Formenn vilja að forsetinn gefi þeim meira svigrúm Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2017 12:00 Helgi Hrafn Gunnarsson, Pírati, Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í Kosningauppgjöri Stöðvar 2 daginn eftir kosningar í liðnum mánuði. vísir/anton brink Ekki liggur fyrir hvort forseti Íslands muni boða leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sinn fund í dag til að veita einhverjum þeirra umboð til myndinar ríkisstjórnar. Tveir kostir virðast helst vera í stöðunni, annars vegar um myndun fjögurra flokka stjórnar undir forsæti Bjarna Benediktssonar eða fimm til sex flokka stjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Það stjórnarmynstur sem helst hefur verið rætt frá því viðræðum um myndun stjórnar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks var slitið á mánudag, það er að segja stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks virðist ekki njóta stuðnings innan þessarra flokka. Meðal annars vegna þess að innan Vinstri grænna er ríkari vilji til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum ef Samfylkingin kæmi einnig að slíkri stjórn í stað Framsóknarflokks eða auk Framsóknarflokksins, en sú hugmynd nýtur ekki mikils stuðnings innan Samfylkingarinnar. „Formið á þessum samtölum hingað til hefur verið að við erum í raun og veru að ræða saman hvert og eitt við hvert og eitt. Það hafa ekki verið fjölmennari fundir þannig séð. Alla vega ekki margir, svo ég hugsi nú til baka. Þannig að það er ekki verið að setjast niður með einhverja samsetta ríkisstjórn ennþá,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær.Tveir kostir taldir líklegastir Því er nú helst rætt um tvo aðra kosti. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins, en ýmis ljón eru í vegi slíkrar stjórnar. Hinn möguleikinn sem helst kæmi til greina er að flokkarnir fjórir sem ræddu möguleika á stjórnarmyndun í síðustu viku taki aftur upp þráðinn og þá með Viðreisn og eða Flokki fólksins. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann hefði rætt þennan möguleika við Katrínu Jakobsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og hefði sú síðarnefnda ekki tekið illa í þessa hugmynd.Gæti hún kannski orðið lokalendingin? „Það er ekkert útilokað. En þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem ég stýrði var slitið á mánudaginn vegna þess að ekki náðist saman. Hluti af því sem var til umræðu í þeim viðræðum var að breikka slíka stjórn í sex flokka stjórn og ekki náðist saman um það. Þannig að eins og ég segi; þær dyr lokuðust þá. En þegar staðan er svona kunna slíkar dyr auðvitað að opnast aftur síðar,“ sagði Katrín.Eftirsótt stjórnarmyndunarumboð Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann væri tilbúinn til að reyna stjórnarmyndun og hann teldi eðlilegt að hann fengi næst umboð forseta Íslands til að reyna að koma saman stjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur einnig eðlilegt að hann fái umboðið út frá hefðum um að annað hvort formaður fjölmennasta þingflokksins eða þess flokks sem mest hefði unnið á í kosningum fengju umboðið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur hins vegar eðlilegt að forseti Íslands gefi flokkunum lengra svigrúm til þreifinga. Katrín tekur í svipaðan streng. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00 Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00 Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvort forseti Íslands muni boða leiðtoga stjórnmálaflokkanna á sinn fund í dag til að veita einhverjum þeirra umboð til myndinar ríkisstjórnar. Tveir kostir virðast helst vera í stöðunni, annars vegar um myndun fjögurra flokka stjórnar undir forsæti Bjarna Benediktssonar eða fimm til sex flokka stjórn undir forsæti Katrínar Jakobsdóttur. Það stjórnarmynstur sem helst hefur verið rætt frá því viðræðum um myndun stjórnar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks var slitið á mánudag, það er að segja stjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks virðist ekki njóta stuðnings innan þessarra flokka. Meðal annars vegna þess að innan Vinstri grænna er ríkari vilji til að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum ef Samfylkingin kæmi einnig að slíkri stjórn í stað Framsóknarflokks eða auk Framsóknarflokksins, en sú hugmynd nýtur ekki mikils stuðnings innan Samfylkingarinnar. „Formið á þessum samtölum hingað til hefur verið að við erum í raun og veru að ræða saman hvert og eitt við hvert og eitt. Það hafa ekki verið fjölmennari fundir þannig séð. Alla vega ekki margir, svo ég hugsi nú til baka. Þannig að það er ekki verið að setjast niður með einhverja samsetta ríkisstjórn ennþá,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær.Tveir kostir taldir líklegastir Því er nú helst rætt um tvo aðra kosti. Stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins, en ýmis ljón eru í vegi slíkrar stjórnar. Hinn möguleikinn sem helst kæmi til greina er að flokkarnir fjórir sem ræddu möguleika á stjórnarmyndun í síðustu viku taki aftur upp þráðinn og þá með Viðreisn og eða Flokki fólksins. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann hefði rætt þennan möguleika við Katrínu Jakobsdóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, formann Viðreisnar, og hefði sú síðarnefnda ekki tekið illa í þessa hugmynd.Gæti hún kannski orðið lokalendingin? „Það er ekkert útilokað. En þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem ég stýrði var slitið á mánudaginn vegna þess að ekki náðist saman. Hluti af því sem var til umræðu í þeim viðræðum var að breikka slíka stjórn í sex flokka stjórn og ekki náðist saman um það. Þannig að eins og ég segi; þær dyr lokuðust þá. En þegar staðan er svona kunna slíkar dyr auðvitað að opnast aftur síðar,“ sagði Katrín.Eftirsótt stjórnarmyndunarumboð Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum okkar í gær að hann væri tilbúinn til að reyna stjórnarmyndun og hann teldi eðlilegt að hann fengi næst umboð forseta Íslands til að reyna að koma saman stjórn. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins telur einnig eðlilegt að hann fái umboðið út frá hefðum um að annað hvort formaður fjölmennasta þingflokksins eða þess flokks sem mest hefði unnið á í kosningum fengju umboðið. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, telur hins vegar eðlilegt að forseti Íslands gefi flokkunum lengra svigrúm til þreifinga. Katrín tekur í svipaðan streng. „Nú ætla ég ekki að fara að segja forseta lýðveldisins fyrir verkum. Hvort hann kjósi að veita einhverjum umboðið. Það eru vafalaust ýmis samtöl í gangi sem ég hef ekki verið aðili að. Þannig að það kann nú eitthvað að vera að gerast annars staðar. En ég held að það sé ágætt að við fáum enn svigrúm til að eiga þessar óformlegu þreifingar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir seinnipartinn í gær.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00 Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00 Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. 9. nóvember 2017 07:00
Tveir stjórnarkostir líklegri en aðrir Formaður Sjálfstæðisflokksins segir eðlilegt næsta skref að hann fái umboð til að láta reyna á samstarf við aðra flokka. 8. nóvember 2017 19:00
Katrín: Allir meðvitaðir um að gera þurfi málamiðlanir ef mynda á starfhæfa ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir flokkinn vilja taka þátt í ríkisstjórn svo fremi sem þau geti verið sátt við áhrif sín og málefni stjórnarinnar. 8. nóvember 2017 11:27