Markaðsumhverfi erlendra markaða breytist þegar 2018 nálgast Birgir Haraldsson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Í kjölfarið á því að sýna eina kröftugustu efnahagslegu frammistöðu þróaðra landa á heimsvísu undanfarin ár þá opnaðist Ísland á nýjan leik á þessu ári gagnvart erlendum fjármálamörkuðum með afnámi fjármagnshafta. Á sama tíma og sú langþráða kerfisbreyting átti sér stað þá var alþjóðahagkerfið sjálft sem og fjármálamarkaðir víðsvegar um heiminn að sýna eina allra bestu frammistöðu síðari ára. Heimshlutabréfavísitalan hefur hækkað um 18 prósent á þessu ári og situr nú í sögulegum hæðum og hafa nýmarkaðsríki leitt þá þróun og hækkað um 30 prósent. Kröftugur heimshagvöxtur og viðráðanleg verðbólga hefur hjálpað til ásamt veikingu bandaríska dalsins, en fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja eru einkum viðkvæmir fyrir sveiflum þess mikilvæga gjaldmiðils. Nú þegar fyrsta (heila) „frjálsa“ árið er fram undan hjá íslenskum fjárfestum þegar kemur að erlendum fjármálamörkuðum í langan tíma, þá er vert að spyrja hvert sé útlitið fyrir komandi ár. Til að byrja með, þá þarf að hafa í huga að samhliða þessum hækkunum erlendra fjármálamarkaða þá hefur þátttaka fjárfesta aukist mikið þar sem fjármagnsflæði inn í bæði hlutabréf sem og skuldabréf fyrirtækja hefur verið mjög kröftugt síðustu 18 mánuði. Þetta sést með því að skoða vikulegar tölur um fjármagnsflæði ásamt niðurstöðum skoðanakannana á lausafjárstöðu fjárfesta, en margar slíkar kannanir sýna hana nú í sögulegu lágmarki. Með öðrum orðum, það er rýrt framboð á fúsum kaupendum þegar við nálgumst nýtt ár þar sem lítið er um lausafé innan alþjóðlegra eignasafna. Heimshagkerfið hefur að sönnu verið kraftmikið þetta árið en sú saga er að fullu verðlögð og hefur víða náð eyrum fjárfesta sem hafa stóraukið fjárfestingar sínar. Með þetta í huga, þá er vert að meðtaka tvo þætti sem gætu hið minnsta skapað mótvind fyrir erlenda markaði, þá sérstaklega innan nýmarkaðsríkja, og jafnvel talsverðan óróleika á komandi ári. Fyrir það fyrsta, þá er líklegt að verðbólga vaxi þó nokkuð í Bandaríkjunum á komandi ári og valdi brattari vaxtahækkunum en nú þegar er gert ráð fyrir og styrki þar með gengi bandaríska dalsins. Í ljósi þess hversu litla stöðu fjárfestar hafa í bandaríska gjaldmiðlinum í dag þá þarf ekki mikla breytingar á horfum um vexti og verðbólguvæntingar til að drífa áfram kröftuga styrkingu á dalnum eins og hefur byrjað að eiga sér stað síðustu vikur. Ef þetta reynist rétt þá eru fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja viðkvæmir fyrir komandi ári, bæði þar sem sterkari Bandaríkjadalur skapar sjálfkrafa pressu og í ljósi þeirra öflugu fjármagnsflutninga sem hafa átt sér stað til nýmarkaðsríkja þetta árið og aukið næmi þeirra fyrir slíkum gjaldeyrissveiflum. Ofan á þetta bætast við nýlegar hreyfingar á rauntíma hagvísum fyrir alþjóðahagkerfið sem eru farnir að gefa til kynna að hámark hagsveiflunnar sé ekki langt undan og gæti jafnvel fallið til á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þessi þróun, sem sennilega má rekja til kínverska hagkerfisins, er enn á upphafsstigum, en þegar fjármálamarkaðir eru margir hverjir í hæstu hæðum á sama tíma og lausafé alþjóðafjárfesta er lítið þá þarf ekki miklar breytingar til hins verra á hagvaxtarvæntingum til að stöðva verðhækkanir og jafnvel drífa áfram verðlækkanir. Aftur eru það nýmarkaðsríkin sem eru viðkvæm fyrir þessum breytingum sem gætu átt sér stað á næsta ári þar sem næmi þeirra til alþjóðahagvaxtar er talsvert. Það er því útlit fyrir að á þessu fyrsta „frjálsa“ ári fyrir íslenska fjárfesta erlendis í langan tíma verði markaðsumhverfið nokkuð breytt frá því sem hefur verið þetta árið og enn meira krefjandi. Svigrúmið fyrir neikvæða hagþróun er ekki mikið í ljósi lítils lausafjár innan alþjóðlegra eignasafna og mun hitinn í kringum nýmarkaðsríkin á þessu ári líklegast kólna þó nokkuð: að reiða sig á sterka frammistöðu þessara markaða í dag sem leiðarvísi fyrir næsta ár gæti verið varasöm stefna. Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskpiti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Haraldsson Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Í kjölfarið á því að sýna eina kröftugustu efnahagslegu frammistöðu þróaðra landa á heimsvísu undanfarin ár þá opnaðist Ísland á nýjan leik á þessu ári gagnvart erlendum fjármálamörkuðum með afnámi fjármagnshafta. Á sama tíma og sú langþráða kerfisbreyting átti sér stað þá var alþjóðahagkerfið sjálft sem og fjármálamarkaðir víðsvegar um heiminn að sýna eina allra bestu frammistöðu síðari ára. Heimshlutabréfavísitalan hefur hækkað um 18 prósent á þessu ári og situr nú í sögulegum hæðum og hafa nýmarkaðsríki leitt þá þróun og hækkað um 30 prósent. Kröftugur heimshagvöxtur og viðráðanleg verðbólga hefur hjálpað til ásamt veikingu bandaríska dalsins, en fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja eru einkum viðkvæmir fyrir sveiflum þess mikilvæga gjaldmiðils. Nú þegar fyrsta (heila) „frjálsa“ árið er fram undan hjá íslenskum fjárfestum þegar kemur að erlendum fjármálamörkuðum í langan tíma, þá er vert að spyrja hvert sé útlitið fyrir komandi ár. Til að byrja með, þá þarf að hafa í huga að samhliða þessum hækkunum erlendra fjármálamarkaða þá hefur þátttaka fjárfesta aukist mikið þar sem fjármagnsflæði inn í bæði hlutabréf sem og skuldabréf fyrirtækja hefur verið mjög kröftugt síðustu 18 mánuði. Þetta sést með því að skoða vikulegar tölur um fjármagnsflæði ásamt niðurstöðum skoðanakannana á lausafjárstöðu fjárfesta, en margar slíkar kannanir sýna hana nú í sögulegu lágmarki. Með öðrum orðum, það er rýrt framboð á fúsum kaupendum þegar við nálgumst nýtt ár þar sem lítið er um lausafé innan alþjóðlegra eignasafna. Heimshagkerfið hefur að sönnu verið kraftmikið þetta árið en sú saga er að fullu verðlögð og hefur víða náð eyrum fjárfesta sem hafa stóraukið fjárfestingar sínar. Með þetta í huga, þá er vert að meðtaka tvo þætti sem gætu hið minnsta skapað mótvind fyrir erlenda markaði, þá sérstaklega innan nýmarkaðsríkja, og jafnvel talsverðan óróleika á komandi ári. Fyrir það fyrsta, þá er líklegt að verðbólga vaxi þó nokkuð í Bandaríkjunum á komandi ári og valdi brattari vaxtahækkunum en nú þegar er gert ráð fyrir og styrki þar með gengi bandaríska dalsins. Í ljósi þess hversu litla stöðu fjárfestar hafa í bandaríska gjaldmiðlinum í dag þá þarf ekki mikla breytingar á horfum um vexti og verðbólguvæntingar til að drífa áfram kröftuga styrkingu á dalnum eins og hefur byrjað að eiga sér stað síðustu vikur. Ef þetta reynist rétt þá eru fjármálamarkaðir nýmarkaðsríkja viðkvæmir fyrir komandi ári, bæði þar sem sterkari Bandaríkjadalur skapar sjálfkrafa pressu og í ljósi þeirra öflugu fjármagnsflutninga sem hafa átt sér stað til nýmarkaðsríkja þetta árið og aukið næmi þeirra fyrir slíkum gjaldeyrissveiflum. Ofan á þetta bætast við nýlegar hreyfingar á rauntíma hagvísum fyrir alþjóðahagkerfið sem eru farnir að gefa til kynna að hámark hagsveiflunnar sé ekki langt undan og gæti jafnvel fallið til á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þessi þróun, sem sennilega má rekja til kínverska hagkerfisins, er enn á upphafsstigum, en þegar fjármálamarkaðir eru margir hverjir í hæstu hæðum á sama tíma og lausafé alþjóðafjárfesta er lítið þá þarf ekki miklar breytingar til hins verra á hagvaxtarvæntingum til að stöðva verðhækkanir og jafnvel drífa áfram verðlækkanir. Aftur eru það nýmarkaðsríkin sem eru viðkvæm fyrir þessum breytingum sem gætu átt sér stað á næsta ári þar sem næmi þeirra til alþjóðahagvaxtar er talsvert. Það er því útlit fyrir að á þessu fyrsta „frjálsa“ ári fyrir íslenska fjárfesta erlendis í langan tíma verði markaðsumhverfið nokkuð breytt frá því sem hefur verið þetta árið og enn meira krefjandi. Svigrúmið fyrir neikvæða hagþróun er ekki mikið í ljósi lítils lausafjár innan alþjóðlegra eignasafna og mun hitinn í kringum nýmarkaðsríkin á þessu ári líklegast kólna þó nokkuð: að reiða sig á sterka frammistöðu þessara markaða í dag sem leiðarvísi fyrir næsta ár gæti verið varasöm stefna. Höfundur rekur ráðgjafafyrirtækið Nightberg í New York.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskpiti og fjármál.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun