The Economist: Strákarnir okkar eru skæruliðar fótboltans í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 10:30 "Skæruliðarnir okkar“ með fyrirliðann Aron Einar Gunnarsson í fararbroddi. Vísir/Anton Árangur íslenska fótboltalandsliðsins er orðin svo mikil heimsfrétt að hann kallar á ítarlega úttekt í viðskiptablaðinu The Economist. Íslenska landsliðið er komið inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn innan við tveimur árum eftir að liðið komst í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Blaðamaður The Economist byrjar að sjálfsögðu greinina sína á Víkingaklappinu en svo leitar hann skýringa á þessum ótrúlega árangri hjá þessari 340 þúsund manna þjóð inn á fótboltavellinum. The Economist ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í greininni. „Þetta skiptir okkur öllu máli. Öll þessi ár höfum við horft á HM í sjónvarpinu og valið okkur lið til að halda með. Núna erum við að fara þangað,“ sagði Guðni. Eftir að hafa velt sér upp úr hversu fáir búa á Íslandi og hversu magnað sé að svo lítil þjóð komist á hvert stórmótið á fætur öðru titlar blaðamaður The Economist strákana okkar sem skæruliða fótboltans í dag.Their dentist-cum-manager calls his players “workaholics”. The data suggest that he is right https://t.co/UvHPEAxvzg — The Economist (@TheEconomist) November 16, 2017 Hann rökstyður skæruliða viðurnefnið með því að fara yfir tölur íslenska liðsins í undankeppninni og þá sérstaklega hversu lítið liðið var með boltann. Íslenska liðið var aðeins með boltann í 41,6 prósent leiktímans en var engu að síður að ná í 2,2 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið tók líka 2,6 færri skot en mótherjar sínir í leikjunum. Blaðamaðurinn nefnir sem dæmi lið eins og Atlético Madrid sem hefur eins og Ísland náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi með því að spila öfluga vörn og sækja svo hratt og á réttum tíma. Annað dæmi sem er tekið í greininni en ævintýri Leicester City frá 2015-16 tímabilinu. Þessi þrjú lið séu dæmi um skæruliðahernað í fótbolta sem skilar árangri. Greinin í The Economist endar á framtíðarsýn formannsins en Guðni Bergsson sér bara sóknarfæri í því að íslenskur fótbolti er að fá meiri athygli. „Nú erum við í betri stöðu til að halda áfram okkar vinnu með félögunum á Íslandi til að búa til fleiri leikmenn hjá bæði konum og körlum. Með því getum við vonandi sýnt það og sannað að það var engin heppni að við komust á EM og HM,“ sagði Guðni Bergsson en það má finna alla greinina hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Sjá meira
Árangur íslenska fótboltalandsliðsins er orðin svo mikil heimsfrétt að hann kallar á ítarlega úttekt í viðskiptablaðinu The Economist. Íslenska landsliðið er komið inn á HM í fótbolta í fyrsta sinn innan við tveimur árum eftir að liðið komst í átta liða úrslitin á sínu fyrsta stórmóti á EM í Frakklandi. Blaðamaður The Economist byrjar að sjálfsögðu greinina sína á Víkingaklappinu en svo leitar hann skýringa á þessum ótrúlega árangri hjá þessari 340 þúsund manna þjóð inn á fótboltavellinum. The Economist ræðir við Guðna Bergsson, formann KSÍ, í greininni. „Þetta skiptir okkur öllu máli. Öll þessi ár höfum við horft á HM í sjónvarpinu og valið okkur lið til að halda með. Núna erum við að fara þangað,“ sagði Guðni. Eftir að hafa velt sér upp úr hversu fáir búa á Íslandi og hversu magnað sé að svo lítil þjóð komist á hvert stórmótið á fætur öðru titlar blaðamaður The Economist strákana okkar sem skæruliða fótboltans í dag.Their dentist-cum-manager calls his players “workaholics”. The data suggest that he is right https://t.co/UvHPEAxvzg — The Economist (@TheEconomist) November 16, 2017 Hann rökstyður skæruliða viðurnefnið með því að fara yfir tölur íslenska liðsins í undankeppninni og þá sérstaklega hversu lítið liðið var með boltann. Íslenska liðið var aðeins með boltann í 41,6 prósent leiktímans en var engu að síður að ná í 2,2 stig að meðaltali í leik. Íslenska liðið tók líka 2,6 færri skot en mótherjar sínir í leikjunum. Blaðamaðurinn nefnir sem dæmi lið eins og Atlético Madrid sem hefur eins og Ísland náð mjög góðum árangri á alþjóðlegum vettvangi með því að spila öfluga vörn og sækja svo hratt og á réttum tíma. Annað dæmi sem er tekið í greininni en ævintýri Leicester City frá 2015-16 tímabilinu. Þessi þrjú lið séu dæmi um skæruliðahernað í fótbolta sem skilar árangri. Greinin í The Economist endar á framtíðarsýn formannsins en Guðni Bergsson sér bara sóknarfæri í því að íslenskur fótbolti er að fá meiri athygli. „Nú erum við í betri stöðu til að halda áfram okkar vinnu með félögunum á Íslandi til að búa til fleiri leikmenn hjá bæði konum og körlum. Með því getum við vonandi sýnt það og sannað að það var engin heppni að við komust á EM og HM,“ sagði Guðni Bergsson en það má finna alla greinina hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Sjá meira