Sigmundur Davíð segir VG veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. nóvember 2017 10:45 Formaður Miðflokksins segir mögulega ríkisstjórn VG, D og B vera viðbrögð við tapi flokkanna þriggja í kosningum. Vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sé síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Hann segir hegðun Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum óvenjulegaÞetta skrifar Sigmundur Davíð í pistli á vefsíðu Miðflokksins. Þar segir hann að honum finnist margt sérkennilegt við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður sem staðið hafa yfir þessa vikuna. Segir hann að sumir flokksmenn flokkanna þriggja hafi róið að því öllum árum að koma á sambærilegri stjórn í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir ári síðan, án árangurs. Þá blasi það við að „starfandi formenn flokkanna þriggja þurfa allir á því að halda að komast í ríkisstjórn til að halda velli, þ.e. komast hjá því að verða settir af eða deyja (pólitískt) úr leiðindum.“ Þá þykir honum undarlegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé svo áhugasamur um að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. „Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins,“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar þar til Landsdómsmálsins. Þá segir Sigmundur Davíð að full ástæða sé til þess að óska Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, til hamingju takist henni að mynda slíka ríkisstjórn, enda hafi hún þá beygt grasrót eigin flokks sem og Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma. „Eftir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um hið óstjórntæka íhald hefur Vg nú ákveðið að veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru. Af fréttum að dæma virðist Vg auk þess ætla að leyfa formanni Sjálfstæðisflokksins að verða ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir fyrri efasemdir þar um,“ skrifar Sigmundur Davíð og bætir við að raunar virðist Bjarni vera farþegi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Telur Sigmundur að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja séu afleiðing „grundvallarbreytinga í stjórnmálum hér á landi og víðar“. „Ríkisstjórn mynduð á grundvelli ímyndarstjórnmála verður alltaf ríkisstjórn byggð á hégóma frekar en stefnu, ríkisstjórn um stólana sem menn sitja í en ekki verkefnin sem þeir ætla að vinna að. Slík stjórn er byggð á nálægð við völd en ekki málefnum, hvort sem menn reyna að skýra það með frösum á borð við „breiða skírskotun” eða hreinskilni Bjarna Benediktssonar um „sterka stjórn óháða einstaka málefnum flokkanna“,“ skrifar Sigmundur Davíð sem telur þó líklegt að flokkarnir nái saman og muni mynda ríkisstjórn. Kosningar 2017 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að með myndun ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sé síðastnefndi flokkurinn að veita fyrstnefnda flokknum uppreist æru. Hann segir hegðun Sjálfstæðisflokksins í viðræðunum óvenjulegaÞetta skrifar Sigmundur Davíð í pistli á vefsíðu Miðflokksins. Þar segir hann að honum finnist margt sérkennilegt við yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður sem staðið hafa yfir þessa vikuna. Segir hann að sumir flokksmenn flokkanna þriggja hafi róið að því öllum árum að koma á sambærilegri stjórn í stjórnarmyndunarviðræðum fyrir ári síðan, án árangurs. Þá blasi það við að „starfandi formenn flokkanna þriggja þurfa allir á því að halda að komast í ríkisstjórn til að halda velli, þ.e. komast hjá því að verða settir af eða deyja (pólitískt) úr leiðindum.“ Þá þykir honum undarlegt að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé svo áhugasamur um að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum. „Formaður flokksins þráir nú að komast í ríkisstjórn með fólki sem hefur um langt skeið kallað hann glæpamann og öðrum verri nöfnum. Hann leitast við að koma til valda fólki sem gekk hart fram við að reyna að koma fyrrverandi formanni Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra í fangelsi, ásamt fjármálaráðherra flokksins,“ skrifar Sigmundur Davíð og vitnar þar til Landsdómsmálsins. Þá segir Sigmundur Davíð að full ástæða sé til þess að óska Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG, til hamingju takist henni að mynda slíka ríkisstjórn, enda hafi hún þá beygt grasrót eigin flokks sem og Sjálfstæðisflokkinn á sama tíma. „Eftir allar hástemmdu yfirlýsingarnar um hið óstjórntæka íhald hefur Vg nú ákveðið að veita Sjálfstæðisflokknum uppreist æru. Af fréttum að dæma virðist Vg auk þess ætla að leyfa formanni Sjálfstæðisflokksins að verða ráðherra í ríkisstjórninni þrátt fyrir fyrri efasemdir þar um,“ skrifar Sigmundur Davíð og bætir við að raunar virðist Bjarni vera farþegi í stjórnarmyndunarviðræðunum. Telur Sigmundur að stjórnarmyndunarviðræður flokkanna þriggja séu afleiðing „grundvallarbreytinga í stjórnmálum hér á landi og víðar“. „Ríkisstjórn mynduð á grundvelli ímyndarstjórnmála verður alltaf ríkisstjórn byggð á hégóma frekar en stefnu, ríkisstjórn um stólana sem menn sitja í en ekki verkefnin sem þeir ætla að vinna að. Slík stjórn er byggð á nálægð við völd en ekki málefnum, hvort sem menn reyna að skýra það með frösum á borð við „breiða skírskotun” eða hreinskilni Bjarna Benediktssonar um „sterka stjórn óháða einstaka málefnum flokkanna“,“ skrifar Sigmundur Davíð sem telur þó líklegt að flokkarnir nái saman og muni mynda ríkisstjórn.
Kosningar 2017 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent