Óttast að Vínbúðin sprengi gatnakerfið Sigurður Mikael Jónsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Ekki var hægt að opna verslun ÁTVR í Kauptúni í vikunni þar sem leyfi frá bæjarstjórn lá ekki fyrir. Breyta þarf gatnakerfinu þar. Vísir/eyþór Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. Formaður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum framkvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær farið verði í framkvæmdirnar.Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarstjórn Garðabæjar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöruverslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mikinn áhuga á fá hana á miðbæjarsvæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Skipulagsnefnd Garðabæjar lýsir áhyggjum af auknu umferðarálagi vegna fyrirhugaðrar opnunar Vínbúðar í Kauptúni. Formaður nefndarinnar segir opnunina kalla á að framkvæmdum við breytingar á gatnakerfinu verði hraðað. Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, segir ljóst að flýta þurfi fyrirhuguðum framkvæmdum. ÁTVR bíður enn leyfis frá bænum til að opna eftir að hafa neyðst til að fresta fyrirhugaðri opnun verslunarinnar í Kauptúni á miðvikudag. „Þessar breytingar sem þarf að ráðast í tengjast á sínum tíma komu Costco, en það er alveg ljóst að með því að Vínbúðin kemur þarna líka, með sitt aðdráttarafl fyrir fólk, þarf að fara í að breikka vegi og annað sem við vorum búin að skipuleggja þegar við heimiluðum Costco að koma á svæðið,“ segir Sigurður. Engin ákvörðun liggur fyrir um hvenær farið verði í framkvæmdirnar.Sigurður Guðmundsson, bæjarfulltrúi og formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Ljóst er að Kauptún í Garðabæ er orðinn mjög heitur reitur og umferðarþunginn hefur aukist til muna með komu Costco í sumar, en fyrir var þar að finna IKEA, Bónus og Toyota-umboðið svo dæmi séu tekin. „Svo er margt fólk að flytja í hverfin þarna í kring. Þarna er að byggjast upp 1.600 íbúða hverfi,“ bætir Sigurður við. Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að bæjarstjórn Garðabæjar teldi að ÁTVR þyrfti að sækja um sérstakt leyfi fyrir opnun verslunar sinnar í Kauptúni þar sem fyrra leyfi fyrir Vínbúð, sem lokað var fyrir þó nokkrum árum, var bundið við Garðatorg. Sem fyrr segir varð ÁTVR að fresta opnun Vínbúðarinnar en afstaða til umsóknar fyrirtækisins verður tekin í bæjarstjórn í næstu viku. Í bókun á fundi skipulagsnefndar á fimmtudag eru áhyggjurnar af umferðarálaginu viðraðar auk þess sem nefndin furðar sig á því að ÁTVR hafi ekki komið til móts við óskir Garðabæjar um að Vínbúðin yrði í miðbænum. Þótt nefndin leggist ekki gegn því að Vínbúð verði opnuð í bænum vonar hún þó að önnur hugsanleg sérvöruverslun með áfengi verði opnuð í miðbænum. „Við leggjumst ekki gegn því að opnaðar verði fleiri en ein Vínbúð í bænum. En við höfum haft mikinn áhuga á fá hana á miðbæjarsvæðið. En þeir hafa séð tækifæri í þeim mikla fjölda sem fer í Costco þarna.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira