Flugliðar WOW air stofna nýtt stéttarfélag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2017 08:26 Kjarasamningur flugliða WOW air hefur verið laus síðan í september í fyrra. Vísir/Vilhelm Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá undirbúningsnefnd nýja stéttarfélagsins sem fengið hefur nafnið Samband íslenskra flugliða. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur flugliða WOW air hafi verið laus síðan í september í fyrra. „Formlegar samningaviðræður hafa staðið yfir frá því snemma á þessu ári og voru kröfur sem komu frá flugliðum WOW air hafðar að leiðarljósi í samningaviðræðum við flugfélagið. Samninganefnd FFÍ er skipuð flugliðum WOW air sem starfa í umboði Flugfreyjufélags Íslands. Niðurstaðan er kjarasamningur sem náðst hefur við flugfélagið. Næsta eðlilega skref er að leggja samninginn í kosningu félagsmanna FFÍ sem starfa fyrir WOW air. Sú staða er nú komin upp að formaður FFÍ telur sig ekki geta skrifað undir samninginn fyrir hönd félagsins og sett hann í framhaldinu í kosningu hjá starfsmönnum WOW air. Þetta þýðir það að flugliðar WOW air geta ekki tekið afstöðu til samningsins og kosið um hann. Þann 27. október síðastliðinn hélt samninganefndin stöðufund með flugliðum WOW air þar sem þeir voru upplýstir um gerð samningsins og stöðu mála gagnvart FFÍ. Í fundinum kom mjög skýrt fram hjá þeim tæplega 100 manns sem mættu á fundinn að þeir hefðu áhuga á að kjósa um samninginn,“ segir í tilkynningunni. Erla Pálsdóttir sem situr í undirbúningsnefnd hins nýja stéttarfélags segir að flugliðar WOW air hafi lága rödd innan Flugfreyjusambands Íslands. Hávær krafa sé uppi á meðal flugliða fyrirtækisins um að fá að kjósa um nýja kjarasamninginn. „Flugliðum WOW air hefur fjölgað gríðarlega eftir inngöngu í FFÍ árið 2012 og er það ljóst að okkur mun fjölga mikið á næstu ár. Þegar metin er sú staða sem upp er komin innan FFÍ, hversu lága rödd við höfum innan þess og sú háværa krafa sem upp kom á stöðufundinum um að fá að kjósa um þennan samning þá sjáum við ekki að okkar hagsmunum sé best gætt innan FFÍ og höfum því ákveðið að stofna nýtt félag fyrir flugliða“ segir Erla. Kjaramál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Ákveðið hefur verið að boða til stofnfundar nýs stéttarfélags fyrir flugliða, það er flugfreyjur og flugþjóna, á Íslandi þann 20. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá undirbúningsnefnd nýja stéttarfélagsins sem fengið hefur nafnið Samband íslenskra flugliða. Í tilkynningunni segir að kjarasamningur flugliða WOW air hafi verið laus síðan í september í fyrra. „Formlegar samningaviðræður hafa staðið yfir frá því snemma á þessu ári og voru kröfur sem komu frá flugliðum WOW air hafðar að leiðarljósi í samningaviðræðum við flugfélagið. Samninganefnd FFÍ er skipuð flugliðum WOW air sem starfa í umboði Flugfreyjufélags Íslands. Niðurstaðan er kjarasamningur sem náðst hefur við flugfélagið. Næsta eðlilega skref er að leggja samninginn í kosningu félagsmanna FFÍ sem starfa fyrir WOW air. Sú staða er nú komin upp að formaður FFÍ telur sig ekki geta skrifað undir samninginn fyrir hönd félagsins og sett hann í framhaldinu í kosningu hjá starfsmönnum WOW air. Þetta þýðir það að flugliðar WOW air geta ekki tekið afstöðu til samningsins og kosið um hann. Þann 27. október síðastliðinn hélt samninganefndin stöðufund með flugliðum WOW air þar sem þeir voru upplýstir um gerð samningsins og stöðu mála gagnvart FFÍ. Í fundinum kom mjög skýrt fram hjá þeim tæplega 100 manns sem mættu á fundinn að þeir hefðu áhuga á að kjósa um samninginn,“ segir í tilkynningunni. Erla Pálsdóttir sem situr í undirbúningsnefnd hins nýja stéttarfélags segir að flugliðar WOW air hafi lága rödd innan Flugfreyjusambands Íslands. Hávær krafa sé uppi á meðal flugliða fyrirtækisins um að fá að kjósa um nýja kjarasamninginn. „Flugliðum WOW air hefur fjölgað gríðarlega eftir inngöngu í FFÍ árið 2012 og er það ljóst að okkur mun fjölga mikið á næstu ár. Þegar metin er sú staða sem upp er komin innan FFÍ, hversu lága rödd við höfum innan þess og sú háværa krafa sem upp kom á stöðufundinum um að fá að kjósa um þennan samning þá sjáum við ekki að okkar hagsmunum sé best gætt innan FFÍ og höfum því ákveðið að stofna nýtt félag fyrir flugliða“ segir Erla.
Kjaramál Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira