„Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2017 14:45 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra var gestur í Sprengisandi í morgun. vísir/eyþór „Fyrir mína parta, finnst mér áherslurnar til vinstri að vera mjög að skerpa sig og sé það að það er lítill sem enginn munur á Samfylkingu og Vinstri grænum, fylgið er svolítið að fara frá Vinstri grænum yfir á Samfylkingu. Ég sé engan mun til dæmis á skattatillögum þeirra eða neitt slíkt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þorgerður segir að forgangsmál Viðreisnar í þessum kosningum sé krónan og að þetta sé að ná til fólksins í landinu.Krónan búin að vera dýrt spaug „Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar.“ Hún segist ekki vera í neinni vinsældarkosningu, það þurfi einfaldlega að fara að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn fyrir því að halda í krónuna er að halda einhverjar gildishlaðnar þjóðernisræður á 17. júní um mikilvægi krónunnar þá dugar það almenningi skammt. Krónan er búin að vera okkur dýrt spaug.“ Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag sagði Þorsteinn Víglundsson á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun: „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og vaxtastigi náð verulega niður. Kerfisbreytingar sem stuðli að stöðugleika „Við verðum að gera eitthvað annað en að benda á vandann og garga, við verðum að fara að ráðast að rótum hans,“ segir Þorgerður. Aðspurð um það hvað þessar kosningar í ár snúist um svaraði hún: „Stóra málið er í rauninni að tala fyrir kerfisbreytingum sem stuðla að stöðugleika. Við erum að tala um krónuna fyrst og fremst, það skiptir lykilmáli fyrir fjölskyldur í landinu að við segjum skilið við þessa óstöðugu mynt sem að veldur þessu háa vaxtarstigi. Við eigum að gera allt til þess að hjálpa fjölskyldum í landinu og fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum, að komast út úr þessu umhverfi.“ Nefndi hún einnig gagnsæi, heiðarleika og trúverðugleika í öllu sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. „Við eigum ekki að hætta , við eigum ekki að segja bara stopp núna. Það er stór kerfisbreyting falin í því að taka upp evru eða að festa gengi krónunnar við aðra mynt.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis á dögunum.Vísir/Ernir„Fyrst áður en að menn fara að tala um að taka upp evruna þá verða menn að fara í aðildarumsókn, menn verða að segja þjóðinni hvað það þýðir og hver sjávarútvegsstefnan á Íslandi verður og hvernig þetta spilast allt út,“ segir Lilja Alfreðsdóttir formaður Framsóknarflokksins sem einnig var gestur í þættinum. Hún segir mikilvægt að skýra vel fyrir þjóðinni áhrifin áður en henni er lofað evrunni. Að hennar mati munu þessar kosningar snúast um samvinnu og heilindi. „Hvaða einstaklingar veljast inn á þing sem geta unnið með öðrum, geta klárað flókin viðfangsefni sem skipta okkur öll máli.“Viðtalið við Þorgerði Katrínu og Lilju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
„Fyrir mína parta, finnst mér áherslurnar til vinstri að vera mjög að skerpa sig og sé það að það er lítill sem enginn munur á Samfylkingu og Vinstri grænum, fylgið er svolítið að fara frá Vinstri grænum yfir á Samfylkingu. Ég sé engan mun til dæmis á skattatillögum þeirra eða neitt slíkt,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar í viðtali í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Þorgerður segir að forgangsmál Viðreisnar í þessum kosningum sé krónan og að þetta sé að ná til fólksins í landinu.Krónan búin að vera dýrt spaug „Fólk er orðið ótrúlega langþreytt á þessum óstöðugleika á gengi krónunnar.“ Hún segist ekki vera í neinni vinsældarkosningu, það þurfi einfaldlega að fara að ráðast að rótum vandans. „Ef tilgangurinn fyrir því að halda í krónuna er að halda einhverjar gildishlaðnar þjóðernisræður á 17. júní um mikilvægi krónunnar þá dugar það almenningi skammt. Krónan er búin að vera okkur dýrt spaug.“ Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag sagði Þorsteinn Víglundsson á blaðamannafundi Viðreisnar í morgun: „Stærsta málið fyrir heimilin í landinu er hvernig við getum lækkað framfærslukostnað heimilanna, það eru vextir og matvælaverð sem þar standa upp úr í samræmi við nágrannalönd okkar,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Flokkurinn vill því að gengi krónunnar verði fest og vaxtastigi náð verulega niður. Kerfisbreytingar sem stuðli að stöðugleika „Við verðum að gera eitthvað annað en að benda á vandann og garga, við verðum að fara að ráðast að rótum hans,“ segir Þorgerður. Aðspurð um það hvað þessar kosningar í ár snúist um svaraði hún: „Stóra málið er í rauninni að tala fyrir kerfisbreytingum sem stuðla að stöðugleika. Við erum að tala um krónuna fyrst og fremst, það skiptir lykilmáli fyrir fjölskyldur í landinu að við segjum skilið við þessa óstöðugu mynt sem að veldur þessu háa vaxtarstigi. Við eigum að gera allt til þess að hjálpa fjölskyldum í landinu og fyrirtækjum, ekki síst litlum og meðalstórum, að komast út úr þessu umhverfi.“ Nefndi hún einnig gagnsæi, heiðarleika og trúverðugleika í öllu sem þau ætla að taka sér fyrir hendur. „Við eigum ekki að hætta , við eigum ekki að segja bara stopp núna. Það er stór kerfisbreyting falin í því að taka upp evru eða að festa gengi krónunnar við aðra mynt.“Lilja Dögg Alfreðsdóttir var gestur Kosningaspjalls Vísis á dögunum.Vísir/Ernir„Fyrst áður en að menn fara að tala um að taka upp evruna þá verða menn að fara í aðildarumsókn, menn verða að segja þjóðinni hvað það þýðir og hver sjávarútvegsstefnan á Íslandi verður og hvernig þetta spilast allt út,“ segir Lilja Alfreðsdóttir formaður Framsóknarflokksins sem einnig var gestur í þættinum. Hún segir mikilvægt að skýra vel fyrir þjóðinni áhrifin áður en henni er lofað evrunni. Að hennar mati munu þessar kosningar snúast um samvinnu og heilindi. „Hvaða einstaklingar veljast inn á þing sem geta unnið með öðrum, geta klárað flókin viðfangsefni sem skipta okkur öll máli.“Viðtalið við Þorgerði Katrínu og Lilju má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Sjá meira
Bjóða kjósendum að reikna út hvað krónan kostar þá Viðreisn gerði grein fyrir helstu áherslum sínum fyrir komandi Alþingiskosningar á blaðamannafundi í dag. 22. október 2017 11:42