Körfubolti

Nýliði í NBA að reyna að breyta stuttbuxnatískunni í deild þeirra bestu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
OG Anunoby í leik með Toronto Raptors.
OG Anunoby í leik með Toronto Raptors. Vísir/Getty
Stuttbuxnatískan í NBA-deildinni hefur verið óbreytt síðustu árin enda allir leikmenn deildarinn að spila í víðum og síðum stuttbuxum. Á sama tíma hafa menn gert grín af stuttu og þröngu buxunum á árum áður.

Leikmenn eins og John Stockton hafa mátt þola mikið háðsglósum fyrir sínar þröngu og stuttu buxur og það bjóst enginn við að NBA-leikmennirnir myndu feta þá slóð aftur.

Nú er hinsvegar nýliðinn OG Anunoby mættur í NBA-deildina og hann er ekki bara að vekja athygli fyrir frammistöðu sína inn á gólfinu.

Hann var með 9 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar á 17 mínútum í sínum fyrsta leik fyrir Toronto Raptors og liðið vann þessar 17 mínútur með 26 stigum. Ekki slæmt fyrir 20 ára strák sem sést troða hér fyrir neðan eftir flotta hreyfingu.



Það voru aftur á móti buxurnar hans sem stálu senunni. Eftir leikinn kepptist fólk við það að birta myndir af þröngu buxunum hans OG Anunoby á samfélagsmiðlunum.









OG Anunoby heitir fullu nafni Ogugua „OG" Anunoby Jr. og er af enskum og nígerískum ættum. Hann fæddist í London í júlí 1997. Hann spilar sem lítill framherji og er 203 sentímetra á hæð. Toronto Raptors tók hann númer 23 í nýliðavalinu síðasta sumar.

„Mér er alveg sama þótt að hann spili í bikiní á meðan hann spilar á fullu,“ sagði Dwane Casey, þjálfari Toronto Raptors um stuttu og þröngu buxurnar hans OG Anunoby.

OG Anunoby er ekki bara að taka upp á þessu núna í NBA-deildinni því hann spilaði líka í þröngum stuttbuxum í      Indiana-háskólanum þar sem hann lék frá 2015 til 2017.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×