Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. október 2017 07:00 Það er ýmislegt í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Hann mun ræða einslega við hvern og einn formann. Allt frá því fyrir helgi hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna átt óformlegt samtal um mögulegt stjórnarsamstarf. Bjarni, Katrín og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sögðu öll í fjölmiðlum í gær að þau gerðu tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. Katrín segist vonast til þess að hægt verði að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það þýðir að fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins skipuðu þá stjórn sem myndi njóta stuðnings 32 manna meirihluta. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem völ er á.Eiríkur BergmannEftir alþingiskosningarnar í fyrra þótti staðan mjög snúin. Rúmir tveir mánuðir liðu áður en þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar varð að veruleika. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst, telur að annað landslag geti blasað við núna. „Ég held að þetta sé talsvert opnari staða heldur en var í fyrra,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina og í fyrra.“ „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi stjórnarandstaða plús Viðreisn. Hægra megin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski persónuerjur sem gætu sett strik í reikninginn. En valdastólarnir toga nú menn fast til sín,“ sagði Eiríkur Bergmann. Engir möguleikar eru á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar og myndun þriggja flokka stjórnar krefst aðildar bæði Sjálfstæðisflokksins og VG. Sterkasta þriggja flokka stjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, myndi hafa 35 þingmenn að baki sér. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur boðað fulltrúa allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi til fundar við sig á Bessastöðum í dag. Hann mun ræða einslega við hvern og einn formann. Allt frá því fyrir helgi hafa forystumenn stjórnmálaflokkanna átt óformlegt samtal um mögulegt stjórnarsamstarf. Bjarni, Katrín og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, sögðu öll í fjölmiðlum í gær að þau gerðu tilkall til stjórnarmyndunarumboðs. Katrín segist vonast til þess að hægt verði að mynda ríkisstjórn með þeim flokkum sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. Það þýðir að fulltrúar VG, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins skipuðu þá stjórn sem myndi njóta stuðnings 32 manna meirihluta. Það er minnsti mögulegi meirihluti sem völ er á.Eiríkur BergmannEftir alþingiskosningarnar í fyrra þótti staðan mjög snúin. Rúmir tveir mánuðir liðu áður en þriggja flokka ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar varð að veruleika. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði á Bifröst, telur að annað landslag geti blasað við núna. „Ég held að þetta sé talsvert opnari staða heldur en var í fyrra,“ sagði Eiríkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina og í fyrra.“ „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Núverandi stjórnarandstaða plús Viðreisn. Hægra megin undir forystu Sjálfstæðisflokksins gæti verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski persónuerjur sem gætu sett strik í reikninginn. En valdastólarnir toga nú menn fast til sín,“ sagði Eiríkur Bergmann. Engir möguleikar eru á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar og myndun þriggja flokka stjórnar krefst aðildar bæði Sjálfstæðisflokksins og VG. Sterkasta þriggja flokka stjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokksins, VG og Framsóknarflokksins, myndi hafa 35 þingmenn að baki sér.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira