Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2017 19:38 Þýska flugfélagið Air Berlin getur flogið áfram til Íslands þótt ein af þotum félagsins hafi verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna vangoldinna gjalda. Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. Isavia kyrrsetti Airbus 320 flugvél Air Berlin sem kom frá Dusseldorf í gærkvöldi vegna vangoldinna gjalda á Keflavíkurflugvelli. En gjöldin skiptast í lendingargjald, farþegagjald, stæðisgjald, flugverndargjald og fleira. Upplýsingafulltrúi Isavia segir fyrirtækið ekki hafa séð fram á að Air Berlin ætlaði að greiða skuldina. „Og þá notuðum við þessa 136. grein loftferðalaga um heimild til að kyrrsetja flugvél þangað til greiðsla hefur verið tryggð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gæti hins vegar reynst erfitt þar sem félagið fór í greiðslustöðvun hinn 15. ágúst síðast liðinn en skuldin við Isavia varð til fyrir þann tíma. Air Berlin á sér langa sögu eða allt aftur til 1978 en upp úr aldamótum varð það annað stærsta flugfélag Þýskalands. Talsmaður flugfélagsins segir í viðtali við Reuters að kyrrsetningin sé ólögmæt og óviðunandi. En Guðni segir íslensk lög algerlega skýr hvað þetta varðar. Um háar upphæðir sé að ræða. „Þetta er innifalið í flugmiðanum þegar fólk kaupir sér flugmiða. Það er gott að taka það fram. Farþegar eru búnir að greiða fyrir þessi gjöld í rauninni.“ Air Berlin flaug átta sinnum mill Berlínar, fjórum sinnum milli Dusselforf og þrisvar milli til Munchen og Keflavíkur í sumar. Í fyrra vetur flaug félagið síðan tvisvar í viku til Berlínar og Dusseldorf. Farþegar sem komu með flugvélinni frá Dusseldorf og kyrrsett var í Keflavík í gærkvöldi komust allir nema þrír með flugvél félagsins til Berlínar síðar um kvöldið. „Við höfum ítrekað það við Air Berlin að við munum ekki aðhafast neitt varðandi flug þeirra að frátalinni þessari tilteknu flugvél. Þannig að þeir geta haldið flugáætlun sinni óhræddir áfram.“Þannig að þessi flugvél dugar fyrir reikningnum? „Já svo sannarlega.“ Air Berlin er ekki að safna nýjum skuldum við Isavia og hefur þurft að staðgreiða öll gjöld til Isavía frá 15 ágúst þegar það fór í greiðslustöðvun, en Guðni segir flugvélinni verða haldið þar til gengið hafi verið frá greiðslu skuldarinnar. Flugfélagið hefur hins vegar lýst yfir að það muni hætta alfarið starfsemi eftir um viku, eða hinn 28. október. Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Þýska flugfélagið Air Berlin getur flogið áfram til Íslands þótt ein af þotum félagsins hafi verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna vangoldinna gjalda. Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. Isavia kyrrsetti Airbus 320 flugvél Air Berlin sem kom frá Dusseldorf í gærkvöldi vegna vangoldinna gjalda á Keflavíkurflugvelli. En gjöldin skiptast í lendingargjald, farþegagjald, stæðisgjald, flugverndargjald og fleira. Upplýsingafulltrúi Isavia segir fyrirtækið ekki hafa séð fram á að Air Berlin ætlaði að greiða skuldina. „Og þá notuðum við þessa 136. grein loftferðalaga um heimild til að kyrrsetja flugvél þangað til greiðsla hefur verið tryggð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gæti hins vegar reynst erfitt þar sem félagið fór í greiðslustöðvun hinn 15. ágúst síðast liðinn en skuldin við Isavia varð til fyrir þann tíma. Air Berlin á sér langa sögu eða allt aftur til 1978 en upp úr aldamótum varð það annað stærsta flugfélag Þýskalands. Talsmaður flugfélagsins segir í viðtali við Reuters að kyrrsetningin sé ólögmæt og óviðunandi. En Guðni segir íslensk lög algerlega skýr hvað þetta varðar. Um háar upphæðir sé að ræða. „Þetta er innifalið í flugmiðanum þegar fólk kaupir sér flugmiða. Það er gott að taka það fram. Farþegar eru búnir að greiða fyrir þessi gjöld í rauninni.“ Air Berlin flaug átta sinnum mill Berlínar, fjórum sinnum milli Dusselforf og þrisvar milli til Munchen og Keflavíkur í sumar. Í fyrra vetur flaug félagið síðan tvisvar í viku til Berlínar og Dusseldorf. Farþegar sem komu með flugvélinni frá Dusseldorf og kyrrsett var í Keflavík í gærkvöldi komust allir nema þrír með flugvél félagsins til Berlínar síðar um kvöldið. „Við höfum ítrekað það við Air Berlin að við munum ekki aðhafast neitt varðandi flug þeirra að frátalinni þessari tilteknu flugvél. Þannig að þeir geta haldið flugáætlun sinni óhræddir áfram.“Þannig að þessi flugvél dugar fyrir reikningnum? „Já svo sannarlega.“ Air Berlin er ekki að safna nýjum skuldum við Isavia og hefur þurft að staðgreiða öll gjöld til Isavía frá 15 ágúst þegar það fór í greiðslustöðvun, en Guðni segir flugvélinni verða haldið þar til gengið hafi verið frá greiðslu skuldarinnar. Flugfélagið hefur hins vegar lýst yfir að það muni hætta alfarið starfsemi eftir um viku, eða hinn 28. október.
Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58