Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga og Sigmundar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. nóvember 2017 06:00 Sigmundur og Sigurður gegndu báðir embætti forsætisráðherra á kjörtímabilinu 2013-2016. Fréttablaðið/Ernir Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Þetta herma öruggar heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær. Eins og kunnugt er höfðu deilur kraumað innan Framsóknarflokks allt frá vormánuðum 2016 sem enduðu með klofningi í aðdraganda nýafstaðinna kosninga þegar Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar varð til og vann góðan sigur í kosningunum. Framsóknarmenn eiga nú aðild að óformlegum viðræðum um stjórnarmyndun við Vinstri græn, Pírata og Samfylkingu. Þrátt fyrir þær er ljóst að allir eru að tala saman, bæði innan og utan þeirra viðræðna, enda flókin staða í kortunum. Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn ræðast mjög við og náið er með Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum venju samkvæmt. Þá gæti spennan verið að slakna milli þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga sem galopnar á möguleika á stjórnarmyndunarviðræðum milli Framsóknarflokks, Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Katrín Jakobsdóttir fundaði stíft í gær með fulltrúum Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks. Málefni voru í fyrsta skipti rædd milli flokkanna fjögurra og auk þeirra mála sem allir flokkarnir settu á oddinn í nýafstöðnum kosningum; frekari uppbyggingar í velferðarmálum og menntamálum, hefur stjórnarskrána borið á góma í viðræðunum og bjart er yfir umræðum flokkanna um breytingar á stjórnarskrá samkvæmt heimildum blaðsins. Þá munu Evrópumálin ekki þvælast fyrir í mögulegu stjórnarsamstarfi þessara flokka samkvæmt heimildum blaðsins og ekki eru hafðar uppi kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður af hálfu neins flokks sem aðild á að þessum viðræðum. Til að styrkja þann meirihluta sem þessir fjórir flokkar gætu myndað hafa ýmsar leiðir verið ræddar. Auk þess möguleika að fá Viðreisn eða Flokk fólksins að borðinu, hefur Katrín ítrekað nefnt kosti þess að vinnubrögðin á Alþingi taki breytingum í þágu þverpólitísks samráðs þannig að mál séu unnin meira þvert á flokka. Í vinstri stjórninni 2009 til 2013 hafði stjórnin misst meirihluta í mjög mörgum málum og til að koma málum í gegn reiddi hún sig á óformlegt bandalag við þrjá þingmenn Hreyfingarinnar og einnig um tíma við Guðmund Steingrímsson. Á þetta bendir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spurður um þessar hugmyndir Katrínar. Hann bendir þó á að margar aðrar útfærslur minnihlutastjórna eða stjórna með nauman meirihluta séu færar. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sorglegt hvernig farið hefur fyrir Framsóknarflokknum, segir Gunnlaugur Sigmundsson sem er stoltur af árangri sonar síns og Miðflokksins í kosningunum. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Talsamband er komið á milli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Þetta herma öruggar heimildir Fréttablaðsins. Sigurður Ingi átti frumkvæði að samskiptunum og ræddust þeir við í síma í gær. Eins og kunnugt er höfðu deilur kraumað innan Framsóknarflokks allt frá vormánuðum 2016 sem enduðu með klofningi í aðdraganda nýafstaðinna kosninga þegar Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar varð til og vann góðan sigur í kosningunum. Framsóknarmenn eiga nú aðild að óformlegum viðræðum um stjórnarmyndun við Vinstri græn, Pírata og Samfylkingu. Þrátt fyrir þær er ljóst að allir eru að tala saman, bæði innan og utan þeirra viðræðna, enda flókin staða í kortunum. Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn ræðast mjög við og náið er með Framsóknarmönnum og Sjálfstæðismönnum venju samkvæmt. Þá gæti spennan verið að slakna milli þeirra Sigmundar Davíðs og Sigurðar Inga sem galopnar á möguleika á stjórnarmyndunarviðræðum milli Framsóknarflokks, Miðflokks, Sjálfstæðisflokks og Flokks fólksins. Katrín Jakobsdóttir fundaði stíft í gær með fulltrúum Samfylkingar, Pírata og Framsóknarflokks. Málefni voru í fyrsta skipti rædd milli flokkanna fjögurra og auk þeirra mála sem allir flokkarnir settu á oddinn í nýafstöðnum kosningum; frekari uppbyggingar í velferðarmálum og menntamálum, hefur stjórnarskrána borið á góma í viðræðunum og bjart er yfir umræðum flokkanna um breytingar á stjórnarskrá samkvæmt heimildum blaðsins. Þá munu Evrópumálin ekki þvælast fyrir í mögulegu stjórnarsamstarfi þessara flokka samkvæmt heimildum blaðsins og ekki eru hafðar uppi kröfur um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður af hálfu neins flokks sem aðild á að þessum viðræðum. Til að styrkja þann meirihluta sem þessir fjórir flokkar gætu myndað hafa ýmsar leiðir verið ræddar. Auk þess möguleika að fá Viðreisn eða Flokk fólksins að borðinu, hefur Katrín ítrekað nefnt kosti þess að vinnubrögðin á Alþingi taki breytingum í þágu þverpólitísks samráðs þannig að mál séu unnin meira þvert á flokka. Í vinstri stjórninni 2009 til 2013 hafði stjórnin misst meirihluta í mjög mörgum málum og til að koma málum í gegn reiddi hún sig á óformlegt bandalag við þrjá þingmenn Hreyfingarinnar og einnig um tíma við Guðmund Steingrímsson. Á þetta bendir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, spurður um þessar hugmyndir Katrínar. Hann bendir þó á að margar aðrar útfærslur minnihlutastjórna eða stjórna með nauman meirihluta séu færar.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sorglegt hvernig farið hefur fyrir Framsóknarflokknum, segir Gunnlaugur Sigmundsson sem er stoltur af árangri sonar síns og Miðflokksins í kosningunum. 1. nóvember 2017 06:00 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53
„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15
Faðir Sigmundar rýnir í stöðuna frá Flórída: Telur Framsókn þurfa á súpermanni að halda Sorglegt hvernig farið hefur fyrir Framsóknarflokknum, segir Gunnlaugur Sigmundsson sem er stoltur af árangri sonar síns og Miðflokksins í kosningunum. 1. nóvember 2017 06:00