Heimilissýningin Lifandi heimili & hönnun verður í Laugardalshöllinni 1.-3.júní 2018. Sýningin er beint framhald af stórsýningunni Amazing Home Show sem sló í gegn í vor. Þá var um að ræða þriggja daga sýningu sem 24.000 manns heimsóttu og yfir 100 fyrirtæki tóku þátt.
Á sýningunni næsta vor verður áhersla lögð á allt það helsta fyrir nútímaheimilið með sérstakri áherslu á öll heitustu trendin í húsgögnum og hönnun.
Inni á heimasíðu sýningarinnar er skráning formlega hafin og geta fyrirtæki nú tryggt sér bás. Föstudagurinn 1.júní verður sérstaklega ætlaður hönnuðum, arkitektum og öðrum fagaðilum.
