Telja viku eftir af viðræðunum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Formenn flokkanna gera nú hlé á viðræðum vegna fundarhalda í miðstjórn Framsóknarflokksins. Vísir/eyþór „Ég held að þetta sé stærsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við, að skapa sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkarnir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa átt fundi með aðilum vinnumarkaðarins á undanförnum dögum. Katrín segir tilganginn með fundunum fyrst og fremst hafa verið að hlusta á þeirra ólíku sjónarmið og leita að grundvelli fyrir samtali milli þeirra. „Það er auðvitað óvenjulegt að taka svona fundi inn í stjórnarmyndunarviðræður. Mér fannst það mjög mikilvægt, vegna þess að grundvöllurinn fyrir því að svona sátt geti orðið er að fólk geti allavega sameinast um einhvern grundvöll að samtali milli þessara ólíku aðila og að menn geti sammælst um einhverja umgjörð um það samtal,“ segir Katrín. „Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin er að leggja mikla áherslu á félagslegan stöðugleika og ýmsar aðgerðir á hinu félagslega sviði samhliða hinum efnahagslega stöðugleika,“ segir Katrín aðspurð um efni fundanna. „Mér fannst þetta góðir fundir og mjög mikilvægt að heyra sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar í þessu samhengi og auðvitað fulltrúa atvinnulífsins um hinn efnahagslega stöðugleika. „Þetta snýst um að ef á að nást sátt á vinnumarkaði þá verðum við líka að ná sátt um ákveðnar undirstöður í velferðarsamfélaginu og það er í takt við það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að segja og það var svona aðalþemað í samtölum okkar við aðila vinnumarkaðarins.“ Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa flokkarnir rætt bæði breytingar í skattkerfinu og á sviði velferðarmála í tengslum við þær kjaraviðræður sem fram undan eru. Aðspurð um hvort rætt sé um nýtt vinnumarkaðslíkan í viðræðunum, segir Katrín mikilvægt að finna einhverja sátt um íslenskt vinnumarkaðslíkan, og það þurfi ekki endilega að vera SALEK-líkanið. Hlé er nú á viðræðum flokkanna meðan haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur yfir, en bæði formaður flokksins og varaformaður eru farin norður í land til að sitja fundinn. Vonir stóðu til þess að bera stjórnarsáttmála undir miðstjórn á fundinum en þrátt fyrir að formenn flokkanna séu allir áfram um að ná saman, hafðist það ekki. Heimildir blaðsins herma að gera megi ráð fyrir að flokkarnir þurfi heila viku í viðbót til að ná öllu saman, ef af þessari ríkisstjórn verður. „Ég geri ráð fyrir að við hittumst aftur á sunnudaginn,“ segir Sigurður Ingi aðspurður um framhald viðræðna. Hann segir menn enn vera að einbeita sér að málefnunum en skipting ráðuneyta hafi lítið verið rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að töluvert sé rætt um verkaskiptingu milli flokkana. Og ljóst er að flokkarnir hafa sínar óskir. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá hafa Sjálfstæðismenn lagt mikla áherslu á að fá utanríkismálin auk fjármálanna. Það skapar ákveðinn vanda fyrir Framsóknarmenn sem leggja áherslu á sömu mál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðmælendur blaðsins úr flokkunum þremur eru sammála um að verkaskiptingin sé töluvert flóknari þegar um er að ræða fleiri en tvo flokka. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira
„Ég held að þetta sé stærsta verkefni þeirrar ríkisstjórnar sem tekur við, að skapa sátt á vinnumarkaði,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna. Flokkarnir sem vinna að myndun nýrrar ríkisstjórnar hafa átt fundi með aðilum vinnumarkaðarins á undanförnum dögum. Katrín segir tilganginn með fundunum fyrst og fremst hafa verið að hlusta á þeirra ólíku sjónarmið og leita að grundvelli fyrir samtali milli þeirra. „Það er auðvitað óvenjulegt að taka svona fundi inn í stjórnarmyndunarviðræður. Mér fannst það mjög mikilvægt, vegna þess að grundvöllurinn fyrir því að svona sátt geti orðið er að fólk geti allavega sameinast um einhvern grundvöll að samtali milli þessara ólíku aðila og að menn geti sammælst um einhverja umgjörð um það samtal,“ segir Katrín. „Það liggur fyrir að verkalýðshreyfingin er að leggja mikla áherslu á félagslegan stöðugleika og ýmsar aðgerðir á hinu félagslega sviði samhliða hinum efnahagslega stöðugleika,“ segir Katrín aðspurð um efni fundanna. „Mér fannst þetta góðir fundir og mjög mikilvægt að heyra sjónarmið verkalýðshreyfingarinnar í þessu samhengi og auðvitað fulltrúa atvinnulífsins um hinn efnahagslega stöðugleika. „Þetta snýst um að ef á að nást sátt á vinnumarkaði þá verðum við líka að ná sátt um ákveðnar undirstöður í velferðarsamfélaginu og það er í takt við það sem verkalýðshreyfingin hefur verið að segja og það var svona aðalþemað í samtölum okkar við aðila vinnumarkaðarins.“ Eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær hafa flokkarnir rætt bæði breytingar í skattkerfinu og á sviði velferðarmála í tengslum við þær kjaraviðræður sem fram undan eru. Aðspurð um hvort rætt sé um nýtt vinnumarkaðslíkan í viðræðunum, segir Katrín mikilvægt að finna einhverja sátt um íslenskt vinnumarkaðslíkan, og það þurfi ekki endilega að vera SALEK-líkanið. Hlé er nú á viðræðum flokkanna meðan haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins stendur yfir, en bæði formaður flokksins og varaformaður eru farin norður í land til að sitja fundinn. Vonir stóðu til þess að bera stjórnarsáttmála undir miðstjórn á fundinum en þrátt fyrir að formenn flokkanna séu allir áfram um að ná saman, hafðist það ekki. Heimildir blaðsins herma að gera megi ráð fyrir að flokkarnir þurfi heila viku í viðbót til að ná öllu saman, ef af þessari ríkisstjórn verður. „Ég geri ráð fyrir að við hittumst aftur á sunnudaginn,“ segir Sigurður Ingi aðspurður um framhald viðræðna. Hann segir menn enn vera að einbeita sér að málefnunum en skipting ráðuneyta hafi lítið verið rædd. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að töluvert sé rætt um verkaskiptingu milli flokkana. Og ljóst er að flokkarnir hafa sínar óskir. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá hafa Sjálfstæðismenn lagt mikla áherslu á að fá utanríkismálin auk fjármálanna. Það skapar ákveðinn vanda fyrir Framsóknarmenn sem leggja áherslu á sömu mál samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Viðmælendur blaðsins úr flokkunum þremur eru sammála um að verkaskiptingin sé töluvert flóknari þegar um er að ræða fleiri en tvo flokka.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Sjá meira