Vaktin: Katrín fer á fund forseta Ritstjórn Vísis skrifar 6. nóvember 2017 15:45 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á leið í þinghúsið eftir fund formannanna fjögurra í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fundinum mun Katrín greina forsetanum frá stöðu mála eftir að formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins var slitið fyrr í dag. Forsetinn veitti Katrínu umboð til myndunar ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og hófust viðræður flokkanna fjögurra, sem voru saman í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili, formlega á föstudag. Funduðu flokkarnir nokkuð stíft um helgina en á fundi formannanna fyrir hádegi í dag varð ljóst að ekki yrði af myndun ríkisstjórnar þessara fjögurra flokka þar sem Framsóknarflokkurinn telur meirihlutann of tæpan. Flokkarnir fjórir eru með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Vísir verður í beinni útsendingu frá Bessastöðum en einnig má fylgjast með framvindu mála í Vaktinni.Hér fyrir neðan má fylgjast með framvindu mála í beinni textalýsingu.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, mun eiga fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 17 í dag og verður fundurinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Á fundinum mun Katrín greina forsetanum frá stöðu mála eftir að formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins var slitið fyrr í dag. Forsetinn veitti Katrínu umboð til myndunar ríkisstjórnar síðastliðinn fimmtudag og hófust viðræður flokkanna fjögurra, sem voru saman í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili, formlega á föstudag. Funduðu flokkarnir nokkuð stíft um helgina en á fundi formannanna fyrir hádegi í dag varð ljóst að ekki yrði af myndun ríkisstjórnar þessara fjögurra flokka þar sem Framsóknarflokkurinn telur meirihlutann of tæpan. Flokkarnir fjórir eru með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Vísir verður í beinni útsendingu frá Bessastöðum en einnig má fylgjast með framvindu mála í Vaktinni.Hér fyrir neðan má fylgjast með framvindu mála í beinni textalýsingu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir „Mér er óglatt“ Uppnám á Facebook eftir viðræðuslit 6. nóvember 2017 13:45 Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15 Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sjá meira
Guðni boðar Katrínu á sinn fund Guðni Th. Jóhannesson forseti og Katrín Jakobsdóttir munu funda á Bessastöðum klukkan 17. 6. nóvember 2017 13:15
Katrín: „Mikil vonbrigði að ekki hafi náðst að mynda ríkisstjórn“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það mikil vonbrigði að ekki hafi tekist að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra, það er Vinstri grænna, Samfylkingarinnar, Pírata og Framsóknarflokksins. 6. nóvember 2017 13:52