Úrslitafundur leiðtoga gömlu stjórnarandstöðunnar í hádeginu Heimir Már Pétursson skrifar 2. nóvember 2017 11:59 Formenn Framsóknar, Samfylkingarinnar og Vinstri grænna sitja nú á fundi ásamt fulltrúa Pírata. Myndin er tekin síðastliðinn sunnudag við höfuðstöðvar 365 í Skaftahlíð. Vísir/Anton Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata koma saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ef slitnar upp úr viðræðunum gæti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekið upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun stjórnar en líklegt er að forseti Íslands komi í millitíðinni að málum. Þingflokkar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata funduðu í gærkvöldi um mögulegar formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka. En leiðtogar þessara flokkanna hafa rætt þennan möguleika allt frá því á sunnudag. Katrín sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstaða í þessum efnum ætti að liggja fyrir í dag. Fundur leiðtoganna hefst klukkan 12 og eftir hann ætti niðurstaðan að liggja fyrir, eða í síðasta lagi seinnipartinn í dag. Hvort þetta tekst veltur auðvitað á því hvort þessir fjórir flokkar nái saman um helstu úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar og ekki hvað síst á Framsóknarflokknum þar sem einnig er áhugi á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir viðræður flokksleiðtogana hafa gengið vel hingað til.Heldur þú að samstaða geti tekist um helstu verkefni næstu ríkisstjórnar? „Já ég held að það sé ekkert stórkostlegt vandamál að ná samstöðu um þessi stóru uppbyggingarmál ef slík ríkisstjórn yrði að veruleika. Þá yrði þetta ríkisstjórn uppbyggingar grunnþjónustunnar hringinn í kring um landið,“ sagði Sigurður Ingi rétt fyrir hádegi.Ertu með efasemdir um þingstyrk þessarar stjórnar? „Það hefur auðvitað ekkert breyst að 32 eru 32. En það er þá bara áskorun um að menn standi þéttar og betur saman ef að þessu verður. En það kemur í ljós síðar í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það kallaði mjög líklega jafnframt á að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.Ef þetta rætist ekki í dag getur þú rætt stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð eins og hvern annan? „Eins og ég segi; það er verkefni okkar stjórnmálamanna að finna leiðir til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í þessu landi. Eitt af því er auðvitað að menn tali saman og ég treysti mér til að tala við hvern sem er. En núna erum við 100% í þessum viðræðum og það skýrist seinna í dag hvort að þeim verður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Kosningar 2017 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira
Leiðtogar Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata koma saman til fundar í hádeginu þar sem það ræðst væntanlega hvort þessir flokkar hefji formlegar stjórnarmyndunarviðræður. Ef slitnar upp úr viðræðunum gæti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekið upp viðræður við Sjálfstæðisflokkinn um myndun stjórnar en líklegt er að forseti Íslands komi í millitíðinni að málum. Þingflokkar gömlu stjórnarandstöðuflokkanna, Vinstri grænna, Framsóknar, Samfylkingar og Pírata funduðu í gærkvöldi um mögulegar formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka. En leiðtogar þessara flokkanna hafa rætt þennan möguleika allt frá því á sunnudag. Katrín sagði í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að niðurstaða í þessum efnum ætti að liggja fyrir í dag. Fundur leiðtoganna hefst klukkan 12 og eftir hann ætti niðurstaðan að liggja fyrir, eða í síðasta lagi seinnipartinn í dag. Hvort þetta tekst veltur auðvitað á því hvort þessir fjórir flokkar nái saman um helstu úrlausnarefni næstu ríkisstjórnar og ekki hvað síst á Framsóknarflokknum þar sem einnig er áhugi á að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir viðræður flokksleiðtogana hafa gengið vel hingað til.Heldur þú að samstaða geti tekist um helstu verkefni næstu ríkisstjórnar? „Já ég held að það sé ekkert stórkostlegt vandamál að ná samstöðu um þessi stóru uppbyggingarmál ef slík ríkisstjórn yrði að veruleika. Þá yrði þetta ríkisstjórn uppbyggingar grunnþjónustunnar hringinn í kring um landið,“ sagði Sigurður Ingi rétt fyrir hádegi.Ertu með efasemdir um þingstyrk þessarar stjórnar? „Það hefur auðvitað ekkert breyst að 32 eru 32. En það er þá bara áskorun um að menn standi þéttar og betur saman ef að þessu verður. En það kemur í ljós síðar í dag,“ sagði Sigurður Ingi. Ef þessi tilraun til stjórnarmyndunarviðræðna tekst ekki er líklegt að viðræður um stjórn flokka með Sjálfstæðisflokknum hefjist. Það kallaði mjög líklega jafnframt á að Framsóknarflokkurinn færi í stjórn með Miðflokkum undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, en grunnt hefur verið á því góða milli hans og Sigurðar Inga undanfarin misseri. Þeir töluðu þó saman í síma í gærkvöldi en Sigurður Ingi segir mikilvægt að leiðtogar allra flokka tali saman við þessar aðstæður og af hans hálfu hafi aldrei verið erfiðleikar við að tala við Sigmund Davíð.Ef þetta rætist ekki í dag getur þú rætt stjórnarsamstarf við Sigmund Davíð eins og hvern annan? „Eins og ég segi; það er verkefni okkar stjórnmálamanna að finna leiðir til að mynda starfhæfa ríkisstjórn í þessu landi. Eitt af því er auðvitað að menn tali saman og ég treysti mér til að tala við hvern sem er. En núna erum við 100% í þessum viðræðum og það skýrist seinna í dag hvort að þeim verður,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Sjá meira