105 þingmenn hætt á þingi á átta árum Heimir Már Pétursson skrifar 7. nóvember 2017 09:15 Hundrað og fimm þingmenn hafa hætt eða fallið af þingi frá og með kosningunum árið 2009. Kostnaður Alþingis vegna biðlauna þeirra er tæplega hálfur milljarður króna. Aðeins sextán þingmenn hafa setið lengur á Alþingi en í fjögur ár eða sem nemur einu hefðbundnu kjörtímabili. Gríðarlega mikil endurnýjun hefur orðið á Alþingi undanfarin áratug enda er búið að kjósa fimm sinnum til þings frá árinu 2007. Þetta þýðir að mjög fáir þingmenn hafa langa þingreynslu en 47 þingmenn hafa setið á þingi í fjögur ár eða skemur. Hér sjáum við dreifinguna á þingreynslu þeirra sem nú eiga sæti á Alþingi, lengst til vinstri eru þau sem minnstu reynsluna hafa en lengst til hægri þau sem setið hafa lengst á þingi. Aðeins fjórtán þingmenn hafa setið í átta ár, tvö hefðbundin kjörtímabil, eða lengur á Alþingi. Allra lengst hefur Steingrímur J. Sigfússon gengt þingmennsku eða í 34 ár. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem þó er tæplega hálfdrættingur miðað við Steingrím, með fimmtán ára reynslu.Þar á eftir koma Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson með fjórtán ár; Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson með tíu ár. Sexmenningarnir Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir hafa setið í átta ár á Alþingi, sem svarar til tveggja hefðbundinna kjörtímabila.Hálfur milljarður í biðlaun Ásmundur Einar Daðason hefur setið í sjö ár á þingi og Ágúst Ólafur Ágústdsson í sex ár en 47 þingmenn hafa aftur á móti setið á þingi í fjögur ár eða skemur.Þessi mikla endurnýjun á Alþingi allt frá hruni hefur líka haft sitt að segja um biðlaunagreiðslur þingsins. En þeir sem setið hafa eitt kjörtímabil á þingi og falla út eða hætta fá biðlaun í þrjá mánuði en þeir sem setið hafa tvö kjörtímabil eða lengur fá biðlaun í sex mánuði. Eftir kosningarnar 2009 fóru 27 þingmenn á biðlaun sem kostuðu Alþingi um 91 milljón, eftir kosningarnar 2013 fóru einnig 27 þingmenn á biðlaun sem kostaði rúmar 88 milljónir, eftir kosningarnar árið 2016 hættu hins vegar 32 þingmenn og fengu samanlagt biðlaun upp á rúmar 200 milljónir króna. Að loknum kosningum fyrir viku féllu eða hættu 19 þingmenn og áætlar skrifstofa Alþingis að kostnaður við biðlaun þeirra verði 117 milljónir. Á síðustu átta árum hafa því 105 þingmenn hætt eða fallið af þingi og fengið samanlagt rúmar 497 milljónir króna í biðlaun. Kosningar 2017 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Hundrað og fimm þingmenn hafa hætt eða fallið af þingi frá og með kosningunum árið 2009. Kostnaður Alþingis vegna biðlauna þeirra er tæplega hálfur milljarður króna. Aðeins sextán þingmenn hafa setið lengur á Alþingi en í fjögur ár eða sem nemur einu hefðbundnu kjörtímabili. Gríðarlega mikil endurnýjun hefur orðið á Alþingi undanfarin áratug enda er búið að kjósa fimm sinnum til þings frá árinu 2007. Þetta þýðir að mjög fáir þingmenn hafa langa þingreynslu en 47 þingmenn hafa setið á þingi í fjögur ár eða skemur. Hér sjáum við dreifinguna á þingreynslu þeirra sem nú eiga sæti á Alþingi, lengst til vinstri eru þau sem minnstu reynsluna hafa en lengst til hægri þau sem setið hafa lengst á þingi. Aðeins fjórtán þingmenn hafa setið í átta ár, tvö hefðbundin kjörtímabil, eða lengur á Alþingi. Allra lengst hefur Steingrímur J. Sigfússon gengt þingmennsku eða í 34 ár. Þar á eftir kemur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem þó er tæplega hálfdrættingur miðað við Steingrím, með fimmtán ára reynslu.Þar á eftir koma Birgir Ármannsson, Bjarni Benediktsson og Guðlaugur Þór Þórðarson með fjórtán ár; Jón Gunnarsson, Katrín Jakobsdóttir og Kristján Þór Júlíusson með tíu ár. Sexmenningarnir Gunnar Bragi Sveinsson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson og Svandís Svavarsdóttir hafa setið í átta ár á Alþingi, sem svarar til tveggja hefðbundinna kjörtímabila.Hálfur milljarður í biðlaun Ásmundur Einar Daðason hefur setið í sjö ár á þingi og Ágúst Ólafur Ágústdsson í sex ár en 47 þingmenn hafa aftur á móti setið á þingi í fjögur ár eða skemur.Þessi mikla endurnýjun á Alþingi allt frá hruni hefur líka haft sitt að segja um biðlaunagreiðslur þingsins. En þeir sem setið hafa eitt kjörtímabil á þingi og falla út eða hætta fá biðlaun í þrjá mánuði en þeir sem setið hafa tvö kjörtímabil eða lengur fá biðlaun í sex mánuði. Eftir kosningarnar 2009 fóru 27 þingmenn á biðlaun sem kostuðu Alþingi um 91 milljón, eftir kosningarnar 2013 fóru einnig 27 þingmenn á biðlaun sem kostaði rúmar 88 milljónir, eftir kosningarnar árið 2016 hættu hins vegar 32 þingmenn og fengu samanlagt biðlaun upp á rúmar 200 milljónir króna. Að loknum kosningum fyrir viku féllu eða hættu 19 þingmenn og áætlar skrifstofa Alþingis að kostnaður við biðlaun þeirra verði 117 milljónir. Á síðustu átta árum hafa því 105 þingmenn hætt eða fallið af þingi og fengið samanlagt rúmar 497 milljónir króna í biðlaun.
Kosningar 2017 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira