Íslendingar unnu til sex verðlauna á Norður-Evrópumótinu (NEM) sem fór fram í Þórshöfn í Færeyjum um helgina.
Íslenska kvennaliðið vann silfur í liðakeppninni. Íslensku stelpurnar fengu samtals 146,432 í einkunn, 0,968 minna en sigurvegararnir frá Noregi. Íslenska karlaliðið lenti í 5. sæti og var ekki langt frá því að komast á verðlaunapall.
„Við stelpurnar stefndum á gullið svo þetta er smá sárt. En á sama tíma er frábært að enda með silfur. Við vorum með mjög gott lið í ár,“ sagði Dominiqua Alma Belányi, sem var hluti af silfurliði Íslands, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún kvaðst ekki nógu sátt með dómgæsluna í liðakeppninni.
„Satt að segja hefði ég viljað fá sömu dómgæslu og Noregur fékk í síðasta hollinu. Það var smá meðbyr með norsku stelpunum og þær rétt skutust fram úr okkur á síðasta áhaldi,“ sagði Dominiqua.
Irina Sazonova fékk silfur í fjölþraut en hún fékk 49,666 í einkunn. Thelma Aðalsteinsdóttir og Agnes Suto-Tuuha komu líka heim með silfur. Thelma varð önnur í keppni á tvíslá og Agnes lenti í 2. sæti í keppni á slá.
Eyþór Baldursson vann til bronsverðlauna í stökki og Valgard Reinhardsson náði einnig í brons á svifrá.
„Ég er ótrúlega ánægð. Það er frábært að ná silfri í liðakeppninni og flottur árangur hjá Irinu að enda í 2. sæti í fjölþrautinni. Við náðum árangri á öllum sviðum,“ sagði Dominiqua ánægð.
Hefðum viljað fá sömu dómgæslu
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



Lærðu að fagna eins og verðandi feður
Íslenski boltinn

„Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“
Íslenski boltinn

Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi
Íslenski boltinn

KA búið að landa fyrirliða Lyngby
Íslenski boltinn

Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum
Íslenski boltinn

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof
Fótbolti


Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur
Enski boltinn