„Fjórflokkurinn er endanlega dauður“ Anton Egilsson skrifar 21. október 2017 14:58 Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum. Andrés var gestur Höskuldar Kára Schram í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en þar voru komandi kosningar og staða flokkanna helst til umræðu. Gestir þáttarins voru auk Andrésar þau Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Jón Kaldal fjölmiðlamaður og Jón Ólafsson formaður Gagnsæis um spillingu á Íslandi. Meðal annars var spáð í spilin um hverjum Guðni myndi veita umboð til stjórnarmyndunar ef niðurstaða kosninganna væri nokkurn veginn á þann veg sem nýjustu skoðanakannanir segja til um. Þar mælast Vinstri Grænir stærsti flokkur landsins með 27 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla með 22 prósenta fylgi. „Við erum að horfa á allt öðruvísi tíma og það alveg rök til þess fyrir Guðna sérstaklega ef það kemur fram í samtölum hans sem hann mun alltaf eiga í kjölfar kosningaúrslitanna við flokksformennnina að þeir fleiri tali um að þeir vilji fyrst mynda stjórn frá vinstri til hægri að hann veiti Katrínu einfaldlega umboðið jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhverjum prósentum stærri. Mér finnst hann allavega vel geta rökstutt það,” sagði Andrés. Hann segir jafnframt að það geti spilað inn í hvernig flokkarnir vinni úr kosninganóttinni. „Þá hvernig menn túlka úrslitin, hvernig menn taka símtölin strax um nóttina sín á milli. Þetta getur svolítið ráðið úrslitum um hvernig atburðarrásin verður.” Þá segir hann allt pólítískt landslag hafa breyst töluvert þar sem fjórflokkurinn sé fjórklofinn. „Fjórflokkurinn er endanlega dauður, hann er fjórklofinn. Það eru allir flokkar innan fjórflokksins að mínu viti klofnir. Það er kannski helst hægt að deila um það hvort að Píratar séu klofningur út frá Vinstri Grænum, ég lít allavega svo á að hluta til.”Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Andrés Jónsson, almannatengill, segir það vel geta gerst að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, muni veita Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri Grænna, umboð til stjórnarmyndunar jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn fái meira fylgi í komandi Alþingiskosningum. Andrés var gestur Höskuldar Kára Schram í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2 í dag en þar voru komandi kosningar og staða flokkanna helst til umræðu. Gestir þáttarins voru auk Andrésar þau Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur, Jón Kaldal fjölmiðlamaður og Jón Ólafsson formaður Gagnsæis um spillingu á Íslandi. Meðal annars var spáð í spilin um hverjum Guðni myndi veita umboð til stjórnarmyndunar ef niðurstaða kosninganna væri nokkurn veginn á þann veg sem nýjustu skoðanakannanir segja til um. Þar mælast Vinstri Grænir stærsti flokkur landsins með 27 prósent en Sjálfstæðisflokkurinn fylgir fast á hæla með 22 prósenta fylgi. „Við erum að horfa á allt öðruvísi tíma og það alveg rök til þess fyrir Guðna sérstaklega ef það kemur fram í samtölum hans sem hann mun alltaf eiga í kjölfar kosningaúrslitanna við flokksformennnina að þeir fleiri tali um að þeir vilji fyrst mynda stjórn frá vinstri til hægri að hann veiti Katrínu einfaldlega umboðið jafnvel þó að Sjálfstæðisflokkurinn sé einhverjum prósentum stærri. Mér finnst hann allavega vel geta rökstutt það,” sagði Andrés. Hann segir jafnframt að það geti spilað inn í hvernig flokkarnir vinni úr kosninganóttinni. „Þá hvernig menn túlka úrslitin, hvernig menn taka símtölin strax um nóttina sín á milli. Þetta getur svolítið ráðið úrslitum um hvernig atburðarrásin verður.” Þá segir hann allt pólítískt landslag hafa breyst töluvert þar sem fjórflokkurinn sé fjórklofinn. „Fjórflokkurinn er endanlega dauður, hann er fjórklofinn. Það eru allir flokkar innan fjórflokksins að mínu viti klofnir. Það er kannski helst hægt að deila um það hvort að Píratar séu klofningur út frá Vinstri Grænum, ég lít allavega svo á að hluta til.”Horfa má á Víglínuna í heild sinni í myndspilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira