Íslenska vörnin hefur aldrei verið betri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 06:00 Hannes Þór Halldórsson og félagar í íslenska landsliðinu fagna sigri á Kósóvó og sæti á HM 2018. Fréttablaðið/Anton Leikirnir við Tékka og Katar við Persaflóann á síðustu dögum skiptu kannski litlu máli í stóra samhenginu. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talaði sjálfur meira um að þetta væri mórölsk uppskeruferð fyrir hetjur liðsins heldur en að þarna ætti að leggja leikfræðilegan grunn að enn frekari afrekum liðsins. Strákarnir okkar hafa þrátt fyrir þennan rólega endi á landsliðsárinu skilað íslenska liðinu upp í nýjar hæðir með magnaðri frammistöðu og eins og síðustu ár héldu metin áfram að falla á þessu landsliðsári. Knattspyrnuárið 2017 var fyrir löngu orðið sögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta enda strákarnir okkar komnir inn á HM í fyrsta sinn.Átta mörk í plús Frábær árangur liðsins var líka einstakur því íslenska liðið fékk aðeins á sig 0,58 mörk að meðaltali í leik og skoraði átta mörkum meira en mótherjarnir. Það hefur aldrei gerst áður á landsliðsári þar sem Ísland hefur spilað fleiri en einn landsleik. Síðustu tveir leikir landsliðsins voru þessir vináttuleikir við Tékklandi og Katar í Katar en liðið vann hvorugan þeirra, tapaði 2-1 fyrir Tékkum og gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Katar. Endirinn var ekki alveg í samræmi við leikina á undan þegar ekkert mátti klikka og strákarnir kláruðu verkefnið með stæl. Met íslenska landsliðsins hafa fallið hvert á fætur öðru á síðustu árum enda árangur fótboltalandsliðsins verið einstakur og í raun heimsfrétt. Árið 2016 var til dæmis sett nýtt leikjamet (17 leikir), markamet (30 mörk) og met í sigurleikjum (8 sigrar).Skoruðu aðeins minna Íslenska liðið skoraði aðeins minna í ár en varðist aftur á móti mun betur. Þetta er til dæmis aðeins sjöunda landsliðsárið þar sem Ísland fær á sig minna en mark að meðaltali í leik. Íslenska vörnin gerði mun betur en það, því liðið fékk aðeins á sig 7 mörk í 12 leikjum eða 0,58 mörk að meðaltali. Liðið er að fá næstum því marki minna á sig í leik heldur en árið á undan. Ef það er hægt að finna að einhverju á árinu 2016 var það að íslenska liðið fékk á sig 26 mörk eða 1,5 mörk að meðaltali í leik. Heimir Hallgrímsson og strákarnir lokuðu hins vegar vörninni á árinu 2017 ekki síst í keppnisleikjunum þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum í undankeppninni.Eitt og hálft stig á hvert mark Varnarleikurinn sá til þess að hvert skorað mark í keppnisleikjum ársins var virði 1,5 stiga því tíu mörk í undankeppni HM skiluðu íslenska liðinu alls fimmtán stigum á árinu 2017. Skömmu fyrir leikslok á móti Katar á þriðjudaginn stefndi í að íslenska liðið væri að fara halda hreinu í sjöunda sinn á árinu og tryggja sér áttunda sigurleik ársins. Katarmenn jöfnuðu hins vegar í uppbótartíma og metið yfir hæsta hlutfall sigurleikja frá árinu 1999 (60 prósent) lifir því áfram. Metið frá því í fyrra yfir flesta sigurleiki (8) stendur líka áfram eitt og sér þökk sé þessu óþarfa jöfnunarmarki Katarbúa. Íslenska liðið vann alls sjö leiki á árinu 2017 eða 58 prósent af tólf landsleikjum ársins. Það verður þó að taka það fram að árangur ársins 1948 verður reyndar aldrei bættur heldur aðeins jafnaður. Íslenska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Finnum í eina landsleik ársins og skoraði Ríkharður Jónsson bæði mörkin. Eina tapið í mótsleik í ár var hins vegar tap fyrir Finnum í september. Íslenska liðið hefur alltaf getað skorað mörk og sannaði það enn einu sinni á árinu 2017. Liðið skoraði í 9 af 12 leikjum sínum og gerði meira en mark í leik sjötta landsliðsárið í röð. Íslenska landsliðið hélt því áfram að skora um leið og vörninni var lokað. Það er því engin tilviljun að íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á HM í fyrsta sinn. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Leikirnir við Tékka og Katar við Persaflóann á síðustu dögum skiptu kannski litlu máli í stóra samhenginu. Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson talaði sjálfur meira um að þetta væri mórölsk uppskeruferð fyrir hetjur liðsins heldur en að þarna ætti að leggja leikfræðilegan grunn að enn frekari afrekum liðsins. Strákarnir okkar hafa þrátt fyrir þennan rólega endi á landsliðsárinu skilað íslenska liðinu upp í nýjar hæðir með magnaðri frammistöðu og eins og síðustu ár héldu metin áfram að falla á þessu landsliðsári. Knattspyrnuárið 2017 var fyrir löngu orðið sögulegt fyrir íslenska karlalandsliðið í fótbolta enda strákarnir okkar komnir inn á HM í fyrsta sinn.Átta mörk í plús Frábær árangur liðsins var líka einstakur því íslenska liðið fékk aðeins á sig 0,58 mörk að meðaltali í leik og skoraði átta mörkum meira en mótherjarnir. Það hefur aldrei gerst áður á landsliðsári þar sem Ísland hefur spilað fleiri en einn landsleik. Síðustu tveir leikir landsliðsins voru þessir vináttuleikir við Tékklandi og Katar í Katar en liðið vann hvorugan þeirra, tapaði 2-1 fyrir Tékkum og gerði 1-1 jafntefli við heimamenn í Katar. Endirinn var ekki alveg í samræmi við leikina á undan þegar ekkert mátti klikka og strákarnir kláruðu verkefnið með stæl. Met íslenska landsliðsins hafa fallið hvert á fætur öðru á síðustu árum enda árangur fótboltalandsliðsins verið einstakur og í raun heimsfrétt. Árið 2016 var til dæmis sett nýtt leikjamet (17 leikir), markamet (30 mörk) og met í sigurleikjum (8 sigrar).Skoruðu aðeins minna Íslenska liðið skoraði aðeins minna í ár en varðist aftur á móti mun betur. Þetta er til dæmis aðeins sjöunda landsliðsárið þar sem Ísland fær á sig minna en mark að meðaltali í leik. Íslenska vörnin gerði mun betur en það, því liðið fékk aðeins á sig 7 mörk í 12 leikjum eða 0,58 mörk að meðaltali. Liðið er að fá næstum því marki minna á sig í leik heldur en árið á undan. Ef það er hægt að finna að einhverju á árinu 2016 var það að íslenska liðið fékk á sig 26 mörk eða 1,5 mörk að meðaltali í leik. Heimir Hallgrímsson og strákarnir lokuðu hins vegar vörninni á árinu 2017 ekki síst í keppnisleikjunum þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark í síðustu fimm leikjum sínum í undankeppninni.Eitt og hálft stig á hvert mark Varnarleikurinn sá til þess að hvert skorað mark í keppnisleikjum ársins var virði 1,5 stiga því tíu mörk í undankeppni HM skiluðu íslenska liðinu alls fimmtán stigum á árinu 2017. Skömmu fyrir leikslok á móti Katar á þriðjudaginn stefndi í að íslenska liðið væri að fara halda hreinu í sjöunda sinn á árinu og tryggja sér áttunda sigurleik ársins. Katarmenn jöfnuðu hins vegar í uppbótartíma og metið yfir hæsta hlutfall sigurleikja frá árinu 1999 (60 prósent) lifir því áfram. Metið frá því í fyrra yfir flesta sigurleiki (8) stendur líka áfram eitt og sér þökk sé þessu óþarfa jöfnunarmarki Katarbúa. Íslenska liðið vann alls sjö leiki á árinu 2017 eða 58 prósent af tólf landsleikjum ársins. Það verður þó að taka það fram að árangur ársins 1948 verður reyndar aldrei bættur heldur aðeins jafnaður. Íslenska landsliðið vann þá 2-0 sigur á Finnum í eina landsleik ársins og skoraði Ríkharður Jónsson bæði mörkin. Eina tapið í mótsleik í ár var hins vegar tap fyrir Finnum í september. Íslenska liðið hefur alltaf getað skorað mörk og sannaði það enn einu sinni á árinu 2017. Liðið skoraði í 9 af 12 leikjum sínum og gerði meira en mark í leik sjötta landsliðsárið í röð. Íslenska landsliðið hélt því áfram að skora um leið og vörninni var lokað. Það er því engin tilviljun að íslenska fótboltalandsliðið er á leiðinni á HM í fyrsta sinn.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira