Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2017 14:47 Snorri hefur leitað réttar síns fyrir dómstólum síðan 2012. Í gær fékk hann svo dæmdar 6,5 milljónir króna í bætur. Vísir/Auðunn Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, fær sex og hálfa milljón króna í bætur frá Akureyrarbæ. Snorri stefndi bænum vegna ólögmætrar uppsagnar. Snorra var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri.„Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Uppsögn Snorra var dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Fór Snorri fram á 13,7 milljónir króna í bætur. „Ég þóttist setja fram rökstuddar og hóflegar kröfur en dómskerfið er greinilega á öðru máli,“ segir Snorri á Facebook-síðu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. „Ég velti því fyrir mér að ef dómararnir hér í HDNA væru dómarar í Kjararáði hvort launahækkanir þær sem dæmdar voru þingheimi og ráðherrum hefðu ekki verið mun lægri og róað stéttarfélög alþýðunnar? Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða!“ Tengdar fréttir Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18 Snorri í Betel sýknaður: Býður til veislu í tilefni dagsins Akureyrarbær fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði felldur úr gildi. 11. febrúar 2016 16:15 Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira
Snorri Óskarsson, oft kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, fær sex og hálfa milljón króna í bætur frá Akureyrarbæ. Snorri stefndi bænum vegna ólögmætrar uppsagnar. Snorra var í júlí árið 2012 vikið úr starfi sem grunnskólakennari í Brekkuskóla á Akureyri. Ástæða uppsagnar hans voru umdeildar bloggfærslur Snorra þar sem hann skrifaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri.„Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Uppsögn Snorra var dæmd ólögmæt, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti. Fór Snorri fram á 13,7 milljónir króna í bætur. „Ég þóttist setja fram rökstuddar og hóflegar kröfur en dómskerfið er greinilega á öðru máli,“ segir Snorri á Facebook-síðu sinni. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. „Ég velti því fyrir mér að ef dómararnir hér í HDNA væru dómarar í Kjararáði hvort launahækkanir þær sem dæmdar voru þingheimi og ráðherrum hefðu ekki verið mun lægri og róað stéttarfélög alþýðunnar? Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða!“
Tengdar fréttir Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18 Snorri í Betel sýknaður: Býður til veislu í tilefni dagsins Akureyrarbær fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði felldur úr gildi. 11. febrúar 2016 16:15 Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07 Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira
Máttu ekki reka Snorra: Íhugar að snúa aftur til starfa í Brekkuskóla Uppsögn Snorra Óskarssonar í Betel frá störfum við grunnskóla á Akureyri hefur verið dæmd ólögleg. 12. apríl 2015 11:18
Snorri í Betel sýknaður: Býður til veislu í tilefni dagsins Akureyrarbær fór fram á að úrskurður innanríkisráðuneytisins yrði felldur úr gildi. 11. febrúar 2016 16:15
Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00
Snorri í Betel rekinn vegna skoðana sinna Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við Betel söfnuðinn í Vestmannaeyjum, hefur verið sagt upp störfum sem kennari á Akureyri. Snorri bloggar um málið og segir að hann hafi verið kallaður á fund fræðslustjóra Akureyrarbæjar fyrr í dag. Þar hafi honum verið tilkynnt að honum hefði verið sagt upp. 12. júlí 2012 17:07