Kosningu í Flatey lokið með 100% kjörsókn Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Starfsmenn Sýslumannsins á Vestfjörðum hafa þrisvar sinnum sett upp kjördeild í Flatey á Breiðafirði fyrir kosningar. vísir/anton brink Kjördeild í Flatey á Breiðafirði hefur verið lokað fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar verða næstkomandi laugardag. Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum fór þangað á fimmtudaginn var og setti upp kjördeild í Bryggjubúðinni í eynni. Sex voru á kjörskrá að þessu sinni og var kjörsókn 100 prósent. Er þetta í þriðja skiptið sem Sýslumaðurinn á Vestfjörðum setur upp kjördeild í eynni fyrir kosningar og hefur mælst afar vel fyrir hjá íbúum eyjarinnar að geta kosið í heimabyggð. Utanumhald kosninga í Flatey á Breiðafirði heyrir undir Sýslumanninn á Vestfjörðum og því nokkuð langt ferðalag fyrir fulltrúa sýslumanns frá Patreksfirði til Flateyjar. „Við lögðum af stað frá Patreksfirði rúmlega níu á fimmtudagsmorgun og keyrðum alla leið í Stykkishólm. Þaðan fórum við með Baldri út í Flatey,“ segir Bergrún Halldórsdóttir, starfsmaður Sýslumannsins á Patreksfirði. „Þegar við komum svo inn í Bryggjubúð með kjörgögn var búið að stilla upp kjörstað og íbúar voru fljótir að kjósa,“ segir Bergrún. „Þetta er auðvitað löng vegalengd fyrir okkur og því var frábært að áhöfnin á Baldri beið eftir því að kjósendur kláruðu að kjósa svo við gætum farið með bátnum áleiðis á Brjánslæk,“ segir Bergrún. Hafa ber í huga að Sýslumaðurinn á Vesturlandi er einmitt til húsa í Stykkishólmi. Um aldamótin 1900 bjuggu á fjórða hundrað íbúa í eynni og eru heimildir til um íbúa þar frá landnámi. Nú búa aðeins tvær fjölskyldur í Flatey að staðaldri. Bergrún segir þetta vera einn af föstu liðunum í kosningum, að keyra um umdæmið og setja upp kjördeildir áður en að eiginlegum kjördegi kemur. „Nú erum við búin með Flatey og við höldum svo ferðalaginu áfram á morgun. Þá liggur leiðin í Reykhóla þar sem við munum setja upp kjördeild fyrir íbúa þar,“ bætir Bergrún við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Kjördeild í Flatey á Breiðafirði hefur verið lokað fyrir alþingiskosningarnar sem haldnar verða næstkomandi laugardag. Fulltrúi Sýslumannsins á Vestfjörðum fór þangað á fimmtudaginn var og setti upp kjördeild í Bryggjubúðinni í eynni. Sex voru á kjörskrá að þessu sinni og var kjörsókn 100 prósent. Er þetta í þriðja skiptið sem Sýslumaðurinn á Vestfjörðum setur upp kjördeild í eynni fyrir kosningar og hefur mælst afar vel fyrir hjá íbúum eyjarinnar að geta kosið í heimabyggð. Utanumhald kosninga í Flatey á Breiðafirði heyrir undir Sýslumanninn á Vestfjörðum og því nokkuð langt ferðalag fyrir fulltrúa sýslumanns frá Patreksfirði til Flateyjar. „Við lögðum af stað frá Patreksfirði rúmlega níu á fimmtudagsmorgun og keyrðum alla leið í Stykkishólm. Þaðan fórum við með Baldri út í Flatey,“ segir Bergrún Halldórsdóttir, starfsmaður Sýslumannsins á Patreksfirði. „Þegar við komum svo inn í Bryggjubúð með kjörgögn var búið að stilla upp kjörstað og íbúar voru fljótir að kjósa,“ segir Bergrún. „Þetta er auðvitað löng vegalengd fyrir okkur og því var frábært að áhöfnin á Baldri beið eftir því að kjósendur kláruðu að kjósa svo við gætum farið með bátnum áleiðis á Brjánslæk,“ segir Bergrún. Hafa ber í huga að Sýslumaðurinn á Vesturlandi er einmitt til húsa í Stykkishólmi. Um aldamótin 1900 bjuggu á fjórða hundrað íbúa í eynni og eru heimildir til um íbúa þar frá landnámi. Nú búa aðeins tvær fjölskyldur í Flatey að staðaldri. Bergrún segir þetta vera einn af föstu liðunum í kosningum, að keyra um umdæmið og setja upp kjördeildir áður en að eiginlegum kjördegi kemur. „Nú erum við búin með Flatey og við höldum svo ferðalaginu áfram á morgun. Þá liggur leiðin í Reykhóla þar sem við munum setja upp kjördeild fyrir íbúa þar,“ bætir Bergrún við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira