Framsókn ræður miklu um mögulegt stjórnarsamstarf til hægri og vinstri Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2017 19:45 Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. Ef þessir flokkar ná ekki saman eru líkur á að reynt verði að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er horft til þingstyrks þeirra flokka sem náðu kjöri síðast liðinn laugardag væri augljóst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagt 27 þingmenn ættu að reyna að mynda saman stjórn með einhverjum þriðja flokknum. En þótt þingmannatala flokka skipti vissulega miklu máli ráða málefni og hugmyndafræði þeirra líka miklu. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geta ráðið miklu um hvers konar stjórn verður mynduð en það er líka langt á milli þeirra í Evrópu- og peningamálum. Því gæti krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þessara flokka. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir evrópumálin ekki eitt af úrlausnarefnum komandi kjörtímabils. „Við þurfum að ná málefnasamningi sem sameinar en sundrar ekki. Það er alveg ljóst að ef farið yrði í slíkar kosningar yrðu þær eitt stærsta pólitíska deilumálið sem við værum að fara í. Þannig að ég tel það óráð að vera að fara í slíkar kosningar eins og staðan er í íslenskum stjórnmálum,“ segir Lilja. Hins vegar er ljóst að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki áfjáður í að sitja til borðs með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í ríkisstjórn, eins og heyra mátti á svari hans á Stöð 2 á sunnudag þegar hann var spurður út í ummæli Sigmundar Davíðs varðandi Lilju Alfreðsdóttur sem bandamann Miðflokksins. „Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tali,“ sagði Sigurður Ingi.Reynt að sætta formenn Framsóknar og Miðflokks? Heyrst hefur að Lilja hafi verið að reyna að bera vopn á klæðin milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, en hún segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei, nei. Eins og ég hef sagt, við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn. En þetta mun alltaf snúast um málefni. Hverjir ná saman málefnalega og menn þurfa að vera raunsæir. Ég hef talað fyrir því að menn þurfi að vera mjög skýrir varðandi heilbrigðisþjónustuna, menntamálin, innviða uppbyggingu. Og svo að sjálfsögðu endurskipulagningu fjármálakerfisins því það er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lilja en það mál er einmitt í forgangi hjá Miðflokknum. Það er hins vegar ekki langt á milli Framsóknar og Vinstri grænna í evrópumálum sem gætu myndað 35 manna meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Sjálfsætisflokkurinn sömuleiðis myndað 35 manna fjögurra flokka stjórnir með Framsókn, Miðflokki og annað hvort Flokki fólksins eða Viðreisn. Leiðtogar fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka hafa rætt saman óformlega í dag en þeir eru nú með eins manns meirihluta á Alþingi og gætu myndað 36 manna meirihluta með annað hvort Viðreisn eða Flokki fólksins. Inga Sæland formaður Flokks fólksins átti fund með Helga Hrafni Gunnarssyni þingmanni Pírata í dag, að þeirra sögn til að ræða lífeyrismál en ekki stjórnarmyndun.Ertu búin að heyra í mörgum flokksleiðtogum í dag? „Já, svona nokkrum.“„Hvernig leggst þetta í þig? „Bara vel.“Ertu farin að sjá glitta í eitthvað stjórnarsamstarf? „Nei ekki enn þá,“ sagði Inga Sæland á leið til fundar við nokkra þingmenn Pírata í dag. Kosningar 2017 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. Ef þessir flokkar ná ekki saman eru líkur á að reynt verði að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er horft til þingstyrks þeirra flokka sem náðu kjöri síðast liðinn laugardag væri augljóst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagt 27 þingmenn ættu að reyna að mynda saman stjórn með einhverjum þriðja flokknum. En þótt þingmannatala flokka skipti vissulega miklu máli ráða málefni og hugmyndafræði þeirra líka miklu. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geta ráðið miklu um hvers konar stjórn verður mynduð en það er líka langt á milli þeirra í Evrópu- og peningamálum. Því gæti krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þessara flokka. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir evrópumálin ekki eitt af úrlausnarefnum komandi kjörtímabils. „Við þurfum að ná málefnasamningi sem sameinar en sundrar ekki. Það er alveg ljóst að ef farið yrði í slíkar kosningar yrðu þær eitt stærsta pólitíska deilumálið sem við værum að fara í. Þannig að ég tel það óráð að vera að fara í slíkar kosningar eins og staðan er í íslenskum stjórnmálum,“ segir Lilja. Hins vegar er ljóst að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki áfjáður í að sitja til borðs með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í ríkisstjórn, eins og heyra mátti á svari hans á Stöð 2 á sunnudag þegar hann var spurður út í ummæli Sigmundar Davíðs varðandi Lilju Alfreðsdóttur sem bandamann Miðflokksins. „Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tali,“ sagði Sigurður Ingi.Reynt að sætta formenn Framsóknar og Miðflokks? Heyrst hefur að Lilja hafi verið að reyna að bera vopn á klæðin milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, en hún segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei, nei. Eins og ég hef sagt, við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn. En þetta mun alltaf snúast um málefni. Hverjir ná saman málefnalega og menn þurfa að vera raunsæir. Ég hef talað fyrir því að menn þurfi að vera mjög skýrir varðandi heilbrigðisþjónustuna, menntamálin, innviða uppbyggingu. Og svo að sjálfsögðu endurskipulagningu fjármálakerfisins því það er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lilja en það mál er einmitt í forgangi hjá Miðflokknum. Það er hins vegar ekki langt á milli Framsóknar og Vinstri grænna í evrópumálum sem gætu myndað 35 manna meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Sjálfsætisflokkurinn sömuleiðis myndað 35 manna fjögurra flokka stjórnir með Framsókn, Miðflokki og annað hvort Flokki fólksins eða Viðreisn. Leiðtogar fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka hafa rætt saman óformlega í dag en þeir eru nú með eins manns meirihluta á Alþingi og gætu myndað 36 manna meirihluta með annað hvort Viðreisn eða Flokki fólksins. Inga Sæland formaður Flokks fólksins átti fund með Helga Hrafni Gunnarssyni þingmanni Pírata í dag, að þeirra sögn til að ræða lífeyrismál en ekki stjórnarmyndun.Ertu búin að heyra í mörgum flokksleiðtogum í dag? „Já, svona nokkrum.“„Hvernig leggst þetta í þig? „Bara vel.“Ertu farin að sjá glitta í eitthvað stjórnarsamstarf? „Nei ekki enn þá,“ sagði Inga Sæland á leið til fundar við nokkra þingmenn Pírata í dag.
Kosningar 2017 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira