip sem nú sér um reksturinn og Vegagerðin koma ekki að ferjusiglingum milli lands og Eyja. „Þá er reiknað með því að bærinn verði ábyrgur fyrir þessum rekstri og fái það framlag sem hefur fylgt þessu frá ríkissjóði í gegnum Vegagerðina,“ segir Jón.Hvenær búist þið við að klára þennan samning? „Eins og ég segi, hann er bara í lokafrágangi og það þarf að vanda hér til og ég veit að menn ætluðu að funda í dag,“ segir Jón. Ráðherra segir að samgöngur annars staðar á landinu verði efldar á næstu dögum og vikum. Teknar verða upp flugsamgöngur til Sauðárkróks með aðkomu ríkisins í desember og er það tilraunaverkefni til sex mánaða og þá verður ferðum Baldurs um Breiðafjörð og flugferðum til Bíldudals fjölgað. Er þetta gert vegna tafa á lagningu vegar um Teigskóg. „Á Vestfjörðum sunnanverðum er ástandið auðvitað hvað verst í samgöngum á landinu og algjörlega óboðlegt vegakerfi. Við höfum, eins og fram hefur komið, verið í miklu stappi varðandi vegalagningu um Teigskóg og það sér ekki fyrir endann á því,“ segir Jón. Teigsskógur Tengdar fréttir Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu. 16. október 2017 06:00 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Eimskip harmar óréttlátar ásakanir: Viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. 22. október 2017 15:02 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Vestmannaeyjabær mun taka við rekstri ferjusiglinga milli lands og Eyja þegar nýr Herjólfur verður tekinn í gagnið í júní á næsta ári. Samningur þess efnis verður undirritaður á næstu dögum. Þá verða samgöngur á sunnanverðum Vestfjörðum efldar í vetur með tíðari ferðum ferjunnar Baldurs um Breiðafjörð og fjölgun flugferða til Bíldudals vegna tafa á lagningu vegar um Teigsskóg. Vestmannaeyjabær hefur um langa hríð gagnrýnt rekstur Herjólfs vegna siglinga milli lands og Eyja, en Eimskip sjá um reksturinn með samningi við Vegagerðina. Sá samningur rennur út þegar nýr Herjólfur verður tekinn í notkun á næsta ári. Íbúar í Vestmannaeyjum hafa löngum þurft að taka á sig niðurfellingu ferða vegna veðurs eða bilanna og býst bæjarstjórinn við enn frekari frátöfum í vetur en til stóð að Herjólfur færi í stóra viðgerð í nóvember sem hefur verið frestað þar sem varahlutir stóðust ekki gæðakröfur. „Óöryggi í samgöngum er eitthvað sem er verulega skaðlegt og þetta er bara svipað fyrir Vestmannaeyjabæ eins og ef Grindvíkingar myndu búa við það að Grindavíkurvegur gæti farið í sundur á hvaða stundu sem er,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Elliði segir að bent hafi verið á að bæta þurfi flugsamgöngur milli lands og Eyja en samgönguráðherra segir ekki þörf á því. Nýlega hafi flugfélagið Ernir fjölgað ferðum sínum til Eyja.Jón Gunnarsson samgönguráðherra.Vísir/Vilhelm„Það er reiknað með óbreyttri stöðu varðandi Herjólf, þannig að það er ekki verið að skerða samgöngur með nokkrum hætti til Eyja og í raun ber að fagna þessum auknu flugsamgöngum,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Nýr Herjólfur mun taka við ferjusiglingum milli lands og Eyja í júní á næsta ári og gerir Samgönguráðherra ráð fyrir miklum breytingum á þjónustunni. „Hitt sem svo við erum að skoða núna í þeim möguleika að klára samninginn við Vestmannaeyjabæ um að bærinn taki að sér rekstur þessarar nýju ferju,“ segir Jón.Er það frágengið? „Það er núna bara í loka vinnslu, búið að vera unnið að því síðustu vikur,“ segir Jón. Það þýðir að Eimskip sem nú sér um reksturinn og Vegagerðin koma ekki að ferjusiglingum milli lands og Eyja. „Þá er reiknað með því að bærinn verði ábyrgur fyrir þessum rekstri og fái það framlag sem hefur fylgt þessu frá ríkissjóði í gegnum Vegagerðina,“ segir Jón.Hvenær búist þið við að klára þennan samning? „Eins og ég segi, hann er bara í lokafrágangi og það þarf að vanda hér til og ég veit að menn ætluðu að funda í dag,“ segir Jón. Ráðherra segir að samgöngur annars staðar á landinu verði efldar á næstu dögum og vikum. Teknar verða upp flugsamgöngur til Sauðárkróks með aðkomu ríkisins í desember og er það tilraunaverkefni til sex mánaða og þá verður ferðum Baldurs um Breiðafjörð og flugferðum til Bíldudals fjölgað. Er þetta gert vegna tafa á lagningu vegar um Teigskóg. „Á Vestfjörðum sunnanverðum er ástandið auðvitað hvað verst í samgöngum á landinu og algjörlega óboðlegt vegakerfi. Við höfum, eins og fram hefur komið, verið í miklu stappi varðandi vegalagningu um Teigskóg og það sér ekki fyrir endann á því,“ segir Jón.
Teigsskógur Tengdar fréttir Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu. 16. október 2017 06:00 Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30 Eimskip harmar óréttlátar ásakanir: Viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. 22. október 2017 15:02 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
Ráðherra fái drög að samningi í vikunni Samningaviðræður milli Vestmannaeyjabæjar og ríkis um rekstur Herjólfs standa enn yfir. Bærinn undirbýr sig með hjálp Bonafide lögmanna og Analytica. Bæjarstjórinn segist ekki ætla að taka rekstrarlega áhættu. 16. október 2017 06:00
Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Elliði Vignisson er mjög ósáttur við upplýsingagjöfina í kringum viðgerð á Herjólfi og segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur skipsins. 22. september 2017 12:30
Eimskip harmar óréttlátar ásakanir: Viðgerð á Herjólfi fari fram í janúar Eimskip, rekstraraðili Herjólfs, harmar að skuldinni skuli alfarið vera skellt á fyrirtækið í fjölmiðlaumfjöllun um tafir á viðgerð skipsins. 22. október 2017 15:02