Faðir á Suðurlandi grunaður um að hafa nauðgað enn einni dóttur sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2017 10:27 Faðirinn hefur verið úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Vísir/Heiða Hæstiréttur hefur staðfest þriggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á tveimur dætrum sínum. Maðurinn hlaut árið 1991 tíu mánaða dóm fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þriðju dótturinni, þeirri elstu. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhaldið með tilliti til almannahagsmuna en meint brot hans geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldið en lögmaður mannsins kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn með dómi sínum í gær.Handtekinn fjórum vikum eftir tilkynningu Það var félagsmálastjóri í sveitarfélaginu þar sem fólkið býr sem tilkynnti meint brot föðurins gagnvart yngstu dóttur sinni til lögreglu þann 2. október. Mun stúlkan hafa greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að faðirinn hafi í það minnsta þrisvar sinnum haft samfarir við hana þegar hún var á aldrinum fimm til sex ára. Þá bjó fjölskyldan erlendis. Í öll skiptin hafi þau feðginin verið ein á ferðalagi og gist á hóteli þar sem brotin voru framin. Faðirinn hafi ítrekað beðið hana um að greina móður þeirra ekki frá því sem gerðist. Stúlkan er nú nokkrum árum eldri og sagði fyrst frá brotunum nýverið í samtölum við vinkonur sínar. Þá hafi systirin sagt að eldri systir sín hafi greint frá samskonar brotum gagnvart sér í samskonar ferðum. Það mál er á borði héraðssaksóknara. Faðirinn var handtekinn þann 31. október en hann neitar sök. Hann hefur staðfest að hafa farið tvisvar eða þrisvar með yngstu dótturina í umræddar ferðir þar sem gist hafi verið á hóteli. Lýsingar hans á hótelherberginu eru áþekkar lýsingar dótturinnar.Trúverðugur framburður dóttur Að mati lögreglu er framburður stúlkunnar afar trúverðugur. Ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga frásögn hennar í efa. Framburður föðurins styðji í öllum tilfellum framburð dótturinnar þótt hann neiti sök. Enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum aðilum, meðal annars vinum og félögum dótturinnar. Þá hafi dóttirin farið í viðtalsmeðferð í barnahúsi og afla þurfi greinargerðar þaðan, að því er segir í kröfu lögreglustjórans um gæsluvarðhald. Í kröfunni kemur einnig fram að faðirinn hafi verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna meints kynferðisbrots gegn næstelstu dótturinni. Hennar frásögn er áþekk þeirrar yngstu, faðirinn hafi brotið á henni á heimili þeirra erlendis þegar hún var fimm til sex ára. Hafi verið um að ræða samfarir, segir í greinargerð lögreglustjórans en faðirinn hafi látið af brotum sínum þegar fjölskyldan flutti aftur til Íslands árið 2012. Faðirinn hafi beðið dóttur sína að segja engum frá og lofað að gera þetta aldrei aftur. Faðirinn neitar sök í málinu.Játaði brot gegn elstu dóttur árið 1991 Faðirinn hlaut tíu mánaða fangelsisdóm árið 1991 fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni þegar hún var 5-7 ára gömul. Hann játaði alfarið sök fyrir dómi. Héraðsdómur féllst á það með lögreglustjóranum á Suðurlandi að maðurinn þurfi að sæta gæsluvarðhaldi enda sé hann talinn hættulegur umhverfi sínu. Þá stríði það gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málin séu til rannsóknar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest þriggja vikna gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á tveimur dætrum sínum. Maðurinn hlaut árið 1991 tíu mánaða dóm fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn þriðju dótturinni, þeirri elstu. Lögreglustjórinn á Suðurlandi fór fram á gæsluvarðhaldið með tilliti til almannahagsmuna en meint brot hans geta varðað allt að sextán ára fangelsi. Héraðsdómur féllst á gæsluvarðhaldið en lögmaður mannsins kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar. Hæstiréttur staðfesti úrskurðinn með dómi sínum í gær.Handtekinn fjórum vikum eftir tilkynningu Það var félagsmálastjóri í sveitarfélaginu þar sem fólkið býr sem tilkynnti meint brot föðurins gagnvart yngstu dóttur sinni til lögreglu þann 2. október. Mun stúlkan hafa greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að faðirinn hafi í það minnsta þrisvar sinnum haft samfarir við hana þegar hún var á aldrinum fimm til sex ára. Þá bjó fjölskyldan erlendis. Í öll skiptin hafi þau feðginin verið ein á ferðalagi og gist á hóteli þar sem brotin voru framin. Faðirinn hafi ítrekað beðið hana um að greina móður þeirra ekki frá því sem gerðist. Stúlkan er nú nokkrum árum eldri og sagði fyrst frá brotunum nýverið í samtölum við vinkonur sínar. Þá hafi systirin sagt að eldri systir sín hafi greint frá samskonar brotum gagnvart sér í samskonar ferðum. Það mál er á borði héraðssaksóknara. Faðirinn var handtekinn þann 31. október en hann neitar sök. Hann hefur staðfest að hafa farið tvisvar eða þrisvar með yngstu dótturina í umræddar ferðir þar sem gist hafi verið á hóteli. Lýsingar hans á hótelherberginu eru áþekkar lýsingar dótturinnar.Trúverðugur framburður dóttur Að mati lögreglu er framburður stúlkunnar afar trúverðugur. Ekkert hafi komið fram sem gefi tilefni til að draga frásögn hennar í efa. Framburður föðurins styðji í öllum tilfellum framburð dótturinnar þótt hann neiti sök. Enn á eftir að taka skýrslur af nokkrum aðilum, meðal annars vinum og félögum dótturinnar. Þá hafi dóttirin farið í viðtalsmeðferð í barnahúsi og afla þurfi greinargerðar þaðan, að því er segir í kröfu lögreglustjórans um gæsluvarðhald. Í kröfunni kemur einnig fram að faðirinn hafi verið til rannsóknar hjá héraðssaksóknara vegna meints kynferðisbrots gegn næstelstu dótturinni. Hennar frásögn er áþekk þeirrar yngstu, faðirinn hafi brotið á henni á heimili þeirra erlendis þegar hún var fimm til sex ára. Hafi verið um að ræða samfarir, segir í greinargerð lögreglustjórans en faðirinn hafi látið af brotum sínum þegar fjölskyldan flutti aftur til Íslands árið 2012. Faðirinn hafi beðið dóttur sína að segja engum frá og lofað að gera þetta aldrei aftur. Faðirinn neitar sök í málinu.Játaði brot gegn elstu dóttur árið 1991 Faðirinn hlaut tíu mánaða fangelsisdóm árið 1991 fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn elstu dóttur sinni þegar hún var 5-7 ára gömul. Hann játaði alfarið sök fyrir dómi. Héraðsdómur féllst á það með lögreglustjóranum á Suðurlandi að maðurinn þurfi að sæta gæsluvarðhaldi enda sé hann talinn hættulegur umhverfi sínu. Þá stríði það gegn réttarvitund almennings að hann gangi laus á meðan málin séu til rannsóknar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira