Tómas sendur í leyfi frá störfum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 7. nóvember 2017 12:45 Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, er kominn í leyfi frá störfum á Landspítala. MYND/LANDSPÍTALI Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var ákvörðun tekin um að senda Tómas í leyfi í ljósi „heildarhagsmuna.“ Niðurstöðum nefndarinnar hefur verið vísað til siðfræðinefndar spítalans en einnig hefur verið ákveðið að taka upp samskipti við vísindasiðanefnd út frá ábendingum í skýrslunni. Þetta tekur til ábendinga um mun á gagna- og sjúklingarannsóknum sem og að taka afstöðu til tillögu skýrslunnar um bætur til ekkju Andemariams Bayene.Paolo Macchiarini hefur verið sakaður um meiriháttar vísindamisferli og að stefna lífi sjúklinga í hættu.VÍSIR/AFPRektor Háskóla Íslands og forstjóri Landspítalans skipuðu fyrir rúmu ári nefnd til að rannsaka mál Andemariams Beyene. Árið 2011 undirgekkst hann aðgerð á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi þar sem græddur var í hann plastbarki. Sænskar rannsóknir hafa varpað ljósi á það að farið var á svig við lög og reglur þar ytra. Lífi sjúklinga hafi verið stefnt í hættu á kerfisbundinn hátt og að enginn vísindalegur grundvöllur hafi verið fyrir aðgerðinni. Andemariam lést í janúar árið 2014. Tómas annaðist Andemariam á meðan hann var hér á landi. Niðurstaða nefndarinnar var sú að Tómas hafi gert sér grein fyrir því að ytra hafi menn að minnsta kosti verið að íhuga að senda sjúklinginn í barkaígræðslu og að honum hefði mátt vera ljóst að um tilraunaaðgerð væri að ræða. Ekkert bendi hins vegar til þess að honum hafi verið ljóst að öll opinber og nauðsynleg leyfi ytra hafi skort.Tómas og Andemariam.VÍSIR/VILHELMGagnrýni nefndarinnar snýr ekki aðeins að klínískri meðferð Andemariams, heldur einnig að þeirri vísindavinnu sem tók við eftir aðgerðina örlagaríku. Framkvæmdar voru rannsóknir á sjúklingnum í þeim tilgangi að nota niðurstöður þeirra í grein sem síðar birtist í tímaritinu The Lancet. Tómas, ásamt lækninum Óskari Einarssyni, voru meðhöfundar að þeirri grein. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, greindi frá því í gær að þær rannsóknir sem gerðar voru á Andemariam voru hvorki gerðar með samþykki Vísindasiðanefndar né Persónuverndar. Greinin í The Lancet hafi því ekki verið birtingarhæf. Tómas birti ítarlega umsögn um skýrslu nefndarinnar þar sem hann gagnrýndi orðalag sem hann sagði á köflum vera gildishlaðið. Ályktanir hafi verið settar fram án rökstuðnings. Plastbarkamálið Tengdar fréttir "Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00 Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, hefur verið sendur í leyfi frá störfum. Var ákvörðun tekin um þetta eftir að sérfræðinganefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við Plastbarkamálið svokallaða. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala var ákvörðun tekin um að senda Tómas í leyfi í ljósi „heildarhagsmuna.“ Niðurstöðum nefndarinnar hefur verið vísað til siðfræðinefndar spítalans en einnig hefur verið ákveðið að taka upp samskipti við vísindasiðanefnd út frá ábendingum í skýrslunni. Þetta tekur til ábendinga um mun á gagna- og sjúklingarannsóknum sem og að taka afstöðu til tillögu skýrslunnar um bætur til ekkju Andemariams Bayene.Paolo Macchiarini hefur verið sakaður um meiriháttar vísindamisferli og að stefna lífi sjúklinga í hættu.VÍSIR/AFPRektor Háskóla Íslands og forstjóri Landspítalans skipuðu fyrir rúmu ári nefnd til að rannsaka mál Andemariams Beyene. Árið 2011 undirgekkst hann aðgerð á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi þar sem græddur var í hann plastbarki. Sænskar rannsóknir hafa varpað ljósi á það að farið var á svig við lög og reglur þar ytra. Lífi sjúklinga hafi verið stefnt í hættu á kerfisbundinn hátt og að enginn vísindalegur grundvöllur hafi verið fyrir aðgerðinni. Andemariam lést í janúar árið 2014. Tómas annaðist Andemariam á meðan hann var hér á landi. Niðurstaða nefndarinnar var sú að Tómas hafi gert sér grein fyrir því að ytra hafi menn að minnsta kosti verið að íhuga að senda sjúklinginn í barkaígræðslu og að honum hefði mátt vera ljóst að um tilraunaaðgerð væri að ræða. Ekkert bendi hins vegar til þess að honum hafi verið ljóst að öll opinber og nauðsynleg leyfi ytra hafi skort.Tómas og Andemariam.VÍSIR/VILHELMGagnrýni nefndarinnar snýr ekki aðeins að klínískri meðferð Andemariams, heldur einnig að þeirri vísindavinnu sem tók við eftir aðgerðina örlagaríku. Framkvæmdar voru rannsóknir á sjúklingnum í þeim tilgangi að nota niðurstöður þeirra í grein sem síðar birtist í tímaritinu The Lancet. Tómas, ásamt lækninum Óskari Einarssyni, voru meðhöfundar að þeirri grein. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, greindi frá því í gær að þær rannsóknir sem gerðar voru á Andemariam voru hvorki gerðar með samþykki Vísindasiðanefndar né Persónuverndar. Greinin í The Lancet hafi því ekki verið birtingarhæf. Tómas birti ítarlega umsögn um skýrslu nefndarinnar þar sem hann gagnrýndi orðalag sem hann sagði á köflum vera gildishlaðið. Ályktanir hafi verið settar fram án rökstuðnings.
Plastbarkamálið Tengdar fréttir "Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00 Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44 Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30 Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
"Þetta mál gæti verið byrjunin á einhverju miklu meira milli Íslands og Karolinska“ Vottorð íslensks læknis í Plastbarkamálinu var ekki eins og best verður á kosið að mati rannsóknarnefndar. Leyfi skorti fyrir vísindarannsókn vegna málsins hér á landi. 7. nóvember 2017 06:00
Óskar Einarsson heyrði fyrst af barkaígræðslunni eftir að henni var lokið Óskar Einarsson, lungnalæknir, sendi frá sér yfirlýsingu um plastbarkamálið í dag. 6. nóvember 2017 20:44
Viðbætur Tómasar við tilvísun sjúklings ekki í samræmi við læknalög Viðbætur Tómasar Guðbjartssonar læknis á tilvísun fyrir sjúkling sem fór í plastbarkaígræðslu á Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð að beiðni ítalska læknisins Palo Macchiarini voru ekki í samræmi við ákvæði þágildandi læknalaga. Þetta er mat rannsóknarnefndar um plastbarkamálið en skýrsla nefndarinnar kom út í dag. 6. nóvember 2017 19:30
Bein útsending: Niðurstöður Plastbarkanefndarinnar kynntar Nefnd sérfræðinga sem skipuð var til þess að rannsaka aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala og starfsmanna stofnananna að plastbarkamálinu svokallaða mun kynna niðurstöður sínar í Norræna húsinu klukkan 14 í dag. 6. nóvember 2017 13:30