Bjarni bjartsýnn á að flokkarnir þrír nái saman Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 12:10 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að honum þyki sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að stóru málunum. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ágætlega bjartsýnn á að það náist samstaða um stóru málin hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum og að flokkarnir þrír geti náð saman um að mynda sterka ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, áður en Sjálfstæðismenn hófu þingflokkfund í Valhöll klukkan 11 í morgun. Allir þingflokkarnir þrír funda því í dag en klukkan 13 mun Framsóknarflokkurinn funda og Vinstri græn einnig. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað fram til dagsins í dag og má búast við því að á fundinum verði tekin afstaða til þess hvort fara eigi í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokksins um slíkt samstarf. Aðspurður hvort það væri einhver málefnalegur ágreiningur á milli flokkanna þriggja sagði Bjarni að honum þætti sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um í aðdraganda kosninganna. „Af svona þessum samtölum að dæma finnst mér alveg ágætis líkur á að menn geti náð saman um þessi breiðu mál og myndað sterka ríkisstjórn. Ég er ágætlega bjartsýnn á það,“ sagði Bjarni. Hann sagði líklegt að það skýrist í dag hvort flokkarnir þrír fari í formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag þá gerist það kannski bara á morgun.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kveðst ágætlega bjartsýnn á að það náist samstaða um stóru málin hjá Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Vinstri grænum og að flokkarnir þrír geti náð saman um að mynda sterka ríkisstjórn. Þetta sagði Bjarni í samtali við Þorbjörn Þórðarson, fréttamann Stöðvar 2, áður en Sjálfstæðismenn hófu þingflokkfund í Valhöll klukkan 11 í morgun. Allir þingflokkarnir þrír funda því í dag en klukkan 13 mun Framsóknarflokkurinn funda og Vinstri græn einnig. Þingflokksfundi VG í gærkvöldi var frestað fram til dagsins í dag og má búast við því að á fundinum verði tekin afstaða til þess hvort fara eigi í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk eða ekki. Ljóst er að skiptar skoðanir eru innan þingflokksins um slíkt samstarf. Aðspurður hvort það væri einhver málefnalegur ágreiningur á milli flokkanna þriggja sagði Bjarni að honum þætti sem tekist hefði ágætlega að sigla fyrir allan meiriháttar ágreining og beina sjónum að þeim stóru málum sem var ágætis þverpólitísk samstaða um í aðdraganda kosninganna. „Af svona þessum samtölum að dæma finnst mér alveg ágætis líkur á að menn geti náð saman um þessi breiðu mál og myndað sterka ríkisstjórn. Ég er ágætlega bjartsýnn á það,“ sagði Bjarni. Hann sagði líklegt að það skýrist í dag hvort flokkarnir þrír fari í formlegar viðræður. „Ef það gerist ekki í dag þá gerist það kannski bara á morgun.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00 Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21 Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Katrín segir líkur á góðum samningi Þrátt fyrir maraþonfund gátu Vinstri græn ekki komist að niðurstöðu um stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokk. Áfram verður fundað eftir hádegi í dag. 13. nóvember 2017 06:00
Margir í VG „með ónot í maganum“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sýnir því skilning að margir flokksmenn hennar kunni að hafa efasemdir um samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 13. nóvember 2017 08:21
Telur meiri líkur en minni á því að VG fari í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það líti hins vegar út fyrir að Katrín Jakobsdóttir þurfi að sannfæra einhverja í þingflokknum um að fara í slíkar viðræður enda mjög erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í slíkt stjórnarsamstarf. 13. nóvember 2017 11:15