Konur og frjálslyndir hrynja af þinginu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. október 2017 07:00 Þessar breytingar urðu á þinginu. „Þetta er skref aftur á bak. Það er sorglegt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi þingmaður, um hlut kvenna í kosningunum. Hún er ein sjö kvenna sem ekki náðu kjöri. Nýtt þing er skipað 39 körlum og 24 konum. Fyrra þing var skipað 33 körlum og 30 konum. Ekki hefur hallað jafn mikið á konur í tíu ár. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna; sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Ein kona, Inga Sæland, sest á þing fyrir Flokk fólksins af fjórum þingmönnum. „Fyrir Viðreisn, sem hefur lagt áherslu á kynjasjónarmiðin í stefnu og öllu okkar starfi, þá er þetta ekki eins og maður hefði viljað,“ segir Jóna Sólveig. Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Efstu þrjú sætin skipa Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem náðu allir kjöri.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.„Maður var afar stoltur af stöðu kynjanna eins og hún var. Þetta er afturför,“ segir Unnur Brá. Í fimm af þeim átta flokkum sem mynda nýtt þing hallar á konur. Unnur Brá segir ljóst að konur endist ekki vel í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að átta okkur á hvað við getum gert. Það er ekki bara hlutverk kvenna, heldur hlutverk alls flokksins.“ Jóna Sólveig segir stuðningsmenn frjálslyndis hafa borið skarðan hlut frá borði. „Frjálslyndir þingmenn hrynja út af þingi og þingmenn sem kenna sig við eitthvað allt annað en frjálslyndi eru að koma í staðinn,“ segir hún. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að benda á heildstæða línu sem kjósendur hafi tekið. „Aðra en þá að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
„Þetta er skref aftur á bak. Það er sorglegt,“ segir Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar og fyrrverandi þingmaður, um hlut kvenna í kosningunum. Hún er ein sjö kvenna sem ekki náðu kjöri. Nýtt þing er skipað 39 körlum og 24 konum. Fyrra þing var skipað 33 körlum og 30 konum. Ekki hefur hallað jafn mikið á konur í tíu ár. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna; sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Ein kona, Inga Sæland, sest á þing fyrir Flokk fólksins af fjórum þingmönnum. „Fyrir Viðreisn, sem hefur lagt áherslu á kynjasjónarmiðin í stefnu og öllu okkar starfi, þá er þetta ekki eins og maður hefði viljað,“ segir Jóna Sólveig. Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis. Hún var í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi. Efstu þrjú sætin skipa Páll Magnússon, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason sem náðu allir kjöri.Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar.„Maður var afar stoltur af stöðu kynjanna eins og hún var. Þetta er afturför,“ segir Unnur Brá. Í fimm af þeim átta flokkum sem mynda nýtt þing hallar á konur. Unnur Brá segir ljóst að konur endist ekki vel í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. „Við þurfum að átta okkur á hvað við getum gert. Það er ekki bara hlutverk kvenna, heldur hlutverk alls flokksins.“ Jóna Sólveig segir stuðningsmenn frjálslyndis hafa borið skarðan hlut frá borði. „Frjálslyndir þingmenn hrynja út af þingi og þingmenn sem kenna sig við eitthvað allt annað en frjálslyndi eru að koma í staðinn,“ segir hún. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að benda á heildstæða línu sem kjósendur hafi tekið. „Aðra en þá að það er íhaldssveifla. Frá frjálslyndi til meiri íhaldssemi.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Sjá meira
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00