Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2017 19:30 Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir í fyrramálið hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. Helsta óvissan er um afstöðu Framsóknarflokksins sem einnig virðist horfa hýru auga til Sjálfstæðisflokksins. Takist gömlu stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að koma sér saman um myndun stjórnar, með eða án fimmta flokksins, eru miklar líkur á að forseti Íslands feli Bjarna Benediktssyni fyrir helgi að mynda ríkisstjórn. Þá eru líkur á að mynduð verði stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Forystufólk Vinstri grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar hélt áfram óformlegum þreifingum um myndun ríkisstjórnar í dag. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir þó ekkert fast í hendi ennþá. „Það er nú svona meira til að athuga hvaða form á að vera á því að ræða saman. Ef við ræðum saman.“Þannig að það er verið að reyna að finna grundvöll til viðræðna?„Já, athuga hvort hann er til staðar.“Ertu bjartsýnn á að flokkarnir sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta þingi geti náð að mynda einhvern kjarna í stjórnarsamstarfi?„Já, ég er alveg hóflega bjartsýnn á það,“ segir Logi.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræða málin daginn eftir kjördag við höfuðstöðvar 365 þegar þau mættu í Kosningauppgjör Stöðvar 2.vísir/anton brinkStaða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist eitthvað trufla viðræður flokkanna fjögurra en samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins að því að flokkarnir vinni saman í ríkisstjórn með því að reyna að sætta formenn flokkanna. Ekki er vilji til þess meðal Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar að vinna með Miðflokknum en sættir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar gætu verið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Takist stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að ná saman, gæti Katrín rætt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir hafa samanlagt 27 þingmenn og þyrftu aðeins fimm til viðbótar til að mynda lágmarks meirihluta. Vinstri græn myndu þá helst vilja fara í slíkt samstarf ásamt Samfylkingu. Takist stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að ná saman, gæti Katrín rætt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir hafa samanlagt 27 þingmenn og þyrftu aðeins fimm til viðbótar til að mynda lágmarks meirihluta. Vinstri græn myndu þá helst vilja fara í slíkt samstarf ásamt Samfylkingu. „Við höfum í rauninni ekkert hugleitt það. Við erum að skoða þennan möguleika,“ segir Logi. Í kosningabaráttunni hafi birst mjög ólík sýn flokkanna til hægri og vinstri á framtíðina. „Í rauninni þurfa menn þá að slá verulega af á báða bóga til að það gæti orðið að veruleika.“ Ertu að segja að ríkisstjórn þyrfti þá að sameinast um fá en mikilvæg mál? „Hún þyrfti að sameinast um að búa til réttlátt samfélag og minnka misskiptingu gæða hér í landinu,“ segir Logi. En nú séu stjórnarandstöðuflokkarnir fyrrverandi hins vegar að ráða ráðum sínum en forystufólk þeirra komu saman til fundar síðdegis. Hvað heldur þú að þið getið verið lengi að komast að þeirri niðurstöðu, hvort þið getið yfirleitt náð saman? „Sautján klukkutíma.“ Það myndi duga? „Það myndi duga,“ sagði Logi Einarsson klukkan tvö í dag. „Við höfum í rauninni ekkert hugleitt það. Við erum að skoða þennan möguleika,“ segir Logi Í kosningabaráttunni hafi birst mjög ólík sýn flokkanna til hægri og vinstri á framtíðina. „Í rauninni þurfa menn þá að slá verulega af á báða bóga til að það gæti orðið að veruleika.“Ertu að segja að ríkisstjórn þyrfti þá að sameinast um fá en mikilvæg mál? „Hún þyrfti að sameinast um að búa til réttlátt samfélag og minnka misskiptingu gæða hér í landinu.“ En nú séu stjórnarandstöðuflokkarnir fyrrverandi hins vegar að ráða ráðum sínum en forystufólk þeirra koma saman síðdegis.Hvað heldur þú að þið getið verið lengi að komast að þeirri niðurstöðu hvort þið getið yfirleitt náð saman? „Sautján klukkutíma.“Það myndi duga? „Það myndi duga.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Staðan skýrist á morgun Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 1. nóvember 2017 19:02 Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir í fyrramálið hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. Helsta óvissan er um afstöðu Framsóknarflokksins sem einnig virðist horfa hýru auga til Sjálfstæðisflokksins. Takist gömlu stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að koma sér saman um myndun stjórnar, með eða án fimmta flokksins, eru miklar líkur á að forseti Íslands feli Bjarna Benediktssyni fyrir helgi að mynda ríkisstjórn. Þá eru líkur á að mynduð verði stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Forystufólk Vinstri grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar hélt áfram óformlegum þreifingum um myndun ríkisstjórnar í dag. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir þó ekkert fast í hendi ennþá. „Það er nú svona meira til að athuga hvaða form á að vera á því að ræða saman. Ef við ræðum saman.“Þannig að það er verið að reyna að finna grundvöll til viðræðna?„Já, athuga hvort hann er til staðar.“Ertu bjartsýnn á að flokkarnir sem voru í stjórnarandstöðu á síðasta þingi geti náð að mynda einhvern kjarna í stjórnarsamstarfi?„Já, ég er alveg hóflega bjartsýnn á það,“ segir Logi.Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, ræða málin daginn eftir kjördag við höfuðstöðvar 365 þegar þau mættu í Kosningauppgjör Stöðvar 2.vísir/anton brinkStaða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist eitthvað trufla viðræður flokkanna fjögurra en samkvæmt heimildum fréttastofu vinnur Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins að því að flokkarnir vinni saman í ríkisstjórn með því að reyna að sætta formenn flokkanna. Ekki er vilji til þess meðal Vinstri grænna, Pírata og Samfylkingar að vinna með Miðflokknum en sættir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar gætu verið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Takist stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að ná saman, gæti Katrín rætt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir hafa samanlagt 27 þingmenn og þyrftu aðeins fimm til viðbótar til að mynda lágmarks meirihluta. Vinstri græn myndu þá helst vilja fara í slíkt samstarf ásamt Samfylkingu. Takist stjórnarandstöðuflokkunum fjórum ekki að ná saman, gæti Katrín rætt stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Flokkarnir hafa samanlagt 27 þingmenn og þyrftu aðeins fimm til viðbótar til að mynda lágmarks meirihluta. Vinstri græn myndu þá helst vilja fara í slíkt samstarf ásamt Samfylkingu. „Við höfum í rauninni ekkert hugleitt það. Við erum að skoða þennan möguleika,“ segir Logi. Í kosningabaráttunni hafi birst mjög ólík sýn flokkanna til hægri og vinstri á framtíðina. „Í rauninni þurfa menn þá að slá verulega af á báða bóga til að það gæti orðið að veruleika.“ Ertu að segja að ríkisstjórn þyrfti þá að sameinast um fá en mikilvæg mál? „Hún þyrfti að sameinast um að búa til réttlátt samfélag og minnka misskiptingu gæða hér í landinu,“ segir Logi. En nú séu stjórnarandstöðuflokkarnir fyrrverandi hins vegar að ráða ráðum sínum en forystufólk þeirra komu saman til fundar síðdegis. Hvað heldur þú að þið getið verið lengi að komast að þeirri niðurstöðu, hvort þið getið yfirleitt náð saman? „Sautján klukkutíma.“ Það myndi duga? „Það myndi duga,“ sagði Logi Einarsson klukkan tvö í dag. „Við höfum í rauninni ekkert hugleitt það. Við erum að skoða þennan möguleika,“ segir Logi Í kosningabaráttunni hafi birst mjög ólík sýn flokkanna til hægri og vinstri á framtíðina. „Í rauninni þurfa menn þá að slá verulega af á báða bóga til að það gæti orðið að veruleika.“Ertu að segja að ríkisstjórn þyrfti þá að sameinast um fá en mikilvæg mál? „Hún þyrfti að sameinast um að búa til réttlátt samfélag og minnka misskiptingu gæða hér í landinu.“ En nú séu stjórnarandstöðuflokkarnir fyrrverandi hins vegar að ráða ráðum sínum en forystufólk þeirra koma saman síðdegis.Hvað heldur þú að þið getið verið lengi að komast að þeirri niðurstöðu hvort þið getið yfirleitt náð saman? „Sautján klukkutíma.“Það myndi duga? „Það myndi duga.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Staðan skýrist á morgun Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 1. nóvember 2017 19:02 Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15 Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Katrín: Staðan skýrist á morgun Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir það muni liggja fyrir á morgun hvort að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir muni hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður. 1. nóvember 2017 19:02
Katrín hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta gömlu stjórnarandstöðuflokkanna í ríkisstjórn Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur ekki áhyggjur af tæpum meirihluta VG, Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Pírata í hugsanlegri ríkisstjórn. 1. nóvember 2017 13:15
Hugmynd Sigurðar Inga um sex flokka ríkisstjórn andvana fædd Katrín Jakobsdóttir vill reyna til þrautar að mynda ríkisstjórn gömlu stjórnarandstöðuflokkanna en formaður og varaformaður Framsóknarflokksins virðast hafa ólíkar áherslur þegar kemur að stjórnarmyndun. Töluverðar líkur eru á stjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. 1. nóvember 2017 12:07