Þorgerður Katrín tók við formennsku í Viðreisn í liðinni viku. Hér er hún með Pawel Bartoszek og Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmönnum flokksins, og Þorsteini Víglundssyni félagsmálaráðherra flokksins.Vísir/eyþór
Viðreisn boðaði til blaðamannafundar í kosningamiðstöð sinni klukkan 11 í dag undir yfirskriftinni „Sýnum á spilin.“ Á fundinum munu oddvitar Viðreisnar reifa áherslur flokksins, rekja áhrif á ríkisfjármál og greina frá hvernig mæta beri þeim kostnaði sem af hlýst.
Horfa má á fundin í beinni útsendingu í spilaranum hér fyrir neðan: