Katrín: Allt undir í kvöld Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 18:03 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, eftir þingflokksfund í kvöld. Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. Þingflokkar Vinstri Grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata funduðu hver í sínu lagi á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í dag. Þar fóru fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum yfir stöðuna. Við upphaf fundar Pírata sagði formannsígildi flokksins að niðurstaðan gæti legið fyrir á morgun. „Ég er bara að fara yfir það með þingflokknum hvernig hefur gengið og hvernig okkur líst á framhaldið," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata.Ertu bjarstýn á að þetta náist? „Já ég er nokkuð bjartsýn. Held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo," segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata, við upphaf þingflokksfundar flokksins í dag.Flokkarnir hafa fundað nokkuð stíft um helgina. Á föstudag fóru viðræðurnar fram á heimili formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi, og var þar farið yfir innviðauppbyggingu og ríkisfjármál. Í gær var fundað á skrifstofu Vinstri Grænna við Austurstræti og var staðan á vinnumarkaði ásamt kjörum aldraðra og örykja til umræðu. Þingflokksfundum lauk síðdegis í dag og ætla fulltrúar þeirra flokka sem koma að viðræðunum að hittast aftur í kvöld og fara nánar yfir málið. Formaður Vinstri Grænna segir að fundur þingflokksins í dag hafi verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi nú fyrir en að fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. „Það liggur fyrir að það eru alls konar mál sem þessir flokkar eru ekki nákvæmlega á sömu blaðsíðu í og við munum fara yfir þetta í kvöld," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Nú bara liggur það hjá okkur að meta hvort við treystum okkur í það að ljúka verkinu með þennan nauma meirihluta," segir hún. „Það er í raun og veru allt undir á þeim fundi," segir Katrín aðspurð um dagskrána í kvöld.Eruð þið á lokametrunum? „Við teljum að það skýrist á morgun hvort það séu forsendur fyrir því að ráðast í gerð stjórnarsáttmála og loka þessu verkefni," segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2017 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Þingflokksfundir hjá flokkunum fjórum sem standa að stjórnarmyndunarviðræðum voru haldnir í dag. Viðræðunum verður haldið áfram á eftir og formaður Vinstri Grænna segir allt vera undir í kvöld. Þingflokkar Vinstri Grænna, Samfylkingar, Framsóknar og Pírata funduðu hver í sínu lagi á skrifstofum Alþingis upp úr hádegi í dag. Þar fóru fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarviðræðum yfir stöðuna. Við upphaf fundar Pírata sagði formannsígildi flokksins að niðurstaðan gæti legið fyrir á morgun. „Ég er bara að fara yfir það með þingflokknum hvernig hefur gengið og hvernig okkur líst á framhaldið," segir Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata.Ertu bjarstýn á að þetta náist? „Já ég er nokkuð bjartsýn. Held að það komi í ljós á morgun hvort við ætlum að skella saman í einn stjórnarsáttmála eða svo," segir Þórhildur Sunna.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formannsígildi Pírata, við upphaf þingflokksfundar flokksins í dag.Flokkarnir hafa fundað nokkuð stíft um helgina. Á föstudag fóru viðræðurnar fram á heimili formanns Framsóknarflokksins, í Hrunamannahreppi, og var þar farið yfir innviðauppbyggingu og ríkisfjármál. Í gær var fundað á skrifstofu Vinstri Grænna við Austurstræti og var staðan á vinnumarkaði ásamt kjörum aldraðra og örykja til umræðu. Þingflokksfundum lauk síðdegis í dag og ætla fulltrúar þeirra flokka sem koma að viðræðunum að hittast aftur í kvöld og fara nánar yfir málið. Formaður Vinstri Grænna segir að fundur þingflokksins í dag hafi verið góður og lausnamiðaður. Heildarmyndin liggi nú fyrir en að fara þurfi betur yfir nokkur ágreiningsatriði. „Það liggur fyrir að það eru alls konar mál sem þessir flokkar eru ekki nákvæmlega á sömu blaðsíðu í og við munum fara yfir þetta í kvöld," segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna. „Nú bara liggur það hjá okkur að meta hvort við treystum okkur í það að ljúka verkinu með þennan nauma meirihluta," segir hún. „Það er í raun og veru allt undir á þeim fundi," segir Katrín aðspurð um dagskrána í kvöld.Eruð þið á lokametrunum? „Við teljum að það skýrist á morgun hvort það séu forsendur fyrir því að ráðast í gerð stjórnarsáttmála og loka þessu verkefni," segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2017 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira