Banaslysið á Öxnadalsheiði: Ók ónýtum bíl á ofsahraða undir áhrifum lyfja Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2017 14:30 Slysið varð á Öxnadalsheiði þann 24. júní í fyrra. Myndin er úr Öxnadal en tengist fréttinni að öðru leyti ekki. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot með því að hafa föstudaginn 24. júní í fyrra orðið valdur að þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja. Málið átti að þingfesta í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í morgun en þingfestingu var frestað til morguns. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Maðurinn virðist hafa verið á allt að 162 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Maðurinn var á ökutæki sem ekki var í notkunarhæfu ástandi vegna ástands hemla í framhjóli, þunnra hemlaklossa í afturhjólum, ryðmyndunar í helmadisk að aftan, ónýts höggdeyfis og vanstilltra lega. Þá var hann án lögboðinna ökuljósa. Í blóðsýni úr ákærða mældust deyfandi lyf. Annars vegar 10 ng/ml af alprazólam og 0,9 µg/ml af oxazepam. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og verði sviptur ökuréttindum.Uppfært klukkan 15:40Í fyrri útgáfu sagði að málið hefði verið þingfest í morgun og var miðað við dagskrá þingsins. Málinu var hins vegar frestað og verður þingfest á morgun, föstudag. Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði Ástand hans sagt stöðugt. 25. júní 2016 18:34 Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Öxnadalsheiði Harður þriggja bíla árekstur varð á heiðinni um klukkan 10. 24. júní 2016 10:45 Opnað fyrir umferð á Öxnadalsheiði eftir banaslys Búið er að aflétta lokun vegarins um Öxnadalsheiði en honum var lokað vegna umferðaslyss sem varð þar í morgun. 24. júní 2016 15:48 Banaslys á Öxnadalsheiði Þriggja bíla árekstur. Einn er alvarlega slasaður. 24. júní 2016 12:43 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi, líkamsmeiðingar af gáleysi og umferðarlagabrot með því að hafa föstudaginn 24. júní í fyrra orðið valdur að þriggja bíla árekstri á Norðurlandsvegi á Öxnadalsheiði þar sem hann ók bíl sínum undir áhrifum deyfandi lyfja. Málið átti að þingfesta í Héraðsdómi Norðurlands eystra á Akureyri í morgun en þingfestingu var frestað til morguns. Áreksturinn varð með þeim hætti að maðurinn ók aftan á bíl sem ekið var í sömu átt með þeim afleiðingum að fremri bíllinn kastaðist framan á smárútu sem ekið var í gagnstæða átt. Ökumaður bifreiðarinnar, erlendur karlmaður á sjötugsaldri, lést nær samstundis. Kona á sjötugsaldri, farþegi í smárútunni, hlaut afrifubrot á nærhluta nærkjúku þumals. Maðurinn virðist hafa verið á allt að 162 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 km/klst. Maðurinn var á ökutæki sem ekki var í notkunarhæfu ástandi vegna ástands hemla í framhjóli, þunnra hemlaklossa í afturhjólum, ryðmyndunar í helmadisk að aftan, ónýts höggdeyfis og vanstilltra lega. Þá var hann án lögboðinna ökuljósa. Í blóðsýni úr ákærða mældust deyfandi lyf. Annars vegar 10 ng/ml af alprazólam og 0,9 µg/ml af oxazepam. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar, greiðslu alls sakarkostnaðar og verði sviptur ökuréttindum.Uppfært klukkan 15:40Í fyrri útgáfu sagði að málið hefði verið þingfest í morgun og var miðað við dagskrá þingsins. Málinu var hins vegar frestað og verður þingfest á morgun, föstudag.
Tengdar fréttir Enn á gjörgæslu eftir þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði Ástand hans sagt stöðugt. 25. júní 2016 18:34 Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Öxnadalsheiði Harður þriggja bíla árekstur varð á heiðinni um klukkan 10. 24. júní 2016 10:45 Opnað fyrir umferð á Öxnadalsheiði eftir banaslys Búið er að aflétta lokun vegarins um Öxnadalsheiði en honum var lokað vegna umferðaslyss sem varð þar í morgun. 24. júní 2016 15:48 Banaslys á Öxnadalsheiði Þriggja bíla árekstur. Einn er alvarlega slasaður. 24. júní 2016 12:43 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Enn á gjörgæslu eftir þriggja bíla árekstur á Öxnadalsheiði Ástand hans sagt stöðugt. 25. júní 2016 18:34
Einn alvarlega slasaður eftir umferðarslys á Öxnadalsheiði Harður þriggja bíla árekstur varð á heiðinni um klukkan 10. 24. júní 2016 10:45
Opnað fyrir umferð á Öxnadalsheiði eftir banaslys Búið er að aflétta lokun vegarins um Öxnadalsheiði en honum var lokað vegna umferðaslyss sem varð þar í morgun. 24. júní 2016 15:48
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels