Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 13. nóvember 2017 14:50 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í þinghúsinu eftir þingflokksfund í dag. vísir/anton brink Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. Þar með liggur fyrir að allir flokkarnir þrír hafa samþykkt að fara í viðræður um myndun ríkisstjórnar en VG og Sjálfstæðismenn samþykktu það einnig á þingflokksfundum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra. „Við vorum sammála um að hefja þessar viðræður og það var algjör einhugur um þetta í þingflokknum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hann sagði mikinn samhljóm hafa verið með flokkunum í þeim óformlegu viðræðum sem fóru fram um helgina.„Það er ótrúlega mikill samhljómur í því sem við höfum verið að fjalla um í þessum óformlegu viðræðum á föstudag og laugardag þannig að ég sé engar stórar brekkur framundan. En auðvitað þarf að taka þetta betur saman og fara skýrar yfir ákveðna hluti áður en menn ná endanlega saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði fjárfestingu í innviðum og stöðugleika á vinnumarkaði á meðal þeirra augljósu verkefna sem bíða næstu ríkisstjórnar. „Síðan er það ekki síður að við getum aukið samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma þannig að unga fólkið okkar velji að búa áfram á Íslandi. Það tengist þá auðvitað menntun, það tengist nýsköpun, það tengist húsnæði, það tengist jafnrétti alls staðar á landinu, bæði til búsetu en líka þeirra úrræða sem ríkið er að veita landsmönnum,“ sagði Sigurður Ingi.Hver verður forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka ef viðræðurnar ganga vel og ríkisstjórn verður mynduð? „Það hefur auðvitað verið lagt upp með það að ríkisstjórnin yrði leidd af Vinstri grænum og það eru engin ný vísindi.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. Þar með liggur fyrir að allir flokkarnir þrír hafa samþykkt að fara í viðræður um myndun ríkisstjórnar en VG og Sjálfstæðismenn samþykktu það einnig á þingflokksfundum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra. „Við vorum sammála um að hefja þessar viðræður og það var algjör einhugur um þetta í þingflokknum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hann sagði mikinn samhljóm hafa verið með flokkunum í þeim óformlegu viðræðum sem fóru fram um helgina.„Það er ótrúlega mikill samhljómur í því sem við höfum verið að fjalla um í þessum óformlegu viðræðum á föstudag og laugardag þannig að ég sé engar stórar brekkur framundan. En auðvitað þarf að taka þetta betur saman og fara skýrar yfir ákveðna hluti áður en menn ná endanlega saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði fjárfestingu í innviðum og stöðugleika á vinnumarkaði á meðal þeirra augljósu verkefna sem bíða næstu ríkisstjórnar. „Síðan er það ekki síður að við getum aukið samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma þannig að unga fólkið okkar velji að búa áfram á Íslandi. Það tengist þá auðvitað menntun, það tengist nýsköpun, það tengist húsnæði, það tengist jafnrétti alls staðar á landinu, bæði til búsetu en líka þeirra úrræða sem ríkið er að veita landsmönnum,“ sagði Sigurður Ingi.Hver verður forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka ef viðræðurnar ganga vel og ríkisstjórn verður mynduð? „Það hefur auðvitað verið lagt upp með það að ríkisstjórnin yrði leidd af Vinstri grænum og það eru engin ný vísindi.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00