Konurnar öflugar í glæpasögunum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2017 19:00 Bókatíðindi eru væntanleg í hús í vikunni sem fyrir mörgum er fyrsta merki um að jólin nálgist. Bókajólin í ár einkennast af glæpasögum og hafa aldrei fleiri konur verið meðal glæpasagnahöfunda. Glæpasagnadrottningin Yrsa hefur rutt veginn en hún er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Á árinu koma hundrað og fimmtíu nýjar barna og -unglingabækur út á Íslandi og tvö hundruð nýjar skáldsögur. En hvernig eru íslensk skáld að standa sig í útgáfunni?Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.„Íslensk skáld standa sig nú alltaf ótrúlega vel og það vekur alheimsathygli hvað við gefum út margar bækur á hverju ári. En í ár þegar við lítum á Bókatíðindin sem borin eru í hús í næstu viku. Þá eru aðeins færri íslenskar skáldsögur en í fyrra en fleiri glæpasögur en nokkru sinni áður,“ segir Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bryndís segir að minnsta kosti sextán nýjar glæpasögur komi út á árinu og um fjörutíu prósent höfunda séu konur. Það þýði að aldrei hafi eins margar konur gefið út glæpasögu sem séu gleðitíðindi. „Ég held nefnilega að konur séu ekki jafn sleipar þegar kemur að því að myrða í alvörunni og þær virðast ekki standa körlunum langt að baki þegar kemur að því að skrifa um glæpi.“ Og sú sem ruddi veginn hlýtur að vera Yrsa Sigurðardóttir sem er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Og afköstin eru ekki lítil. „Ég er búin að skrifa í 13 ár. Þetta er 13. bókin mín og áður skrifaði ég fimm barnabækur,“ segir Yrsa. Yrsa fagnar fleiri konum á markaðinn og hefur engar áhyggjur af samkeppninni. En hún bíður þessa dagana spennt eftir bókinni sinni eins og margir aðrir íslenskir höfundar þar sem seinkun hefur orðið á sendingum frá útlöndum - þar sem allar íslenskar bækur eru prentaðar núna. „Bókin mín er einhvers staðar úti í gámi í hafsjó. Kemur vonandi í höfn. En kemur í næstu viku en hún var prentuð í Finnlandi og kemur í næstu viku. En hér er prufueintak, Gatið.“ En þegar bókin er komin í hendurnar, eru þá komin jól hjá Yrsu? „Ég er alltaf rosalega glöð á hádegi á aðfangadag, þá er allt búið og að koma nýtt ár þegar maður er aftur orðinn venjulegur borgari. Og byrjuð á næstu bók? Já, ég byrja að hugsa um næstu bók bara bráðlega.“ Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Bókatíðindi eru væntanleg í hús í vikunni sem fyrir mörgum er fyrsta merki um að jólin nálgist. Bókajólin í ár einkennast af glæpasögum og hafa aldrei fleiri konur verið meðal glæpasagnahöfunda. Glæpasagnadrottningin Yrsa hefur rutt veginn en hún er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Á árinu koma hundrað og fimmtíu nýjar barna og -unglingabækur út á Íslandi og tvö hundruð nýjar skáldsögur. En hvernig eru íslensk skáld að standa sig í útgáfunni?Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.„Íslensk skáld standa sig nú alltaf ótrúlega vel og það vekur alheimsathygli hvað við gefum út margar bækur á hverju ári. En í ár þegar við lítum á Bókatíðindin sem borin eru í hús í næstu viku. Þá eru aðeins færri íslenskar skáldsögur en í fyrra en fleiri glæpasögur en nokkru sinni áður,“ segir Bryndís Loftsdóttir, frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Bryndís segir að minnsta kosti sextán nýjar glæpasögur komi út á árinu og um fjörutíu prósent höfunda séu konur. Það þýði að aldrei hafi eins margar konur gefið út glæpasögu sem séu gleðitíðindi. „Ég held nefnilega að konur séu ekki jafn sleipar þegar kemur að því að myrða í alvörunni og þær virðast ekki standa körlunum langt að baki þegar kemur að því að skrifa um glæpi.“ Og sú sem ruddi veginn hlýtur að vera Yrsa Sigurðardóttir sem er sú kona sem hefur selt flestar bækur á Íslandi. Og afköstin eru ekki lítil. „Ég er búin að skrifa í 13 ár. Þetta er 13. bókin mín og áður skrifaði ég fimm barnabækur,“ segir Yrsa. Yrsa fagnar fleiri konum á markaðinn og hefur engar áhyggjur af samkeppninni. En hún bíður þessa dagana spennt eftir bókinni sinni eins og margir aðrir íslenskir höfundar þar sem seinkun hefur orðið á sendingum frá útlöndum - þar sem allar íslenskar bækur eru prentaðar núna. „Bókin mín er einhvers staðar úti í gámi í hafsjó. Kemur vonandi í höfn. En kemur í næstu viku en hún var prentuð í Finnlandi og kemur í næstu viku. En hér er prufueintak, Gatið.“ En þegar bókin er komin í hendurnar, eru þá komin jól hjá Yrsu? „Ég er alltaf rosalega glöð á hádegi á aðfangadag, þá er allt búið og að koma nýtt ár þegar maður er aftur orðinn venjulegur borgari. Og byrjuð á næstu bók? Já, ég byrja að hugsa um næstu bók bara bráðlega.“
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira