Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2017 18:30 Kjartan Gunnarsson á verönd Franska kaffihússins, sem þau Sigríður Snævarr eiga á Rauðasandi. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Það er óskiljanlegt að Teigsskógur skuli ekki hafa verið tekinn eignarnámi fyrir löngu. Þetta segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi undanfarin átján ár kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. Vegurinn niður á Rauðasand þykir sumum hrikalegur og það kom mörgum á óvart þegar þau Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr keyptu jörð í þessari afskekktu sveit vestur á fjörðum og enn frekar þegar þau stofnuðu þar kaffihús. Þegar spurt er um Teigsskóg stendur ekki á svari. „Ég bara vil fylgja tillögum Vegagerðarinnar,“ segir Kjartan. „Mér finnst það eiginlega óskiljanlegt, miðað við það hvað ég hef sjálfur kynnst, - ég átti land einu sinni nálægt Reykjavík, - það var alveg hiklaust tekið eignarnámi. Það var ekkert verið neitt að velta því fyrir sér að gera það. Og ég hef aldrei skilið það hvernig í ósköpunum stendur á því, - þó að ég sé nú hlynntur einkaeignarétti og réttindum einstaklinganna að öllu leyti, - að það sé látið standa svona hressilega í veginum fyrir eðlilegum og sjálfsögðum samgöngubótum, - mál sem ég tel að hefði átt að leysa fyrir löngu síðan, annaðhvort með eignarnámi eða bara samningum við landeigendur,“ segir Kjartan. Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi. Saurbæjarkirkja í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kjartan og Sigríður dvelja mest á sumrin á Rauðasandi með 10 ára syni sínum, Kjartani Gunnsteini, en þau skreppa einnig á vetrum. Spurð hvort Kjartan sé bóndi í sér, fari í vinnugallann og moki skít, svarar Sigríður: „Já, hann er það. Og framkvæmdamaður.“ Fjallað var um mannlíf og náttúru á Rauðasandi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar var einnig fjallað um sendiherraferil Sigríðar en hún var fyrsta íslenska konan til að gegna embætti sendiherra.Feðgarnir Kjartan og Kjartan Gunnsteinn að leik í sveitinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá ræddu þau Kjartan og Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, um þau vináttubönd sem þau hafa bundist í gegnum baráttu við krabbamein, en þau glíma bæði við mergæxli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Tengdar fréttir Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Það er óskiljanlegt að Teigsskógur skuli ekki hafa verið tekinn eignarnámi fyrir löngu. Þetta segir Kjartan Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi undanfarin átján ár kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. Vegurinn niður á Rauðasand þykir sumum hrikalegur og það kom mörgum á óvart þegar þau Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr keyptu jörð í þessari afskekktu sveit vestur á fjörðum og enn frekar þegar þau stofnuðu þar kaffihús. Þegar spurt er um Teigsskóg stendur ekki á svari. „Ég bara vil fylgja tillögum Vegagerðarinnar,“ segir Kjartan. „Mér finnst það eiginlega óskiljanlegt, miðað við það hvað ég hef sjálfur kynnst, - ég átti land einu sinni nálægt Reykjavík, - það var alveg hiklaust tekið eignarnámi. Það var ekkert verið neitt að velta því fyrir sér að gera það. Og ég hef aldrei skilið það hvernig í ósköpunum stendur á því, - þó að ég sé nú hlynntur einkaeignarétti og réttindum einstaklinganna að öllu leyti, - að það sé látið standa svona hressilega í veginum fyrir eðlilegum og sjálfsögðum samgöngubótum, - mál sem ég tel að hefði átt að leysa fyrir löngu síðan, annaðhvort með eignarnámi eða bara samningum við landeigendur,“ segir Kjartan. Kjartan Gunnarsson og Sigríður Snævarr á höfuðbólinu Saurbæ á Rauðasandi. Saurbæjarkirkja í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þau Kjartan og Sigríður dvelja mest á sumrin á Rauðasandi með 10 ára syni sínum, Kjartani Gunnsteini, en þau skreppa einnig á vetrum. Spurð hvort Kjartan sé bóndi í sér, fari í vinnugallann og moki skít, svarar Sigríður: „Já, hann er það. Og framkvæmdamaður.“ Fjallað var um mannlíf og náttúru á Rauðasandi í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Þar var einnig fjallað um sendiherraferil Sigríðar en hún var fyrsta íslenska konan til að gegna embætti sendiherra.Feðgarnir Kjartan og Kjartan Gunnsteinn að leik í sveitinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þá ræddu þau Kjartan og Kristín Einarsdóttir, fyrrverandi þingkona Kvennalistans, um þau vináttubönd sem þau hafa bundist í gegnum baráttu við krabbamein, en þau glíma bæði við mergæxli. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Tengdar fréttir Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en veg um Teigsskóg. 14. júní 2017 21:45
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08