Dele Alli pakkaði Real saman í gær en þetta var hann að gera fyrir sléttum fimm árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. nóvember 2017 13:30 Frá MK Dons í Meistaradeildina með Spurs. vísir/getty Dele Alli, leikmaður Tottenham, spilaði sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á þessari leiktíð í gærkvöldi þegar að Tottenham vann Real Madrid, 3-1. Alli byrjaði leiktíðina í þriggja leikja Evrópubanni en sneri aftur með stæl í gærkvöldi og skoraði tvö mörk fyrir Spurs sem vann Real Madrid í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tottenham náði jafntefli á Bernabéu fyrir viku síðan og er nú í bílstjórasætinu í H-riðli. Það er í góðri stöðu að vinna riðilinn en í fyrra féll liðið niður í Evrópudeildina og tapaði svo þar í 32 liða úrslitum. Uppgangur Dele Alli hefur verið svakalega hraður en þessi 21 árs gamli Englendingur var keyptur frá MK Dons til Tottenham á fimm milljónir punda í janúar 2015. Hann var lánaður aftur til 1. deildar liðsins og hóf leik með Tottenham í ágúst 2015.Í gær voru nánast fimm ár upp á dag síðan að Dele Alli, þá 16 ára, þreytti frumraun sína með MK Dons. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bikarsins á móti Cambridge City. Alli sýndi strax hvað í hann er spunnið með fallegum tilþrifum. Hann skoraði svo glæsilegt mark með þrumuskoti í seinni leiknum á móti Cambridge en sá fyrri endaði með jafntefli. Nú, fimm árum síðar, er þessi ungi enski landsliðsmaður einn af eftirsóttustu miðjumönnum heims og maðurinn sem gerði grín að Evrópumeisturum Real Madrid. BBC tók saman stutt og skemmtilegt myndband um þessi tímamót Dele Alli sem má sjá með því að smella hér. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 21:30 Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í kvöld | Myndbönd Tottenham og Manchester City tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 22:45 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Dele Alli, leikmaður Tottenham, spilaði sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni á þessari leiktíð í gærkvöldi þegar að Tottenham vann Real Madrid, 3-1. Alli byrjaði leiktíðina í þriggja leikja Evrópubanni en sneri aftur með stæl í gærkvöldi og skoraði tvö mörk fyrir Spurs sem vann Real Madrid í fyrsta sinn í sögu félagsins. Tottenham náði jafntefli á Bernabéu fyrir viku síðan og er nú í bílstjórasætinu í H-riðli. Það er í góðri stöðu að vinna riðilinn en í fyrra féll liðið niður í Evrópudeildina og tapaði svo þar í 32 liða úrslitum. Uppgangur Dele Alli hefur verið svakalega hraður en þessi 21 árs gamli Englendingur var keyptur frá MK Dons til Tottenham á fimm milljónir punda í janúar 2015. Hann var lánaður aftur til 1. deildar liðsins og hóf leik með Tottenham í ágúst 2015.Í gær voru nánast fimm ár upp á dag síðan að Dele Alli, þá 16 ára, þreytti frumraun sína með MK Dons. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu umferð bikarsins á móti Cambridge City. Alli sýndi strax hvað í hann er spunnið með fallegum tilþrifum. Hann skoraði svo glæsilegt mark með þrumuskoti í seinni leiknum á móti Cambridge en sá fyrri endaði með jafntefli. Nú, fimm árum síðar, er þessi ungi enski landsliðsmaður einn af eftirsóttustu miðjumönnum heims og maðurinn sem gerði grín að Evrópumeisturum Real Madrid. BBC tók saman stutt og skemmtilegt myndband um þessi tímamót Dele Alli sem má sjá með því að smella hér.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 21:30 Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í kvöld | Myndbönd Tottenham og Manchester City tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 22:45 Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Fleiri fréttir Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Sjá meira
Tottenham komið áfram eftir frækinn sigur á Evrópumeisturunum | Sjáðu mörkin Tottenham vann glæsilegan sigur á Real Madrid, 3-1, á Wembley í H-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 21:30
Sjáðu öll mörkin úr Meistaradeildinni í kvöld | Myndbönd Tottenham og Manchester City tryggðu sér sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 1. nóvember 2017 22:45
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn