Faðir ADHD-drengja: „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 21:00 Í fréttum okkar í gær var fjallað um nýja rannsókn sem sýnir að helsta og stundum eina úrræðið sem foreldrum barna með sérþarfir er boðið upp á er geð- og svefnlyfjagjöf. 58% foreldra var ráðlögð lyfjagjöf við svefnvandanum og rúmlega 70% foreldra barna með hegðunarvanda var ráðlagt að gefa þeim geðlyf. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð og eru foreldrar meðal annars gagnrýndir fyrir að dæla lyfjum í börnin sín. Hákon Helgi Leifsson er faðir tveggja drengja með ADHD og er sjálfur með sömu greiningu. Hann segir þetta viðhorf ríkjandi en að fólk skilji kannski ekki að lyf við ADHD sé eins og gleraugu fyrir þá sem sjá illa. „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði. Hún er ekki til þess að róa börn niður eða til að þóknast kennurum og skólum, til að börn hagi sér betur. Hún er til þess að börn geti plummað sig félagslega.“ Hákon segir þó sálfræðimeðferð nauðsynlega samfara lyfjagjöf en einn tími hjá sálfræðingi kostar frá tólf til sextán þúsund krónur og Hákon bendir á að þeir sem hafa ADHD hafi að meðaltali 20-30% lægri tekjur en aðrir. „Því miður er það þannig að ef börn eru með ADHD þá er líklegt að foreldrar séu líka með það, sem setur þau í lægsta tekjuhóp. Það þýðir að þau hafa ekki efni á að veita börnunum meðferðina sem þau þurfa.“ Hákon ítrekar að mikilvægast sé að efla félagslega færni og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD. „Sálfræðiþjónusta borguð af ríkinu, fyrir þá sem þurfa, ásamt lyfjagjöf veitir tækifæri til að vera eins og aðrir og skila eins miklu og aðrir þjóðfélagshópar til samfélagsins," segir Hákon. Tengdar fréttir Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00 Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Í fréttum okkar í gær var fjallað um nýja rannsókn sem sýnir að helsta og stundum eina úrræðið sem foreldrum barna með sérþarfir er boðið upp á er geð- og svefnlyfjagjöf. 58% foreldra var ráðlögð lyfjagjöf við svefnvandanum og rúmlega 70% foreldra barna með hegðunarvanda var ráðlagt að gefa þeim geðlyf. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð og eru foreldrar meðal annars gagnrýndir fyrir að dæla lyfjum í börnin sín. Hákon Helgi Leifsson er faðir tveggja drengja með ADHD og er sjálfur með sömu greiningu. Hann segir þetta viðhorf ríkjandi en að fólk skilji kannski ekki að lyf við ADHD sé eins og gleraugu fyrir þá sem sjá illa. „Lyfjagjöf er meðferð til að auka lífsgæði. Hún er ekki til þess að róa börn niður eða til að þóknast kennurum og skólum, til að börn hagi sér betur. Hún er til þess að börn geti plummað sig félagslega.“ Hákon segir þó sálfræðimeðferð nauðsynlega samfara lyfjagjöf en einn tími hjá sálfræðingi kostar frá tólf til sextán þúsund krónur og Hákon bendir á að þeir sem hafa ADHD hafi að meðaltali 20-30% lægri tekjur en aðrir. „Því miður er það þannig að ef börn eru með ADHD þá er líklegt að foreldrar séu líka með það, sem setur þau í lægsta tekjuhóp. Það þýðir að þau hafa ekki efni á að veita börnunum meðferðina sem þau þurfa.“ Hákon ítrekar að mikilvægast sé að efla félagslega færni og styrkja sjálfsmynd barna með ADHD. „Sálfræðiþjónusta borguð af ríkinu, fyrir þá sem þurfa, ásamt lyfjagjöf veitir tækifæri til að vera eins og aðrir og skila eins miklu og aðrir þjóðfélagshópar til samfélagsins," segir Hákon.
Tengdar fréttir Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00 Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Meirihluta foreldra ráðlagt að gefa börnum geð- og svefnlyf Meirihluti foreldra barna með hegðunar- og svefnvanda er ráðlagt að gefa börnunum lyf og eru dæmi um að eins árs börn fái svefnlyf sem ætluð eru fullorðnum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sálfræðinema í HR. 7. nóvember 2017 20:00
Braskað með svefnlyf fyrir börn á netinu Sprenging orðið í bæði ávísunum lækna á svefnlyfinu melatónín til barna sem og ólöglegum póstsendingum frá Bandaríkjunum sem haldlagðar hafa verið af tollvörðum. Landlæknisembættið hefur áhyggjur af þróuninni. 22. september 2017 06:00