Hannes var kvalinn á morfíni í heila viku: Komst varla á klósettið sjálfur Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2017 11:30 Hannes Þór var klár í slaginn fyrir EM og var þar einn besti maður íslenska liðsins. vísir/eyþór Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, var kvalinn á sjúkrahúsi með vökva í æði og á morfíni í heila viku eftir að hann fór úr axlarlið á æfingu landsliðsins í september árið 2015. Strákarnir okkar voru þá nýbúnir að tryggja sér sæti á EM 2016 með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum en Hannes meiddist á léttri æfingu daginn eftir. Hannes hefur aldrei sagt alla söguna en hann gerði það í þættinum Ný sýn í umsjá Hugrúnar Halldórsdóttur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þar kom í ljós að fara úr axlarlið var ekki það eina sem kom fyrir markvörðinn.Hannes Þór spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyVissi að þetta var alvarlegt „Það sem gerðist var að nýrun í mér gáfu sig,“ segir Hannes Þór sem var í stórkostlegu formi á þessum tíma, búinn að halda hreinu í sex leikjum af níu í undankeppni EM og á miklum skriði í hollensku úrvalsdeildinni. Meiðslin áttu sér stað átta mánuðum fyrir EM en læknarnir töldu að Hannes yrði 4-6 mánuði að jafna sig. Hann þekkir það vel að fara úr axlarlið en það gerði hann oft á yngri árum. „Ég vissi hvað þetta þýddi enda var ég búinn að fara fimm til sex sinnum úr axlarlið á vinstri öxlinni en núna var þetta sú hægri. Síðast þegar að þetta gerðist var ég frá fótbolta í fimm ár þannig að ég vissi að þetta var alvarlegt,“ segir Hannes en þarna voru vandræðin og veikindin rétt að hefjast. „Daginn eftir aðgerðina var ég að drepast í bakinu og mér leið bara ótrúlega illa allan daginn. Ég fór í rannsóknir upp á slysó þar sem fannst blóð í þvaginu og svo voru einhver gildi sem læknunum leist ekkert á. Ég beið í þrjá til fjóra tíma eftir niðurstöðu en það voru erfiðir tímar.“Hannes Þór flutti inn til mömmu og pabba til að jafna sig.vísir/eyþórLærði mikið Niðurstaðan var sú að nýrun á Hannesi voru biluð en sennilega var það út af aðgerðinni. Honum var tjáð af nýrnalækni að slíkt gerðist stundum eftir svona aðgerðir. „Ég var lagður inn á spítala í viku með vökva í æð en eina sem er hægt að gera í þessu er að bíða og vona. Ég var kvalinn og á morfíni allan tímann. Ég var að drepast í bakinu sem gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið. Ég fór úr því að spila landsleik fyrir fullu húsi í besta formi lífs míns í það að geta ekki staulast á klósettið sjálfur og gat varla gengið,“ segir Hannes sem lærði ýmislegt um lífið á þessum tíma. „Það er merkilegt að upplifa það hvernig líkaminn getur gefið sig á svona stuttum tíma þó að maður telji sig fullfrískan. Eftir vikuna á spítalanum flutti ég til mömmu og pabba í tvær til þrjár vikur og eftir viku hjá þeim fór ég í göngutúr þar sem það tók mig eina klukkustund að ganga 300 metra.“ „Ég lærði mikið af þessu og þetta kenndi manni að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Maður má ekki gleyma að njóta augnabliksins,“ segir Hannes Þór Halldórsson. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður Íslands í fótbolta, var kvalinn á sjúkrahúsi með vökva í æði og á morfíni í heila viku eftir að hann fór úr axlarlið á æfingu landsliðsins í september árið 2015. Strákarnir okkar voru þá nýbúnir að tryggja sér sæti á EM 2016 með jafntefli gegn Kasakstan á Laugardalsvellinum en Hannes meiddist á léttri æfingu daginn eftir. Hannes hefur aldrei sagt alla söguna en hann gerði það í þættinum Ný sýn í umsjá Hugrúnar Halldórsdóttur í Sjónvarpi Símans í gærkvöldi. Þar kom í ljós að fara úr axlarlið var ekki það eina sem kom fyrir markvörðinn.Hannes Þór spilar með Randers í dönsku úrvalsdeildinni.Vísir/GettyVissi að þetta var alvarlegt „Það sem gerðist var að nýrun í mér gáfu sig,“ segir Hannes Þór sem var í stórkostlegu formi á þessum tíma, búinn að halda hreinu í sex leikjum af níu í undankeppni EM og á miklum skriði í hollensku úrvalsdeildinni. Meiðslin áttu sér stað átta mánuðum fyrir EM en læknarnir töldu að Hannes yrði 4-6 mánuði að jafna sig. Hann þekkir það vel að fara úr axlarlið en það gerði hann oft á yngri árum. „Ég vissi hvað þetta þýddi enda var ég búinn að fara fimm til sex sinnum úr axlarlið á vinstri öxlinni en núna var þetta sú hægri. Síðast þegar að þetta gerðist var ég frá fótbolta í fimm ár þannig að ég vissi að þetta var alvarlegt,“ segir Hannes en þarna voru vandræðin og veikindin rétt að hefjast. „Daginn eftir aðgerðina var ég að drepast í bakinu og mér leið bara ótrúlega illa allan daginn. Ég fór í rannsóknir upp á slysó þar sem fannst blóð í þvaginu og svo voru einhver gildi sem læknunum leist ekkert á. Ég beið í þrjá til fjóra tíma eftir niðurstöðu en það voru erfiðir tímar.“Hannes Þór flutti inn til mömmu og pabba til að jafna sig.vísir/eyþórLærði mikið Niðurstaðan var sú að nýrun á Hannesi voru biluð en sennilega var það út af aðgerðinni. Honum var tjáð af nýrnalækni að slíkt gerðist stundum eftir svona aðgerðir. „Ég var lagður inn á spítala í viku með vökva í æð en eina sem er hægt að gera í þessu er að bíða og vona. Ég var kvalinn og á morfíni allan tímann. Ég var að drepast í bakinu sem gerði það að verkum að ég gat ekkert sofið. Ég fór úr því að spila landsleik fyrir fullu húsi í besta formi lífs míns í það að geta ekki staulast á klósettið sjálfur og gat varla gengið,“ segir Hannes sem lærði ýmislegt um lífið á þessum tíma. „Það er merkilegt að upplifa það hvernig líkaminn getur gefið sig á svona stuttum tíma þó að maður telji sig fullfrískan. Eftir vikuna á spítalanum flutti ég til mömmu og pabba í tvær til þrjár vikur og eftir viku hjá þeim fór ég í göngutúr þar sem það tók mig eina klukkustund að ganga 300 metra.“ „Ég lærði mikið af þessu og þetta kenndi manni að það er ekkert sjálfsagt í þessu lífi. Maður má ekki gleyma að njóta augnabliksins,“ segir Hannes Þór Halldórsson.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Fleiri fréttir Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Sjá meira