Ensku haustlitirnir fallegir í Meistaradeildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2017 14:00 Manchester United og Tottenham eru að gera góða hluti í Meistaradeildinni. vísir/getty Enska haustið er fallegt í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið en ensku liðin fimm sem komust í riðlakeppnina hafa farið frábærlega af stað. Ensk lið hafa átt erfitt uppdráttar í þessari sterkustu deild Evrópu undanfarin ár en nú virðist þau mörg hver líkleg til stórra afreka. Eftir fjórar umferðir eru liðin fimm búin að spila samtals 20 leiki og aðeins einn hefur tapast. Það var í fyrrakvöld þegar að Chelsea fékk skell í Rómarborg, 3-0. Bæði Manchester-liðin eru með fullkominn árangur í sínum riðlum þar sem þau eru búin að vinna fjóra leiki af fjórum og eru bæði með markatöluna +9. Manchester City var að klára að vinna Napoli í tvígang en ítalska liðið er eitt það allra besta í Evrópu um þessar mundir. Tottenham vann sögulegan sigur á Real Madrid í gærkvöldi, 3-1, en Lundúnarliðið er búið að vinna þrjá leiki og gera eitt jafntefli í dauðariðlinum með Real Madrid og Dortmund. Hreint magnaður árangur hjá Spurs. Liverpool byrjaði ekki vel með tveimur jafnteflum en er nú búið að vinna smáliðið Maribor tvívegis 7-0 úti og 3-0 heima. Það er í efsta sæti síns riðils rétt eins og öll liðin nema Chelsea. Manchester-liðin bæði og Tottenham eru komin áfram í 16 liða úrslitin og Chelsea þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram. Liverpool er líka líklegt til að komast áfram og verða því líklega fimm ensk lið í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni til þessa:Manchester United Basel (h) 3-0 CSKA Moskva (ú) 1-4 Benfica (ú) 0-1 Benfica (h) 2-04 leikir, 4 sigrar12 stig af 12 mögulegum, markatala +91. sæti í riðliManchester City Feyenoord (ú) 0-4 Shakhtar (h) 2-0 Napoli (h) 2-1 Napoli (ú) 2-44 leikir, 4 sigrar12 stig af 12 mögulegum, markatala +91. sæti í riðli (komið áfram)Chelsea Qarabag (h) 6-0 Atlético (ú) 1-2 Roma (h) 3-3 Roma (ú) 3-04 leikir, 1 jafntefli, 1 tap7 stig af 12 mögulegum, markatala +42. sæti í riðli (ekki komið áfram)Tottenham Dortmund (h) 3-1 APOEL (ú) 0-3 Real Madrid (ú) 1-1 Real Madrid (h) 3-14 leikir, 3 sigrar, 1 jafntefli10 stig af 12 mögulegum, markatala +71. sæti í riðli (komið áfram)Liverpool Sevilla (h) 2-2 Spartak Mosvka (ú) 1-1 Maribor (ú) 0-7 Maribor (h) 3-04 leikir, 2 sigrar, 2 jafntefli8 stig af 12 mögulegum, markatala +101. sæti í riðli (ekki komið áfram)Samtals20 leikir, 15 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap49 stig af 60 mögulegum, markatala +39 Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira
Enska haustið er fallegt í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið en ensku liðin fimm sem komust í riðlakeppnina hafa farið frábærlega af stað. Ensk lið hafa átt erfitt uppdráttar í þessari sterkustu deild Evrópu undanfarin ár en nú virðist þau mörg hver líkleg til stórra afreka. Eftir fjórar umferðir eru liðin fimm búin að spila samtals 20 leiki og aðeins einn hefur tapast. Það var í fyrrakvöld þegar að Chelsea fékk skell í Rómarborg, 3-0. Bæði Manchester-liðin eru með fullkominn árangur í sínum riðlum þar sem þau eru búin að vinna fjóra leiki af fjórum og eru bæði með markatöluna +9. Manchester City var að klára að vinna Napoli í tvígang en ítalska liðið er eitt það allra besta í Evrópu um þessar mundir. Tottenham vann sögulegan sigur á Real Madrid í gærkvöldi, 3-1, en Lundúnarliðið er búið að vinna þrjá leiki og gera eitt jafntefli í dauðariðlinum með Real Madrid og Dortmund. Hreint magnaður árangur hjá Spurs. Liverpool byrjaði ekki vel með tveimur jafnteflum en er nú búið að vinna smáliðið Maribor tvívegis 7-0 úti og 3-0 heima. Það er í efsta sæti síns riðils rétt eins og öll liðin nema Chelsea. Manchester-liðin bæði og Tottenham eru komin áfram í 16 liða úrslitin og Chelsea þarf aðeins einn sigur í viðbót til að komast áfram. Liverpool er líka líklegt til að komast áfram og verða því líklega fimm ensk lið í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.Gengi ensku liðanna í Meistaradeildinni til þessa:Manchester United Basel (h) 3-0 CSKA Moskva (ú) 1-4 Benfica (ú) 0-1 Benfica (h) 2-04 leikir, 4 sigrar12 stig af 12 mögulegum, markatala +91. sæti í riðliManchester City Feyenoord (ú) 0-4 Shakhtar (h) 2-0 Napoli (h) 2-1 Napoli (ú) 2-44 leikir, 4 sigrar12 stig af 12 mögulegum, markatala +91. sæti í riðli (komið áfram)Chelsea Qarabag (h) 6-0 Atlético (ú) 1-2 Roma (h) 3-3 Roma (ú) 3-04 leikir, 1 jafntefli, 1 tap7 stig af 12 mögulegum, markatala +42. sæti í riðli (ekki komið áfram)Tottenham Dortmund (h) 3-1 APOEL (ú) 0-3 Real Madrid (ú) 1-1 Real Madrid (h) 3-14 leikir, 3 sigrar, 1 jafntefli10 stig af 12 mögulegum, markatala +71. sæti í riðli (komið áfram)Liverpool Sevilla (h) 2-2 Spartak Mosvka (ú) 1-1 Maribor (ú) 0-7 Maribor (h) 3-04 leikir, 2 sigrar, 2 jafntefli8 stig af 12 mögulegum, markatala +101. sæti í riðli (ekki komið áfram)Samtals20 leikir, 15 sigrar, 4 jafntefli, 1 tap49 stig af 60 mögulegum, markatala +39
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Handbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Fleiri fréttir Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sjá meira