Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 13. nóvember 2017 14:14 Katrín Jakobsdóttir í þinghúsinu í dag. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. Með því megi reyna að skapa sátt um ákveðna uppbyggingu í samfélaginu sem Vinstri græn leggja áherslu á ef farið yrði í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en eins og greint var frá fyrr í dag samþykkti meirihluti þingflokks VG að fara í formlegar viðræður við þá flokka. Katrín segir að það sé samhljómur hjá flokkunum þremur um að takast á við þau stóru verkefni sem hún telji að hafi ekki aðeins verið aðalmálið í kosningunum nú heldur einnig fyrir ári síðan. Stóru línurnar séu innviðauppbygging og stöðugleiki á vinnumarkaði. Of snemmt að segja til um hvort að hún verði forsætisráðherra „Við töluðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þar sem við töluðum um menntakerfið, kjör aldraðra og öryrkja og koma á ákveðnum stöðugleika í samfélaginu. Nú erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem uppi eru í stjórnmálum kalli hugsanlega á það að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru auðvitað algjörlega á öndverðum meiði við okkur í Vinstri grænum til að reyna að skapa sátt um þessa samfélagsuppbyggingu og að við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín eftir þingflokksfundinn í dag þar sem samþykkt var að fara í formlegar viðræður. Vinstri græn hafa ellefu þingmenn á Alþingi en níu þingmenn flokksins samþykktu tillögu Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns, um að fara í formlegar viðræður. Tveir þingmenn kusu gegn tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. „Níu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og það felur bara í sér að láta á það reyna hvort það sé hægt að ná málefnalega saman um stjórnarsamstarf þessara flokka. Náist slíkur samningur kemur hann svo til skoðunar og afgreiðslu þingflokks og flokksráðs Vinstri grænna sem eru þær stofnanir hreyfingarinnar sem ráða þessu,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort að hún yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka, verði hún mynduð, sagði Katrín það ekkert launungarmál að VG vilji leiða stjórnina. Hins vegar sé alltof snemmt að segja til um hvort að það verði raunin. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá klippu af því þegar þingmenn flokkanna þriggja funduðu í þinghúsinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í morgun en Vinstri græn og Framsókn í hádeginu. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. Með því megi reyna að skapa sátt um ákveðna uppbyggingu í samfélaginu sem Vinstri græn leggja áherslu á ef farið yrði í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki en eins og greint var frá fyrr í dag samþykkti meirihluti þingflokks VG að fara í formlegar viðræður við þá flokka. Katrín segir að það sé samhljómur hjá flokkunum þremur um að takast á við þau stóru verkefni sem hún telji að hafi ekki aðeins verið aðalmálið í kosningunum nú heldur einnig fyrir ári síðan. Stóru línurnar séu innviðauppbygging og stöðugleiki á vinnumarkaði. Of snemmt að segja til um hvort að hún verði forsætisráðherra „Við töluðum um uppbyggingu heilbrigðiskerfisins, þar sem við töluðum um menntakerfið, kjör aldraðra og öryrkja og koma á ákveðnum stöðugleika í samfélaginu. Nú erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem uppi eru í stjórnmálum kalli hugsanlega á það að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru auðvitað algjörlega á öndverðum meiði við okkur í Vinstri grænum til að reyna að skapa sátt um þessa samfélagsuppbyggingu og að við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín eftir þingflokksfundinn í dag þar sem samþykkt var að fara í formlegar viðræður. Vinstri græn hafa ellefu þingmenn á Alþingi en níu þingmenn flokksins samþykktu tillögu Katrínar og Svandísar Svavarsdóttur, þingflokksformanns, um að fara í formlegar viðræður. Tveir þingmenn kusu gegn tillögunni, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. „Níu þingmenn greiddu atkvæði með tillögunni og það felur bara í sér að láta á það reyna hvort það sé hægt að ná málefnalega saman um stjórnarsamstarf þessara flokka. Náist slíkur samningur kemur hann svo til skoðunar og afgreiðslu þingflokks og flokksráðs Vinstri grænna sem eru þær stofnanir hreyfingarinnar sem ráða þessu,“ sagði Katrín. Aðspurð hvort að hún yrði forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka, verði hún mynduð, sagði Katrín það ekkert launungarmál að VG vilji leiða stjórnina. Hins vegar sé alltof snemmt að segja til um hvort að það verði raunin. Fréttin hefur verið uppfærð. Að neðan má sjá klippu af því þegar þingmenn flokkanna þriggja funduðu í þinghúsinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn í morgun en Vinstri græn og Framsókn í hádeginu.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Treystir ekki Framsókn og Sjálfstæðisflokki Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15