Eiður hefur undanfarnar vikur ferðast með Sverri Þór Sverrissyni, Sveppa, til þeirra félaga sem Eiður spilaði með á löngum og farsælum ferli. Þeir félagar eru að vinna heimildarþætti um feril Eiðs fyrir Sjónvarp Símans.
Eiður lék með Molde frá febrúar til ágúst í fyrra. Það var síðasta félagið sem hann lék með á ferlinum.
Eiður æfði með Molde í dag og þeir Sveppi stungu sér svo til sunds í sjónum.
Myndbrot af heimsókn Eiðs til Molde má sjá hér að neðan.