Spyrja hvers vegna Weinstein en ekki Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2017 22:00 Donald Trump er forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við svipuðum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þetta segja nokkrar af þeim ellefu konum sem stigu fram á sínum tíma í ítarlegri umfjöllun Washington Post. Eru þær fyrst og fremst hissa á því að Donald Trump hafi að mestu leytið sloppið og orðið forseti Bandaríkjanna, á meðan Weinstein hafi verið útskúfað úr Hollywood og fyrirtæki hans rambi á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum. „Það er erfitt að sætta sig við það að Harwey Weinstein hafi verið tekinn niður á meðan Trump heldur bara áfram að vera Teflon Don,“ segir Jessica Leeds sem segir að Donald Trump hafi áreitt sitt kynferðislega fyrir 30 árum. „Það gerir mig brjálaða að hann sé forseti,“ segir Melinda McGillivray, sem steig fram fyrir ári síðan og sagði Trump hafa káfað á sér er hún var 23 ára. Hér að neðan má sjá hluta af viðtali Washington Post við Jessicu Leeds. Trump tók til varna, Weinstein ekki Eftir að fjölmargar konur stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu Weinstein, eins frægasta kvikmyndaframleiðenda Hollywood, hafa konur víða um heim stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Konurnar sem stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni af hálfu Trump gerðu það í október á síðasta ári, nokkrum vikum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar. Ólíkt Weinstein tókst Trump þó að standa af sér ásakanirnar, jafnvel þótt að myndband frá árinu 2005 var birt þar sem heyra má Trump stæra sig af þeirri hegðun sem konurnar sökuðu hann um. Trump var snöggur í varnarstellingar, ólíkt Weinstein, og sagði að konurnar væru „hræðilegir lygarar“. Aðspurður um ásakanirnar í kappræðum hans við Hillary Clinton þvertók hann fyrir að hafa sýnt af sér slíka hegðun. Ásakanirnar höfðu ekki afgerandi áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og stóð Trump uppi sem sigurvegari. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi.Vísir/Getty Ekki með sömu vigt og frægar leikkonur Konurnar, sem eru ánægðar með viðbrögð samfélagsins við ásökununumá hendur Weinstein, velta því fyrir sér af hverju viðbrögðin voru svo mismunandi. „Margar þeirra eru leikkonur sem við þekkjum vel,“ segir Cathy Heller, sem sakaði Trump um að hafa kysst sig án samþykkis árið 1997 um í hverju munurinn lægi. „Þegar einhver frægur kemur með svona ásökun er meiri vigt á bak við það en þegar það er einhver sem hann hitti í Mar-a-Lago eða þátttakandi í fegurðarsamkeppni,“ segir Heller. „Við sjáum samt til með Trump, það er aldrei of seint,“ bætir hún við að lokum. Donald Trump MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Konurnar sem sökuðu Donald Trump um kynferðislega áreitni í aðdraganda forsetakosninga Bandaríkjanna síðasta haust eru margar hverjar hissa á því hversu hart samfélagið hefur brugðist við svipuðum ásökunum á hendur kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. Þetta segja nokkrar af þeim ellefu konum sem stigu fram á sínum tíma í ítarlegri umfjöllun Washington Post. Eru þær fyrst og fremst hissa á því að Donald Trump hafi að mestu leytið sloppið og orðið forseti Bandaríkjanna, á meðan Weinstein hafi verið útskúfað úr Hollywood og fyrirtæki hans rambi á barmi gjaldþrots, þrátt fyrir að þeir hafi báðir verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölmörgum konum. „Það er erfitt að sætta sig við það að Harwey Weinstein hafi verið tekinn niður á meðan Trump heldur bara áfram að vera Teflon Don,“ segir Jessica Leeds sem segir að Donald Trump hafi áreitt sitt kynferðislega fyrir 30 árum. „Það gerir mig brjálaða að hann sé forseti,“ segir Melinda McGillivray, sem steig fram fyrir ári síðan og sagði Trump hafa káfað á sér er hún var 23 ára. Hér að neðan má sjá hluta af viðtali Washington Post við Jessicu Leeds. Trump tók til varna, Weinstein ekki Eftir að fjölmargar konur stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu Weinstein, eins frægasta kvikmyndaframleiðenda Hollywood, hafa konur víða um heim stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ Konurnar sem stigu fram og greindu frá kynferðislegri áreitni af hálfu Trump gerðu það í október á síðasta ári, nokkrum vikum áður en forsetakosningarnar í Bandaríkjunum voru haldnar. Ólíkt Weinstein tókst Trump þó að standa af sér ásakanirnar, jafnvel þótt að myndband frá árinu 2005 var birt þar sem heyra má Trump stæra sig af þeirri hegðun sem konurnar sökuðu hann um. Trump var snöggur í varnarstellingar, ólíkt Weinstein, og sagði að konurnar væru „hræðilegir lygarar“. Aðspurður um ásakanirnar í kappræðum hans við Hillary Clinton þvertók hann fyrir að hafa sýnt af sér slíka hegðun. Ásakanirnar höfðu ekki afgerandi áhrif á úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum og stóð Trump uppi sem sigurvegari. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað Harvey Weinstein um kynferðislega áreitni og ofbeldi.Vísir/Getty Ekki með sömu vigt og frægar leikkonur Konurnar, sem eru ánægðar með viðbrögð samfélagsins við ásökununumá hendur Weinstein, velta því fyrir sér af hverju viðbrögðin voru svo mismunandi. „Margar þeirra eru leikkonur sem við þekkjum vel,“ segir Cathy Heller, sem sakaði Trump um að hafa kysst sig án samþykkis árið 1997 um í hverju munurinn lægi. „Þegar einhver frægur kemur með svona ásökun er meiri vigt á bak við það en þegar það er einhver sem hann hitti í Mar-a-Lago eða þátttakandi í fegurðarsamkeppni,“ segir Heller. „Við sjáum samt til með Trump, það er aldrei of seint,“ bætir hún við að lokum.
Donald Trump MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45 Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40 Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04 Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Verst geymda leyndarmál Hollywood í áratugi Harvey Weinstein hefur verið einn valdamesti maðurinn í Hollywood í áratugi. Hann hefur nú verið rekinn frá framleiðslufyrirtæki sínu og er á leið í meðferð við kynlífsfíkn. 12. október 2017 12:45
Konur saka Trump um kynferðisbrot Hneykslismálin sem dunið hafa á forsetaframbjóðandanum Donald Trump virðast engan enda ætla að taka. 13. október 2016 07:40
Myllumerkið Me Too tekur yfir samfélagsmiðla: „Sannast enn og aftur hversu stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er“ Fjölmargar konur, íslenskar og erlendar, hafa síðasta sólarhringinn stigið fram og sagt frá kynferðislegu áreiti sem þær hafa orðið fyrir í gegnum tíðina undir myllumerkinu #MeToo, eða „Ég líka.“ 16. október 2017 13:04
Rose McGowan segir Weinstein hafa nauðgað sér Leikkonan vandar forstjóra Amazon ekki kveðjurnar og segir fyrirtæki hans hafa reynt að þagga málið niður. 13. október 2017 06:32